Löggæslan, Heilbrigðismál ofl

Sem betur fer þá var komið í veg fyrir áætluð hryðjuverk, og má Lögreglan hafa þökk fyrir að hafa komist á snoðir um þá áætlun.

Þá er spurningin um fjármagn til að efla Löggæsluna, sem kostar peninga sem ekki virðast liggja á lausu nema í einhverjum leyniskúffum ráðuneytis Fjármála, sem getur prentað peninga í ýmislegt? En það sem hefur verið í umræðunni að fækka í Löggæslunni, þá held ég að ráðherra fjármála ætti að endurskoða fjármálaáætlunina til að ná inn fjármagni þá meina ég ekki frá almenningi sem er skattpíndur í topp, heldur að ná inn arði af AUÐLYNDINNI okkar allra með hækkun veiðigjalda, hækka skatta á fjármagnstekjur og arðgreiðslur banka og einstaklinga sem eru með í laun yfir 1.5 milljónir í tekjur á mánuði! Það væri gaman að fjármálaráðherra útskýrði fyrir alþjóð hversu mikið af skatttekjum almennings síðan 2013 hafa farið í að borga upp skuldir ríkissjóðs gagnvart Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna (LSR) því þær voru rosalegar og vonandi lækkað eitthvað? En þá er það heilbrigði Íslendinga, sem kostar peninga, en það er óþarfi að skera niður þjónustu sem er í lamasessi út af fjársvelti!! Af hverju? Jú það kemur ekki nóg í ríkiskassann til að standa undir heilbrigðiskerfinu! Af hverju ekki? Góð spurning, en þá kemur ein hugmynd að þjóðnýta allar aflaheimildir af sjávarafurðum og ef að þeir sem hafa grætt á þjóðareigninni í áratugi verða brjálaðir þá geta þeir bara hypjað sig til Namibíu! Og þá kemur að eldsneytisverði þá kostar bensínlíterinn í Svíþjóð 235 krónur Íslenskar í sjálfsafgreiðslu og 245 á þjónustustöðvum og fer lækkandi, sá um daginn þegar að ég var úti í Svíþjóð að það voru hækkanir og lækkanir um einhverja aura daglega! Nóg komið af skrifum núna :) :)

Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 9862

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband