Færsluflokkur: Bloggar

Ríkisstjórnin að hjálpa glæpafyrirtækjum!

Jæja nú er fokið í flest skjól hjá okkar Ríkisstjórn! Gera þeir sér ekki grein fyrir því að þessar fjármögnunarleigur ofl, sem að veittu þessi svokölluðu gengistryggð lán eru tryggð af tryggingafélögum úti í heimi fyrir skakkaföllum! Þannig að nú ætti Ríkisstjórnin að FRYSTA ALLAR EIGNIR ÞESSARA SEM AÐ VEITTU ÞESSI SVOKÖLLUÐU MYNTKÖRFULÁN OG ÖNNUR GENGISTRYGGÐ LÁN ÁÐUR EN AÐ ÞESSI FYRIRTÆKI OG JAFNVEL BANKAR FARI Í GJALDÞROT! Kannski má það ekki út af einhverjum hræðsluáróðri einhverra en bara!! FRYSTA ALLT STRAX! OG ALÞINGI OKKAR ÍSLENDINGA FARIÐ ÞIÐ AÐ VINNA VINNUNA YKKAR SUMARIÐ ER EKKI BÚIÐ, ÞAÐ MÁ VINNA LENGUR EINS OG ALMÚGINN HEFUR GERT Í GEGNUM ALDIRNAR!!! SUMARFRÍ ÆTTI BARA AÐ VERA EINS OG HJÁ ALMÚGANUM EKKI 2-3 MÁNUÐIR Á ÁRI Á FULLUM LAUNUM OG NÆST EKKI Í MEIRIHLUTA ALÞINGISMANNA VEGNA SUMARLEYFA EF AÐ ÞARF AÐ RÆÐA MÁL SEM AÐ KOMA ÞEIM VIÐ ÞÁ ER VIÐKVÆÐIÐ ER Í FRÍI TALIÐ VIÐ MIG ÞEGAR ALÞINGI BYRJAR!! ÞETTA ER EKKI GOTT ÞETTA ERU MENN OG KONUR SEM AÐ FÓLKIÐ KAUS OG ÞAÐ ÆTTI ALLAVEGANA AÐ VERA HÆGT AÐ TALA VIÐ ÞÁ SEM AÐ FÓLKIÐ KAUS OG JÚ ÞESSIR ALÞINGISMENN ÞURFA SITT SUMARFRÍ EN EKKI ÞENNAN ÓSKAPA TÍMA SEM EKKI NÆST Í ÞÁ MEÐ ÞESSU VIÐKVÆÐI EINS OG AÐ OFAN GREINIR! NÚ OK BARA EIN ORLOFSLÖG FYRIR ALLA HVERNIG VÆRI ÞAÐ NÚ?  ÞÁ FÆRU ÞAU EFTIR ALDRI OG HVERSU SÁ AÐILI HEFUR VERIÐ LENGI Á VINNUMARKAÐINUM ÞANNIG AÐ ÞÁ VERÐUR ENGIN KERGJA, REIÐI OG ÖFUND! BENDI LÍKA Á Í ÞESSU TIVIKI LÍKA Á KENNARA ÞAR ER ÞAÐ SAMA UPPI Á TENINGUNUM FRÁBÆRT SUMARFRÍ OG NÆST EKKI Í ÞÁ: SUMARFRÍ!!

ÖRNINN


Veiðibjallan farin á kreik!

Jæja varð vitni að því rétt áðan að veiðibjalla lét sig flakka inn á milli trjáa til að ná sér í æti! Ég veit sem skotveiðimaður að það er farið að þrengja að fæðunni hjá þeim, vegna þess að offjölgun hefur átt sér stað bæði hjá veiðibjöllunni og sílamáfinum! Því miður í dag þá má víst ekki fækka þessum tegundum út af einhverjum umhverfisverndarsinnum, en þessir aumingjans umhverfisverndarsinnar gera sér ekki grein fyrir gangi náttúrunnar! Svo eftir 2-3 ár þá verða engvir skógarþrestir og tala nú ekki um allar hinar tegundirnar! Mikið vildi ég óska þess að þessir svokölluðu umhverfissinnar tækju þá að sér að fóðra þessa máva með öllum sínum óværum kannski salomonellu og ég veit ekki hvað! En í den þá gerði ríkið út á það að fækka vargfugli og gekk það vel að halda þessum stofnum niðri það er að segja veiðibjöllunni og sílamávinum og þá fækkaði salómonellusmiti um allt land! En í dag er þessu smiti farið að fjölga því miður og ég segi bara líka að minkum og refum hefur fjölgað óheyrilega vegna þess að það hefur ekkert verið gert til að farga og það er bannað (AÐ)( þessum fallegu dýrum, fuglum að sögn stækustu umhverfisverndarsinna sé ÚTRÝMT!) Nei held að þessir svokölluðu náttúruverndarsinnar ættu að læra um offjölgun stofna samanber að ofan og kynna sér náttúruleg afföll á öllu sem kvikt er í staðin að vera með einhverjar kenningar og hafa svo þar að auki kannski aldrei séð mink og eða tófu í náttúrulegu umhverfi með lambsskrokk og eða eitthvað annað í kjaftinum!

ÖRNINN


Já flott!

Frábært!! Hvernig væri nú að yfirmaður fangelsismála á Íslandi hefði nú samband við Angelu Merkel kanslara Þýskalands til að fá leigð fangelsisrými fyrir þá Íslendinga sem nauðsynlega þurfa að komast í vistun og búið er að kvarta yfir og ganga enn lausir! Nú þá væri hægt að koma einhverju af hvítflibbagenginu sem kom landinu á hausinn í GÆSLUVARÐHALD og láta þá svitna! Nú en með flutninginn nú fangarnir þyrftu að borga sjálfir með auknum dómi eða samfélagsþjónustu á Reynslulausn þangað til að væri búið að borga upp fargjald ásamt öllum þeim gjöldum sem hljótast út af dómum þar með taldar skaðabætur ofl! Er þetta óraunhæft? Já og Nei en er ekki viss um að það yrðu nein Lúxusfangelsi eins og á Litla Hrauni og fangarnir yrðu ekki hrifnir af því að missa lúxusinn sem að þeir ættu kannski von á Hrauninu!

 

ÖRNINN


mbl.is Fangar velkomnir til Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já hvað var ekki alvanalegt hjá honum blessuðum!

Aumingja Siggi þorir ekki heim! Nú þetta gellur á Íslandi enda engin furða! Ég hef ekki lesið þetta sem að Sigurður átti að hafa sagt á Dagens Industry en bágt á ég með að trúa að Svíarnir hafi tekið hans orð trúanleg frekar en aðrir! En maður veit aldrei það eru sumir sem að taka suma trúanlega enda er svo komið að blessaður maðurinn er hundeltur af Interpol með rauðan stimpil! Nei ég held að blessaður maðurinn ætti bara að hunskast heim og gera hreint fyrir sínum dyrum, nú kannski þorir hann ekki heim út af einhverju brambolti með milljarðahundruðin sem að hurfu? Jæja hvað um það vonandi verður hann þá í járnum á almennu farrými á leiðinni heim þegar að hann verður handtekinn en að maðurinn skuli nú ekki hugsa um sína fjölskyldu þegar að hann vill ekki mæta í skýrslutökuna heldur að vera hundeltur! Þetta sýnir bara að ég segi innrætið: SKÍTT MEÐ ALLT OG ALLA OG Á JAFNT ÖRUGGLEGA ÞAÐ SAMA UM HANS FJöLSKYLDU miðað við hans viðbrögð!! En hvað um það þá eru tíðindin undanfarna daga slæm fyrir þessa menn og það versta að þurfa að horfa upp á sitt Skítlega eðli og geta sig ekki hreift út af Interpol, Europol og tala nú ekki um allar hinar löggæslustofnanirnar um víða veröld nú eru allir bankareikningar og allt sem að viðkemur þeim lokaðir og ekki ætla sumir að fara að betla! Nei ég veit að í London er búið að loka á þennan eftirlýsta og hrannast inn tilkynningar til NSY. (New Scotland Yard) og aðrar löggæslustofnanir í Bretlandi því ekki vilja þeir hafa svona bésa þar þó svo að hann sé í rannsókn þar!

Örninn


mbl.is Segir skilyrði sín vera alvanaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá honum!

Jæja virði þetta við Björgvin en ekki nóg að gert heldur á hann að segja af sér og einnig Líka þeir sem viðriðnir hafa verið óhófleg lán og eins líka þeir sem komu nálægt þessu bankahruni. Burtu með þetta fólk það ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér þingmennsku ekki ætla ég að halda þessum lánaburgeisum uppi með mínum sköttum því ekki hafa launin mín hækkað eftir Bankahrun! út með ykkur strax því þið hafið misst allt álit hjá Íslensku þjóðinni þið sem að voruð með í þessu gjaldþroti Íslands og þið með þessi lán og líka með þessi góðu laun sem alþingismenn. Almenningur líður ekki svona Svíðinga og er búinn að fá nóg og almenningur úti í hinum stóra heimi skilur Ekkert í því af hverju þetta fólk sé ennþá inni á alþingi skilur bara ekkert í því af hverju ekkert er gert við þetta fólk og eins þessar útrásar rottur sem vinguðust við marga á alþingi og fengu fyrirgreiðslu líka eða hvað? Nei nú er komið Nóg. Út af þingi STRAX.

Örninn


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEGATOLLAR!

Nú held ég að ríkisstjórnin sé alveg að verða band brjáluð! Við eigum ekki að borga neina helvítis vegatolla því það er búið að taka af okkur með helvítis bensínhækkunum gjöld til vegamála í gegnum áratugina! Í hvaða helvítis peningahýt fóru þeir peningar fóru þeir kannski til að framfleyta einhverjum sérverkefnum vissra stjórnmálaflokka á árum áður. Ég sem almennur lí8feyriseigandi vill ekki sjá á eftir einni einustu krónu í þetta helvítis kjaftæði því Lífeyriseigendur ráða yfir sínum lífeyri en ekki einhverjir bgurgeisar í stjórnum lífeyrissjóðanna. Hvernig væri að stjórnendur lífeyrissjóðanna Spyrðu sína félagsmenn sem hafa lagt alla milljarðahubndruðin inn í lífeyrissjóðina og Halda kosningar um málefni okkar Lífeyrisþega. Nei kosningar við öllum ákvörðunum Lífeyrissjóðanna því það eiga ekki einhverjir burgeisar með yfir milljón á mánuði í laun í stjórnum þeirra að taka mikilvægar ákvarðanir heldur Lífeyrisþegar og eigendur peninganna í Lífeyrissjóðunum. Þannig að látið fólkið ráða þessu annars er þetta miðað við undanfarin á í peningaeyðslunni hjá Lífeyrissjóðunum upp á tap á fleyri hundruðum milljarða út af einhverjum örfáum tittum sem stjórna þar! Hunskist til að leifa lífeyrisþegum að taka ákvarðanir en ekki þi8ð einir. Vill óska þess að allir lífeyrisþegar LÁTI HEYRA Í SÉR ÚT AF ÞESSU MÁLI.

ÖRNINN


Borgaraleg handtaka!

Nú þurfa Íslendingar að gera það sem að Írarnir gera taka þessa Spillingargaura höndum en eins og sagt er þá eru ekki til fangelsi! Nú þá má bara gera eitt eins og ég hef bent á í bloggi áður að fá eitthvert stórt húsnæði og setja inn grindur sem að aðskilja stráka og stelpur með aðgangi að salernum og hafa svo menn með alvæpni til að enginn sleppi út! Nú það þarf enga milljarða til þess bara að tala við Dönsku Lögregluna og nota þau úrræði sem að þeir notuðu með góðum árangri, því ekki á skammtímavistun 10-25 klukkutímar að vera neinn lúxus en samt þá má hugsa sér á Litla Hrauni sem að er LÚXUSFANGELSI fyrir dæmda afbrotamenn með aðgang að Interneti og ég veit ekki hverju! Nú ef að þetta er Fangakerfið hérna á Íslandi þá þarf að breyta því, nú eiga glæpamenn að hafa betri aðgang að Inteneti en fjölskylda sem að ekkert hefur gert af sér og fær ekki einu sinni hjálp frá hinu opinbera? Ja núna vona ég bara að Íslendingar rísi upp og fari að handtaka spillingarforkólfana borgaralegri handtöku og koma þeim inn í fangelsi með kæru því það verður allt vitlaust, en við höfum leyfi til að gera þetta og Lögreglan þarf að Bóka Allar KÆRUR!! Svo fremi að sá sem kærir leggi fram fullgild skilríki með mynd og skrifi undir en því miður er kærudeildin ekki opin nema á milli 09-16. út af sparnaði! Þökk sé BB og hans kollegum!

Örninn


Upp með veskið og verslið meira segir Jóhanna á Stöð 2.

Jæja nú á ég ekki til eitt einasta aukatekið orð! Hvernig í andskotanum á almenningur að versla meira þegar að almenningur hefur varla á milli hnífs og skeiðar! Ekki er almennur verkamaður með milljón á mánuði svo að þessi orð eru ekki til að hleypa góðu í landsmenn! Það væri nær að þessi ríkisstjórn myndi þá gera eitthvað fyrir almenning til að hann gæti verslað meira td. hækkað launin um 50 prósent því gegndarlausar hækkanir eftir þetta glæpsamlega hrun sem að einhverjir svikahrappar komu á það eru um 50 prósent eða meira svei mér þá það þýðir ekkert að vera að básúna um kaupmátt það er ekki tekið tillit til lægstu og meðallauna heldur hlýtur að vera tekið tillit til launa yfir 500 þúsundum, nú almenningur með allt sitt að borga hefur eins og ég sagði að ofan varla og jafnvel ekki á milli hnífs og skeiðar! Svo svona orð Jóhönnu eiga bara rétt á sér fyrir þá ríku ekki almenning ekki kaupir almenningur nautalundir og dýra fæðu sem að kílóverð er yfir 2000 krónur heldur kaupir fólkið það sem ódýrt er og þar kemur Bónus sterkt inn því vöruverðið þar hefur sko bjargað mörgum fjölskyldunum frá hungri!!! Þannig að þetta er ekki gott Jóhanna með sína tæpa milljón á mánuði! Farðu Jóhanna að gera eitthvað róttækt til að hjálpa kaupmættinum hjá þeim lægstlaunuðu annars verður allt KOLVITLAUST.

ÖRNINN


Hvar tekur þetta enda?

Jæja nú hækkaði bensínverðið um 4 krónur og er komið í rúmlega 208 kr líterinn af bensíni í sjálfsafgreiðslu. Hvernig geta þessir olíugreifar gert þetta svona Gömlu birgðirnar eru ekki búnar það þýðir ekkert að halda öðru fram! Nú held ég að olíugreifarnir séu að hækka sínar álögur eins og síðast og ég fer fram á það að Ríkisstjórnin láti kanna þessa olíugreifa því þetta er ekki eðlilegt með þessar gegndarlausu hækkanir það verður flott þá og þegar að þessir olíugreifar þurfa að lækka all hressilega niður verðið þegar að krónan styrkist en annars þá er almenningur orðinn verulega reitt út af þessum hækkunum olíugreifanna og skrýtið einn stjórnmálaleiðtogi á hlut í N1. Því ekki fær ALMENNINGUR NEINAR LAUNAHÆKKANIR ÞAR ER ALLT FROSIÐ ER ÞÁ EKKI HÆGT AÐ FRYSTA ÞESSA OLÍUGREIFAHÆKKANIR? BARA SPYR OG HVAÐ ÆTLAR ASÍ AÐ GERA TIL AÐ SPORNA GEGN GEGNDARLAUSUM HÆKKUNUM. EKKI NEITT ÞETTA ERU DAUÐ SAMTÖK ÞVI MIÐUR MEÐ SÍNA HÁTT LAUNUÐU AÐALMENN SEM KEMUR ALMENNUR LAUNÞEGI EKKERT VIÐ!!

En taka á þessu og rannsaka þessar gengdarlausu hækkanir strax!

ÖRNINN


ÆÆ jæja grátkórinn kominn upp með skemmdarverkastarfsemi!

Núna eru einhverjar manneskjur að halda hinu og þessu fram og kalla hitt og þetta skemmdarverkastarfsemi! Er ekki málfrelsi á Íslandi? Nú fjölmiðlalögin voru ekki samþykkt á sínum tíma og grátkórinn fór í fýlu og hvað gerðist? Nú hvað gerði ástandið hér á Íslandi svona ískyggilegt eins og það er í dag? Nú grátkórinn sem að básúnar núna um þessa tiltekna skemmdarverkastarfsemi ætti nú bara að líta sér nær og fara að hugsa um að reyna að snúa sér að því að byggja upp sem að hrundi en það má kannski ekki bara til að einhverjir útvaldir græði sem MEST Á LÉLEGU GENGI gjaldmiðils okkar þar sem að ýmsir menn gerðu í því að koma gengi Íslensku krónunna niður til þess að sumir græddu meira! Nei hingað og ekki lengra það er komið nóg af spillingunni sem hefur viðgengist í marga áratugi og kominn tími til að þessir burgeisar fari nú að borga til baka eitthvað af sínum auðæfum þangað til og ef að þeim verður stungið í steininn. En því miður að þá er ekki til fangelsi vegna óráðssíu og drauma eins manns þá var fangelsið ekki byggt. Nú peningarnir fóru í allt annað skrýtið? Nei en þetta á víst að vera óopinbert? leyndarmál grátkórsins. En grunnurinn af fangelsinu var seldur og fóru bara í hítina og ekkert gert í þeim málum lengur! Allavegana ekki eftir alla  vitleysuna og darraðardansinn í borgarstjórn þar sem að þeir haga seglum eftir vindi og koma öðrum frá svo að það sé hægt að sitja á rass.... og hirða launin. Það mætti kannski byrja að spara þar og selja bílana sem að eru undir rass...... á fólkinu í borgarstjórn því það er ekkert smáræðis veldi á fólkinu þar! Nú ekki fær almenningur bílastyrk og eða eldsneytið frítt almenningur þarf að nota sinn einkabíl með tilheyrandi kostnaði, og af hverju geta þessar manneskjur ekki notað sína bíla til að ferðast á milli? Nú það eru sum fyrirtæki sem borga kílómetragjald má þá ekki gera það sama hjá borginni og tala nú ekki um Ríkisstjórnina! Það er ekki hemja að vera að kaupa bíla upp á jafnvel annan tug milljóna fyrir einn ráðherra og líka með einkabílstjóra! Nei þarna væri kannski hægt að spara nokkur hundruð milljóna á ári og þá er bara að herða sultarólina hjá Ríki og Borg! Almenningur hefur því miður þurft að herða hana allhressilega eftir hrunið en ekki sér maður hrun hjá Ríki og Borg! Þar er ekki sparnaðurinn nema þar sem sýst skyldi!

Örninn

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband