Ofbeldi!

Já þetta var hroðalegur verknaður og vonandi kemst fórnarlambið til góðrar heilsu. En því miður þá eru hrottar sem hafa stundað ýmisskonar ofbeldisverk lausir vegna að ég ásamt fleirum höldum út af hræðslu dómara gagnvart hrottunum að dómarar bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti séu hræddir við að dæma þessa hrotta í fangelsi! Nú það geta verið ástæður fyrir því beinar og óbeinar hótanir hrottanna gagnvart yfirvaldinu og þá líka sérstaklega gagnvart Lögregluþjónu sem þurfa að lenda í þessum hrottum og er þá ekki kominn tími fyrir tilvonandi nýjan dómsmálaráðherra að þyngja refsingar? Nú er ég nú ekki svo lögfróður en samt hefur mér fundist anzi léttvægir dómar yfir svona hrottum í gegnum árin það liggur við að þeim sé klappað á öxlina og sagt að gera þetta ekki aftur allavegana er það mín og fleyri tilfinning því búðarþjófur fær jafnvel þyngri dóm? En ég held að það sé kominn tími til að fara að taka dómsmálin í gegn og þá líka að athuga með alla erlendu brotamennina hvert að það væri nú ekki ráð að fara að senda þá heim til sín í afplánun eftir dóm því nógur er biðlisti eftir afplánun íslenskra brotamanna. Og ég segi þetta um erlendu brotamennina því það virðist vera eftirsókn hjá þeim að vera á Hótel Litlahrauni í lúxusfangelsinu með allt en kannski í heimalandinu er ekkert svoleiðis því að kannski er fangavistin gerð til að refsa en ekki lúxus þar með talið internet, sjónvarp ofl! Það væri gaman að vita hversu margir erlendir ríkisborgarar hafa gist Litla Hraun undanfarin 10 ár og hvað uppihald hefur kostað þar með talinn túlkakostnaður ásamt fleyru! En ég veit ekki hvernig samningar eru á milli landa um framsal brotamanna! Við Íslendingar  höfum alveg nóg með okkar afbrotamenn! Og kannski styttist biðtíminn eftir afplánun því það er ekki eðlilegt að manneskja sem hefur snúið af villu síns vegar að manneskjan sé boðuð í afplánun kannski þremur árum seinna manneskjan komin með börn og buru!

Örninn


mbl.is Búið að handtaka tvo árásarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 10015

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband