Færsluflokkur: Fjármál
30.4.2022 | 03:54
Eldsneytisverð
Jæja kæru Íslendingar. Nú hef ég tekið eftir 8 króna hækkun á eldsneyti undanfarna daga hjá öllum olíufélögunum! Og þess ber að gæta að þessar byrgðir voru keyptar og afhentar fyrir rúmum mánuði síðan! Nema að það hafi komið eldsneytisflugvélar með 8900 tonn síðasta mánuðinn!! En því miður þá er víst ekki hægt að hrófla við verðhækkunum á eldsneyti vegna fjölskyldutengsla margra innan ríkisstjórnarinnar sem hafa dulin eignarhaldstengs í kaupum á ýmsum aðdráttum! Og því miður vill einn alls ekki að ríkið tapi neinu, en samt 35 miljarðar gefins til? Þannig að ég held bara að sá sem ræður fjármálum ætti að sjá sóma sinn í því að setja stopp á ofurgróða olíufélaganna og kannski þjóðnýta arðinn til hagsmuna fyrir alþjóð. En það má ekki því miður þá verða Íslenskur alenningur ríkari en BB mafían og allt sem er í kringum hann! Þvílíkur hroki sem ég sá á fundinum, er þá ekki gott að láta þennan skratta standa skil á undirskriftun í Sjóvá skjölunum sem hafa farið leynt og ekki mátt minnast á í sambandi við Pabba? Nei BB er ekki heilagur og að Kata litla ásamt Sigga Vegatolli skuli sytja áfram er hneyksli! Margir norrænir ráðherra hafa sagt af sér fyrir miklu minna, en Vellygni Bjarni segist ekkert hafa gert og er frjáls með stuðningi Kötu litlu og Sigga vegatolls! Það er komin tími til að Katrín axli ábyrgð og slýti þessu ástarsambandi við BB enda hefur hún ekki spurt sína félaga innan VG hvernig það fór eftir síðustu kosningar þar sem að hún sveik marga af sínum kjósendum! Og til að botna þetta þá þufa Íslendingar ekki að borga eina einustu krónu í Vegatolla, því Íslendingar eru löngu búnir að borga malbikun allan hringinn í kringum Ísland og líka vegaslóða að Býlum! Þeir peningar sem hafa farið í hitt og þetta hjá ríkisstjórninni fóru ekki á rétta staði, heldur í bruðl á ýmsum sviðum! Fjölga í stjórnsýslunni, koma bitlingum að og tala nú ekki um pólítískt skipaða sendiherra ( konur ) sem hafa ekki hundsvit á hinu og þessu! En svona er póliTíkin á Íslandi og þetta vill fólk spillinguna áfram og almenningur mergsoginn svo Íslenska auðvaldsmafían græði meira!!
Örninn
Fjármál | Breytt s.d. kl. 03:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2022 | 22:37
Af hverju?
Hverjir eru að vernda þjóðina fyrir öllu þessu fári? Það eru sóttvarnayfirvöld, og Þórólfur hefur lagt fram ótal minnisblöð til ráherra síðan að þetta fár lagðist yfir okkur Íslendinga ofl! Og jú það eru skiptar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um sóttvarnareglur! Því miður innan ríkisstjórnarinnar þá eru hagsmunir annarra sem ráða ríkjum heldur en lýðheilsa! Þórólfur talaði um að fresta skólastarfi, en Katrín J vildi halda skólastarfinu óbreyttu! Nú eru skólabörn og foreldrar farnir að súpa seiðið af vanvitahætti og aumingjaskap ríkisstjórnarinnar, að hafa ekki hlustað á Þórólf ofl! Peningar skipta máli og þá er ágætt að herða róðurinn í tekjuöflun til ríkissjóða að skattleggja auðmenn eins og BB ofl og innheimta hundruðir milljarða frá kennitöluflakkara vinum ýmissa! Og líka hækka auðlyndagjaldið svo almenningur fái að njóta þess á elliárunum þá er ég að tala um unga fólkið í dag sem við því miður Íslendingar fáum ekkert af, bara arður til vildarvina!
Örninn
![]() |
Skólar loka ef ekki er hægt að halda úti mannskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2021 | 08:52
Hver á Mílu?
Er Míla ekki gamli Póstur og Sími sem heitir í dag Síminn sem að hundruð þúsunda Íslendinga(Mikill hluti kominn í Sumarlandið)borguðu til með sínum SKÖTTUM og gjöldum? Og ef að það á að fara að einkavinavæða Mílu þá væri frábært að fá nöfn á umboðsmönnum þess fyrirtækis á Íslandi!Nei kannski má ekki ljóstra upp neinu það gæti komið einhverjum í koll, en Íslendingar sem hafa borgað sitt vilja ekki að einhverjir fái sitt með græðgi, og það væri gaman að vita hversu marga milljónatugi+ Orri Hauksson fengi í sinn hlut ef að sölu verður! Það virðist vera að það sé EKKERT OPNBERT EFTIRLIT Í DAG MEÐ FJÁRGLÆFRUM ÞVÍ MIÐUR, VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ MÁ EKKI, ENDA EFTIRLITIÐ VAR Á VEGUM? ÞÁ!!
![]() |
Ardian kaupir Mílu af Símanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2021 | 23:27
Kosningar 2021
Þar sem að kosningar eru framundan og allir lofa öllu þá sé ég mér ekki annað fært en að hallmæla kosningaloforðum viss flokks sem gefið var árið 2013 með að lagfæra kjör aldraðra, öryrkja ofl! Nú er sá sem lofar hinu og þessu Landi tækifæranna, en er það tækifæri fyrir þá sem minna mega sín? Nei, því það er safnað undir rassgatið á vildarvinum,sem að almenningur þarf að borga fyrir! Svokallaðar skattalækkanir hafa gefist 100% til stóreignarmanna og fólks, tala nú ekki um ráðherra sem hyglir sínum flokksbræðrum með hitt og þetta í útgerð ofl. Þannig að ef að ný ríkisstjórn sem tekur við að taka upp nýju stjórnarskrána sem ALMENNINGUR kaus um strax, því þá mun sumum bregða! Og annað ekki veit ég um aðra flokka um ESB, en einn ætlaði að tengja krónuna við Evruna. En það þýðir ekki vegna þess að við þurfum að klára umsóknarferlið sem að einn vitleysingurinn fór með bréf til Brussel og sá hinn sami olli hundraða milljarða tjóni með einhverjum stuðningi við refsiaðgerðir, og endaði á Klausturbarnum með fataleysi! Þetta er ekki gleymt og það er eins gott að fólk fari að vakna af doðanum og hugsa sjálfstætt, ekki láta einhverja pólítíkusa lofa upp í ermina á sér og allt svikið samanber kosningarnar 2013-2019, lán tekin til að bjarga hverju? Seðlabankinn spilar með, og það væri gaman að vita hvenær eftirlitsmenn ÖSE koma til landsins til að fylgjast með kosningunum og að Kjörkassar séu rétt inniglaðir? Farið að hugsa kjósendur!
Örninn
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2021 | 12:26
Landamærin voru galopnuð!
Jæja nú er almenningur farinn að finna fyrir afleiðingum græðgisvæðingarinnar og sparnaðar í heilbrigðisþjónustunni!Ekki veit ég hvaða hagsmunaöfl sem hafa hagsmuna að gæta þrýstu á ríkisstjórnina til að aflétta skimunum gegn Covid 19 og Delta afbrigðinu á Landamærum? En það er skömm þeirra sem ákváðu þetta og það hefði mátt nýta auðlindagjaldið með 10% af stærstu útgerðunum í að efla sóttvarnir á Landamærum! Og þá má taka til í ranni Alþingis og breyta lögum, þannig að þingmenn og ráðherrar séu ekki á fullum launum á meðan að á þinghléi stendur. Það er ekki eðlilegt að almenningur hafi sína örfáu daga í sumarleyfi sem fer eftir starfsaldri og geta varla leyft sér eitt né neitt því orlofsuppbótin hjá almenningi er skattlögð upp í topp! Og kaupmáttur almennings miðað við tekjur er ekki sá sami og hjá blessuðum þingmönnum og ráðherrum sem því miður í skoðanakönnunum þá er kaupmáttur almennings rosalega góður samkvæmt pöntuðum skoðanakönnunum! En allavegana þá má þakka Þórólfi Sóttvarnalækni og hans félögum fyrir frábært starf og ég vildi óska þess að öll minnisblöðin hans til heilbrigðisráherra yrðu gerð opinber fyrir kosningar, mig grunar eins og svo mörgum Íslendingum að það sé verið að vernda vildarvini því miður og það hefur kostað og mun kosta Íslendinga mikið allar lántökurnar hjá ýmsum bönkum erlendis og að hlutdeildarlánin svokölluðu fáum við kannski 10% til baka því það eru ekki til fyrirtæki til að borga restina ný kennitala!!
Örninn
![]() |
95 smit greindust innanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2021 | 22:48
Kosningaloforð flokka gömul og ný svikin!
Jæja nú lýður að kosningum í haust! Og kosningaloforðin hjá Ríkisstjórnaflokkunum 90% svikin! En það sem er það versta er að það átti að taka á almannatryggingakerfinu og afnema krónu á móti krónuskerðingum hjá öldruðum og öryrkjum! Nei það er ekki búið að því ennþá og ekki búið að innleiða nýju STJÓRNARSKRÁNA sem almenningur kaus um! Það þarf ekkert endurskoðaða stjórnarskrá Katrínar! Auðlyndaákvæðið sem fólk kaus um á að standa!Það er ekki eðlilegt að byggð séu ný skip upp á hundruðir milljarða fyrir auðlyndagjaldið sem er of lágt og tala nú ekki um milljarðaarðgreiðslurnar upp á einhverja milljarða til eigenda og barna! Það þýðir ekkert fyrir Kötu að breyta því, vegna þess að Íslenskur almenningur hefur tapað milljörðum vegna gúnguskapar og sleikjuháttar Kötu gagnvart auðvaldinu og útgerðarköllum sem jafnvel hafa safnað upplýsingum um hana sjálfa! Og kannski þorir hún ekki að taka af skarið að slíta stjórnarsamstarfinu út af einhverju? Því það eru margir fyrrverandi Lögreglumenn sem hafa kunnáttu og vinna bak við tjöldin til að klekkja á fólki með hjálp peninga! Og mér kvíðir fyrir að verða aldraður, því að þegar að ég fæ greiddan lífeyri upp á 290 þúsund fyrir utan skatt, þá á ég kannski eftir 198 þúsund, og þá er Tryggingastofnun eftir, þannig að þegar að upp er staðið þá verða eftir 110 þúsund fyrir húsaleigu og nauðsynjum með skerðingum sem má ekki afnema!
Örninn
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2021 | 05:12
Milljarða bati í mjólkuriðnaði!
Ekki hefur almenningur fundið fyrir batanum nema með sífelldum hækkunum á öllum mjólkurvörum! Fyrst að batinn er svona mikill þá er kominn tími til að Ríkisstjórnin athugi hvar batinn er, og launavísitalan er ekki rétt því í 95% tilfella er ekki talað við almenning sem margir hverjir eiga varla bót fyrir rassgatið á sér! Það er ágætt að fá keyptar kannanir til að fegra hitt og þetta og hafa meðal laun uppundir eina milljón plús á mánuði en almennur launþegi samkvæmt könnunum hefur 600 þúsund á mánuði? Kannski hjá ríkinu hver veit?
Örninn
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2020 | 02:40
40 manns!
Hvað með þá sem hafa haft laun af almennum launþegum með hjálp!Þá er ég að tala um kennitölugflakk vildarvina fjármálaráðherra! Því þetta kennitöluflakk eftir hrun hefur kostað Íslenskan ALMENNING 135 MILLJARÐA og svo á að auka skatta um áramótin á ALMENNING með hjálp þess sama! Eruekki komnar nógar álögur á almenning, og það þýðir ekkert að tala um C-19! Því margir vildarvinir hafa stórgrætt á C-19 með allskonar styrkjum ofl með hótunum um að segja upp starfsfólki! Svo allt í einu þá er allt í einu hætt við að segja upp starfsfólki! Hvað er að Íslendingum ætlið þið ekki að vakna? Hugsið um lítilmagann sem á ekki bót fyrir rassgatið á sér og geta ekki kjamsað stórsteikur með útborgað innan við 20 þúsund á mánuði eftir skatta og gjöld! Alveg ágætt fyrir þingmenn og konur að safna í púkk fyrir þá sem minna mega sín sem hafa ekki fengið leiðréttingu!!
Örninn
![]() |
Yfir 40 grunaðir um aðild að peningaþvætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2020 | 10:40
Já borgin ræður!
Nú var í fréttum að meirihlutinn héldi velli! En eins og hefur komið fram með meirihluta borgarstjórnar þá vill meirihlutinn selja allar byggingarlóðir og með skipulagsfulltrúa sem er víst ekki grænn, heldur að reyna að fegra bókhaldið hjá borginni, sem er í blússandi mínus! Og þá þarf að selja og bjarga fjárhagnum samanbel Hlíðarendinn, og ekki skiluðu milljarðarnir borgarbúum neinu nema auknum álögum! Borgarbúar væntu að ýmis gjöld myndu lækka, en þvert á móti hækkuðu! En það er gott að hafa læknir sem hjólar ekki í vinnuna með sína aðstoðarmenn sem sumir kannski hafa ekki hundsvit á hvað er í gangi? En því miður þá er talsmátinn hjá meyrihluta borgarstjórnar þannig að fólkið skiptir engu máli og ekki hlustað á fólkið! Það er farið í framkvæmdir samanber Borgarlínan með uppsett verð 110 milljarðar en íbúar á Stór Reykjavíkursvæðinu ekki spurðir og ekki efnt til kosninga um svo viðamikla framkvæmd! Og að Samgönguáðherra hafi skrifað undir plaggið er hneyksli! 350 milljarðar +- sem verkið mun kosta og Íslenskur almennur skattgreiðandi þarf að borga, fyrir utan auknar álögur á íbúa stór Reykjavíkursvæðisins ! Nú fyrir utan það þá koma á næstunni myndavélar innanbæjar til að rukka upp í kostnað! En þær myndavélar allar saman kosta ca 650 milljónir! Og með aðrar myndavélar sem verða settar upp víðsvegar um land til að rukka vegatolla ca 2-3+ milljarðar En hvað um það Íslendingar fara á hjólum í ferðalög, því ekki vill almenningur borga hátt í þúsund krónur fyrir smá skreppitúr! En Jón Vegatollur vildi þetta og Sigurður Ingi sagði á þeim tíma aldrei!er þá ekki alveg ágætt að minna ráðherrana um skuld Íslenska Ríkisins gagnvart Vegagerðinni, í dag eru þetta orðnir 1200 milljarðar og hækkar síðan 1991 með bankavöxtum sem almenningur þarf að borga, og almennigur borgar ennþá óráðssí Fjármálaráðherranna allra síðan þá! Hugsið um þetta!
![]() |
Kröfu um stöðvun framkvæmda var hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2020 | 10:39
Ísland í dag, Seðlabankinn og Löggæslan!
Hvenær í andskotanum ætla kjósendur þá meina ég gamla hækjuliðið sem styður vissa flokka og Innprentar sínar pólítísku skoðanir til barnanna sinna ennþann dag í dag með Hörku að sleppa því? Nú er búið að kynda undir Löggæslumálum undanfarið ár, milljónatugir settir í að þagga niður í einum svo sá kjaftaði ekki frá! Og svo kemur eitt nýlegt, og miðað við blöðin þá kostar brottrekstur einhvers tugi milljóna! Og þá vona ég að Dómsmálaráðskonan taki sig til og REKI ALLA svo friður skapist! En ef ekki þá senda alla í Lögregluskólann því ég veit að þolprófin ásamt fleyru myndu fella kyrrsetufólkið Og að manneskjur sem hafa aldrei kynnst af eigin raun Löggæslustörfum og tekið þátt í einhverjum ógeðslegum aðstæðum og kannski kunna ekki skyndihjálp 1-3+ ! En ef að almennur launþegi er rekinn eða sagt upp starfi þá er ekki sömu kjörin hjá hinu opinbera! Enda er Lífeyrissjóður Opinberra Starfsmanna gjaldþrota bæði A og B hlutar! Því þar skuldar ríkissjóður ca 620 milljarða sem að eru teknir hægt og rólega af Almenningi sem aukagjöld á hinu og þessu! Og núna semur Sigurður vegatollur ( vinur Jóns vegatolls) við hina og þessa um framkvæmdir! En í dag vantar 929 milljarða sem áttu að renna til Vegagerðarinnar síðan 1991 en fóru í Ríkishýtina eða eitthvað annað! Og Seðlabankinn í dag er undir hælnum á einhverjum sem þykir vænt um aurana sína og tíma ekki að láta eitt né neitt nema kannski brauðmola til almennings! Munið kjósendur fögru loforðin og gleiðbrosandi gjéllan hefur ekki getað svarað fyrir sig nema með að Kóveit spili inní! Sama segir ráðherra fjármála sem vill ekki tala um og eða upplýsa Íslendinga um Raunverulega skuldastöðu Íslands og Lántökur síðustu 7 ár! Það virðist vera leyndó í gangi, en Íslendingar hafa heimtingu á að vita þessa hluti opinberlega án þess að þurfa að fara á Internetið og kannski væri það gott ef að rauntölur birtust þar dag frá degi ásamt öllum útgjöldum þingmanna (kvenna ) því ekki getur almenningur fengið eldsneyti ofl á kortum Alþingis og fengið dagpeninga, dreifbýlisstyrk og alla aðra styrki! Hvernig væri nú að þessir sem einhverjir kusu yfir sig færu fram á að þeir sem einhverjir kusu út af loforðum færu fram á við Alla alþingismenn ( konur ) að lifa í einn mánuð á lágmarkslaunum án húshjálpar ofl í lítilli leiguíbúð ca 45 fermetrar, hjón með kannski 2 börn, og leigan kannski 180-230 þúsund á mánuði! Vaknið Íslendingar!
Örninn
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Töluvert magn fíkniefna á Húsavík
- Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð
- Strandaglóparnir komast að óbreyttu heim í kvöld
- Erfiður vetur og veikindi enn mikil
- Stútur reyndi að snúa við á ölvunarpósti
- Þjóðin öll upplifði hann sem vin sinn
- Tvennt handtekið vegna líkamsárásar á Ísafirði
- Fótboltastrákar urðu að strandaglópum í Barselóna