24.7.2021 | 12:26
Landamærin voru galopnuð!
Jæja nú er almenningur farinn að finna fyrir afleiðingum græðgisvæðingarinnar og sparnaðar í heilbrigðisþjónustunni!Ekki veit ég hvaða hagsmunaöfl sem hafa hagsmuna að gæta þrýstu á ríkisstjórnina til að aflétta skimunum gegn Covid 19 og Delta afbrigðinu á Landamærum? En það er skömm þeirra sem ákváðu þetta og það hefði mátt nýta auðlindagjaldið með 10% af stærstu útgerðunum í að efla sóttvarnir á Landamærum! Og þá má taka til í ranni Alþingis og breyta lögum, þannig að þingmenn og ráðherrar séu ekki á fullum launum á meðan að á þinghléi stendur. Það er ekki eðlilegt að almenningur hafi sína örfáu daga í sumarleyfi sem fer eftir starfsaldri og geta varla leyft sér eitt né neitt því orlofsuppbótin hjá almenningi er skattlögð upp í topp! Og kaupmáttur almennings miðað við tekjur er ekki sá sami og hjá blessuðum þingmönnum og ráðherrum sem því miður í skoðanakönnunum þá er kaupmáttur almennings rosalega góður samkvæmt pöntuðum skoðanakönnunum! En allavegana þá má þakka Þórólfi Sóttvarnalækni og hans félögum fyrir frábært starf og ég vildi óska þess að öll minnisblöðin hans til heilbrigðisráherra yrðu gerð opinber fyrir kosningar, mig grunar eins og svo mörgum Íslendingum að það sé verið að vernda vildarvini því miður og það hefur kostað og mun kosta Íslendinga mikið allar lántökurnar hjá ýmsum bönkum erlendis og að hlutdeildarlánin svokölluðu fáum við kannski 10% til baka því það eru ekki til fyrirtæki til að borga restina ný kennitala!!
Örninn
![]() |
95 smit greindust innanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Heilbrigðismál, Mannréttindi | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 12165
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"ég vildi óska þess að öll minnisblöðin hans til heilbrigðisráherra yrðu gerð opinber fyrir kosningar"
Það virðist hafa farið framhjá þér að öll minnisbloð Þórólfs til ráðherra um sóttvarnir hafa verið birt opinberlega.
Þú getir fundið þau á vef stjórnarráðsins.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2021 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.