20.9.2007 | 12:10
Er þetta kannski einn anginn af hvítflibbasmygli?
Til hamingju Löggæsluyfirvöld þetta er alveg frábært. Þið eruð hetjur og þarna kemur berlega í ljós kunnátta og samvinna þessara stofnana. Eins og að ég benti á á blogginu mínu um Hvítflibbasmygl þá held ég að þetta sé eitt af því og það er kominn tími til að ná loksins í höfuðpaurana vona að þeir náist núna. Það var alveg rétt sem að Haraldur Johannessen sagði að það þyrfti að efla gæsluna betur í kringum hafnirnar á Íslandi ég er sjálfur Hafnargæslumaður (Port Security) og þar er eftilitið mikið á þeim höfnum sem að eru og hægt að loka þegar að skip koma til hafnar, það er að segja skemmtiferðarskip ofl. En aftur til hamingju, haldið þessu áfram og það mætti svo sem árétta það að setja meiri peninga í löggæsluna og taka harðar á þessum glæpamönnum sem að stunda innflutning og sölu á þessum ófögnuði dæma þessa menn í hámarksfangelsi engin miskunn hjá Magnúsi lengur og ekki sleppa þeim úr gæsluvarðhaldi heldur að láta þá dúsa inni þangað til að þeir eru búnir að afplána dóminn.
Örninn
Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Amen.
Maður er búinn að bíða eftir því að þeir geri eitthvað af þessu tagi. Hingað til hefur það verið lítið annað en neysluskammtar og "götusöluskamtar". Meira svona, henda þessum mafíum úr landi.
Einar (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 12:27
Furðulegt að fólk trúi því að þetta skili árangri... þetta er bara dropi í
hafinu.
"Tugir kílóa"... úúú á ég að skjálfa? Ég veit ekki betur en að ríkið sjálft
sé að flytja inn fíkniefni í tonnatali. Þessi barátta er sorgleg að öllu
leiti, hversu lengi ætlum við að herma eftir fíkniefnastríði kanans? Hvenær
ætlum við að hætta að mismuna fólki vegna neyslu og lífstíls?
Geiri (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.