Enn ein þjóðarsáttin framundan!

Já mikið mátti almenningur taka á sig í þjóðarsáttinni síðustu að mig minnir í kringum 1990. Nú almennur launþegi þurfti að taka á sig miklar fórnir til að það héldist nú stöðugleiki í ríkinu! En því miður þá var það svo að máttarstólpar þjóðfélagsins þá stórgræddu á meðan að almenningi blæddi. Nú yfirgengilegar launahækkanir hjá toppum ríkisstjórnarinnar og allra burgeisanna á þeim tíma, en ósköp var það nú lítið brotabrot sem að almenningur fékk í launahækkanir. En nú er verið að tala um aðra þjóðarsátt, ég persónulega tek ekki aftur þátt í svoleiðis vitleysu nema að almenningi verði tryggð almennileg launahækkun til að mæta öllum þessum prósentum sem að toppar þessa lands hafa fengið á undanförnum árum! Og núna geysast samtök atvinnulífsins fram með það að það verði engar aðrar launahækkanir nema eftir samningumum áramótin næstu!  Hvað halda þessir menn að við almenningur séum, þeir geta trútt um talað þessir menn með milljón og meira í laun á mánuði láta þessa andskota lifa á 150000 á mánuði og sjá svo til!!! Nú ég hef bent á það í sambandi við kosningar til alþingis nokkrum sinnum og sent bréf til Morgunblaðsins, en ekki hef ég nú séð það birt ennþá og eru þrjár alþingiskosningar liðnar. Þar benti ég alþjóð á að launin hjá toppum þessara sem að stjórna þjóðinni myndu hækka allverulega á kosningadaginn og hvað kom ekki í ljós samanber Kjaradómur nú Kjararáð gerði. Tilkynnti launahækkanirnar á kosningadaginn. Þannig að nú þyrfti að frysta allar launahækkanir hjá þessum mönnum og láta þá finna fyrir því. Nú það væri gaman að sjá þessa toppa lifa af 150000 á mánuði og hvað ætli að þessir menn og konum myndu gera? En það má líka taka í rassgatið á olíufélögunum þar er nú samráðið ennþá við líði þannig að Frysta þessi félög með verðhækkanir það er ekki hægt að láta þessa kauða hjá olíufélögunum valta yfir okkur og okkar háttvirta (ó) Ríkisstjórn gerir ekkert eða þorir ekkert að gera vegna þess að það eru því miður margir eigendur og stjórnendur sem að eru í ákveðnum stjórnmálaflokk og það má ekki styggja flokksgæðingana!

Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband