Hækkanir á hækkanir ofan!

Jæja þá fær nú almenningur skellinn frá ríkisstjórninni samanber fréttir í Rúv kl 18,00. Þá ætti Ríkisstjórnin að hunskast til þess að Frysta allt vöruverð strax því allar þessar gegndarlausu hækkanir allt frá bankahruninu hafa nú skilað milljörðum til þeirra sem grætt hafa en engu nema eyðslu á þessum örfáu krónum sem að almenningur fær í laun til að kaupa brýnustu nauðsynjar til að lifa af.  Ég hef bloggað um að frysta vöruverð en það hefur ekkert verið gert og á meðan bláa höndin var við völd þá hefur örugglega ekki mátt minnast á það vegna flokksgæðinganna sem reka hin og þessi fyrirtæki sem flytja inn matvæli og ótalmargt annað! Nei nú er komið nóg og verkalýðsforkólfarnir sleikja sig bara upp við þessa ríkisstjórn nú ekki eru verkalýðsforkólfarnir búnir að lækka launin sín!!! Og við almenningur tökum ekkert annað í mál að fá hækkunina á launin okkar strax sem að verkalýðsforkólfarnir samþykktu að fresta án þess að spyrja sína félagsmenn. Takið til höndunum og hreyfið rassgatið upp af stólunum og mótmælið þessu verkalýðsforkólfar annars verður allt vitlaust í þjóðfélaginu og hækkunina okkar strax. Nóg er komið og eins setjið Hátekjuskattinn á nú þegar þá mætti kannski lækka þessar hækkanir en það má kannski ekki minnast á það að setja hátekjuskattinn á strax því að ég held að Íhaldið sé ennþá með puttana í öllu með öllum sínum kjaftagangi á Alþingi og utan þess. Það má víst ekki hrófla við íhaldinu. Nú sjáið hvað blessað íhaldið gerði í Reykjavík hækka leikskólagjöld! Það var vitað hvað íhaldið ætlaði sér með að komast aftur í Borgarstjórn enda hefur það verið þeirra stefna að hækka á almenning en ekki hrófla við vinum sínum. Sjáið bara bruðlið í íhaldinu og spillinguna sem hefur komið upp á yfirborðið undanfarna mánuði!

Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 9999

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 143
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband