9.8.2008 | 04:37
Eldsneytiskostnaðurinn
Það skal nú segjast að ekki hef ég sem einstæður faðir með tvö börn efni á ferðalagi langt út fyrir Reykjavík. Þar kemur bensín og olíukostnaður inn í! En þar sem að olíufurstarnir með sínar yfirlýsingar um að þetta sé bara ríkinu að kenna þá ættu þessir olíuforkólfar að minnka sumarbústaðina ásamt öðrum milljónamæringunum(milljarða) sem að þessi ríkisstjórn hefur fært á silfurfati og þessir sem að fengu silfurfatið eru heilagir gagnvart sköttum og skildum og borga kannski engann skatt nema bara 10% fjármagnstekjuskatt það er af hundrað milljónum þurfa þessir ríku bara að borga 10 milljónir, en ef að ég almenningur ætti 100 milljónir þá þyrfti ég að borga 37 milljónir. Nú þessir aulabárðar sem að fólkið kaus yfir sig marg oft bara til að missa ekki af tekjunum og réttindunum þið ættuð að hugsa ykkur um hvers vegna má almúginn ekki hafa skárri laun og af hverju þarf þetta ríka fólk að fá meira í kauphækkun samkvæmt prósentum! Sorry þetta er bara það sem að Kjaradómur(Kjararáð skammtar þeim) en það ætti að setja almúgann í Kjararáð til að úthluta launum og líka til að kaupa bankana aftur vegna þess að þá var stöðugleiki en ekki rugl eins og er í dag milljarðagróði hjá bönkunum á kostnað almennings og hver græðir með hærri sköttum á almenning og þá bankarnir með verðtryggð lán! En þeir sem að græddu mest voru þeir sem að voru í stjórninni á þeim tíma og þeirra vinir og vandamenn samanber fiskveiðikvótinn! Nú það má ekki viðurkenna að fiskveiðikvótinn er á fárra höndum og hverjir áttu peninga til að kaupa upp togara og alla smábáta á Íslandi og lögðu mörg Sjávarútvegsþorp svo til á hausinn! Þeir sem að stóðu uppi eftir þessi ósköp það var Fólkið vegna þess að ég veit ekki betur en að Seðlabankastjóri Davíð Oddson hafi sagt að það ætti bara að flytja Þetta fólk í eina stóra blokk í Reykjavík eftir að kvótinn var farinn og fólkið hafði varla neina atvinnu. Þá var Davíð að meina Suðureyri vegna jarðgangnaframkvæmda! En líka Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð í kosningunum eftir þetta á Vestfjörðum, en Íslendingar eru þrautseigir samanber Vestfirðinga enda flestir komnir af hörkuduglegu fólki sem að fæddist ekki með gull eða silfurskeið í Munni! Held að það ætti að skilda þessa blessaða menn í sögukennslu og auðvaldsinnarnir sem að tóku við af Dönum í gamla daga og hafa alist upp við að græða á okkur molbúunum vegna þess að við Íslendingar trúum öllum þessum áratuga kosninga loforðum sem að hafa ekki verið efnd nema að 25% undanfarin 40 ár! Hvað varð um hin 75% Nú ykkur Íslendingum er svo skítsama um allt og alla svo fremi að ég hafi mín laun og að taka ákvörðun! Ég held bara að það þyrfti að hrista allhressilega upp í ykkar heilabúi og láta af þessari einstaklingshyggju, það eru til aðrir í þessu þjóðfélagi heldur en þessir ríkustu en hvar er Fátæktin sem að má víst ekki tala um opinberlega, vegna þess að samkvæmt einum okkar ráðherra(ekki Jóhanna) þá er engin fátækt og ég man ekki betur en að seðlabankastjóri Davíð Oddson hefði sagt þetta sama á sínum tíma áður en að hann varð óvænt Seðlabankastjóri! Nú þurfa sprenglærðir sagnfræðingar á launum hjá Ríkisstjórninni og Seðlabankanum að fara að kanna skjölin og allar ræður líka til að kanna og vera viðbúnir þegar að kröfur koma um skjöl sem að eru ekki Ríkisleyndarmál, en mikið grunar mig að 95% af þessum skjölum séu titluð RÍKISLEYNDARMÁl. Og birta þau opinberlega ef að almenningur krefst þess!!!!
En hvað um það ef að það gerist ekki þá er verið að fela eitthvað fyrir alþýðunni ekki satt?
Örninn
Um 20 þúsund manns á fiskisúpukvöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 11716
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.