Björgunarsveitirnar okkar!!

Nú er ég búinn að vera björgunarsveitaramaður í mörg ár en er kominn á eftirlaun eða þannig sko. En las í Fréttablaðinu um daginn góða grein um að Ferðamenn borgi fyrir björgun! Þar tjáði sig formaður okkar Smári um okkar aðstæður og fjölskyldur okkar! Þetta er sjálfboðavinna og eins og ég hef sagt áður að velvilji vinnuveitenda skiptir höfuðmáli að hafa manneskju innan okkar raða jafnvel á útkallsvakt og sem betur fer þá hefur þessi hugsjón hjá okkar björgunarsveitafólki smitað út frá sér hjá mörgum atvinnurekendum!! En betur má ef duga skal því eins og hefur komið fram í mörg ár og Smári formaður Landsbjargar bendir réttilega á það er löngu komið að þolmörkum hjá Björgunarsveitafólki á Íslandi! Því eins og ég veit að og segi það er níðst á fólkinu okkar til að bjarga einhverjum og við Björgunarsveitafólk fáum engar þakkir frá yfirvaldinu en frá þeim sem við björgum það er æðisleg tilfinning sem ekki er hægt að lýsa fyrir einhverjum skrifstofublókum sem hafa ekki hugmynd um hvað björgun er hvort sem er á sjó eða landi! Nú þegar að ég byrjaði í okkar frábæra starfi þá þurfti maður að fjármagna allan sinn búnað sjálfur og gat svo kríað einhverjar krónur (BETL)til að kaupa eitthvað annað en það gat tekið 2-3 ár að hafa fullan búnað! En allavegana þá er það skrítið að ríkisstjórnir sem hafa verið undanfarna áratugi hafa ekki getað séð sóma sinn í því að setja smá fjárhæð í málefni leitar og björgunar (SAR) en geta samt spreðað milljörðum í niðurfellingu skulda hinna og þessa! Skrýtið? Nei þessir sem hafa ráðið ríkjum undanfarna áratugi ganga að okkur Björgunarsveitafólkinu sem  vísu og traðka á okkur því miður! Nú ef að eitthvað gjald yrði innheimt fyrir björgun segjum 10000 þá verða eftir kannski 1850 krónur þegar að ríkishýtin er búin að taka sitt og þá á eftir að borga eitthvað annað!! Kannski 600 krónur þegar upp er staðið því það vantar alltaf í hýtina meira til að spreða!!

Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 10010

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband