21.9.2007 | 09:01
Tannlæknaverð leyndarmál?
Mikið lýst mér vel á það að TR sé að kanna möguleikana á að birta verð hjá tannlæknum. Það er alveg rosalegt hversu dýrt er að fara til tannlæknis í dag enda sést það best á því að tannheilsu barna og unglinga hefur hrakað vegna þess að almenningur hefur varla ráð á að senda þau til tannlæknis, vegna hversu dýrt það er. Ég á 2 stráka 7 og 9 ára og það hefur kostað mikinn pening að fara með þá þegar þurft hefur til tannlæknis, sé svo sem ekkert eftir því, en ég veit um margar fjölskyldur sem að hafa hreinlega ekki efni á því að senda börnin til tannlæknis með tilheyrandi tannskemmdum. Láta eitthvað annað mæta forgangi. Ég man eftir því að það var ekki svo dýrt að fara til tannlæknis enda sást það á þeim tíma en svo hækkaði allt upp úr öllu valdi og þá var ekki aftur snúið tannheilsunni hrakaði með tilheyrandi tannpínu og vanlíðan. Las það í Blaðinu í morgun að formaður Tannlæknafélagsins sagði að þetta raskaði samkeppnisumhverfi. Nú ég hélt að það væri af hinu góða að hafa samkeppni hjá þessum tannlæknum, kannski eru samræmdar verðskrár ég held að Samkeppnisyfirvöld ættu að kanna þetta líka eins og eins allt hitt sem að þeir hafa verið að gera undanfarið. En ég hef grun um að það sé líka verðsamráð hjá þeim eins og hjá stóru olíufélögunum hér um árið. En eins og að Lögfræðingur Persónuverndar, Þórður Sveinsson bendir á þá eigi ekki að leyna upplýsingum um verð fyrir ákveðna þjónustu. Ég persónulega man ekki eftir að hafa séð auglýsta verðskrá hjá tannlæknum í blöðum , kannski lesendur geti bent mér á hvar sú verðskrá sé.
Örninn
TR íhugar að birta gjaldskrá tannlækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Sjöunda gosið á Sundhnúkagígaröðinni
- Mjög alvarlegt ef Njarðvíkuræð gefur sig
- Beint: Landsvirkjun fjallar um raforkuöryggi
- Sýndu enn og aftur hversu megnugir þeir eru
- Úlfar: Heppileg tímasetning á gosinu
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
Athugasemdir
Það væri nú flott að fá verðskrá og sjá hverjir eru mestu okrararnir svo hægt væri að forðast þá.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 09:37
Það var akkúrat það sem að ég vill fá að sjá með þessum verðskrám
Örninn
Örn Ingólfsson, 21.9.2007 kl. 09:39
Hæ Örninn minn, jú veistu ég er sammála þér í þessu. Það er nátturulega ekki hægt að hlutirnir fái bara að vera í hvaða formi sem er í svona litlu landi.
Bestu kveðjur
Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.