Færsluflokkur: Kjaramál
3.9.2009 | 20:20
Skattahækkanir framundan!
Jæja það á að halda áfram að skattpína almenning! Heyrði fréttirnar áðan og þar var talað um að afturkalla þessar skattalækkanir undanfarinna ára! En mikið svíður mér það að þetta sé til umræðu núna ekki er búið að hundelta þessa Fjárglæframenn sem að komu Íslandi á kúpuna. Þeir ganga frjálsir ferða sinna og halda áfram að koma milljarðahundruðunum í öruggt skjól á meðan að Ríkisstjórnin aðhefst ekkert. Það átti að fangelsa þessa menn strax en ekki klappa þeim á bakið! Og talandi um skattahækkanirnar það má ekki verða neitt um það fyrr en að peningar fjárglæframannanna eru komnir heim aftur sem að ég efast um að finnist út af Handvömm Ríkisstjórnarinnar og líka Löggæsluaðila ogf sérstaklega fyrrverandi dómsmálaráðherra sem að gerði Ekkert til að reyna að stöðva fjármagnsflóttann úr landi honum blessuðum hefði ekki verið skotaskuld að láta setja lög sem að frystu eignir þessara manna en NEI það mátti ekki hrella flokksbræður og vini!!! En það þarf að hundelta þessa menn og hirða mest allar tekjur af þeim eins og var gert við almenning ef að það skuldaði, fólkið hafði þegar upp var staðið varla fyrir nauðsynjum. Þannig að hundeltið þessa menn og í fangelsi með þá og Finnið peningana. Svona Slóða Ríkisstjórn er ekki langlíf ef að það verður að veruleika með skattahækkanir. Þá ætti Ríkisstjórnin að hugsa um þær fórnir sem að almenningur með lágu launin hefur Fórnað launalega séð það er ekki tekið tillit til þess og þá held ég að Ríkisstjórnin ætti að frysta allt verðlag eins og að ég benti á fyrir löngu síðan í blogginu mínu. Eltast við breiðu bökin eins og Steingrímur ráðherra sagði í fréttum í gær og láta láglaunafólkið vera! Almenningur er að verða algjörlega kolvitlaust eftir þessar fréttir! Skammist ykkar Ríkisstjórn ef að þið ætlið að hækka skattana og hugsið barasta um athvæðin ykkar þið viljið kannski missa allt út úr höndunum á ykkur í hendurnar á Íhaldinu sem að hefur gert sín miklu skammarstrik!
Örninn
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2009 | 18:30
Hækkanir á hækkanir ofan!
Jæja þá fær nú almenningur skellinn frá ríkisstjórninni samanber fréttir í Rúv kl 18,00. Þá ætti Ríkisstjórnin að hunskast til þess að Frysta allt vöruverð strax því allar þessar gegndarlausu hækkanir allt frá bankahruninu hafa nú skilað milljörðum til þeirra sem grætt hafa en engu nema eyðslu á þessum örfáu krónum sem að almenningur fær í laun til að kaupa brýnustu nauðsynjar til að lifa af. Ég hef bloggað um að frysta vöruverð en það hefur ekkert verið gert og á meðan bláa höndin var við völd þá hefur örugglega ekki mátt minnast á það vegna flokksgæðinganna sem reka hin og þessi fyrirtæki sem flytja inn matvæli og ótalmargt annað! Nei nú er komið nóg og verkalýðsforkólfarnir sleikja sig bara upp við þessa ríkisstjórn nú ekki eru verkalýðsforkólfarnir búnir að lækka launin sín!!! Og við almenningur tökum ekkert annað í mál að fá hækkunina á launin okkar strax sem að verkalýðsforkólfarnir samþykktu að fresta án þess að spyrja sína félagsmenn. Takið til höndunum og hreyfið rassgatið upp af stólunum og mótmælið þessu verkalýðsforkólfar annars verður allt vitlaust í þjóðfélaginu og hækkunina okkar strax. Nóg er komið og eins setjið Hátekjuskattinn á nú þegar þá mætti kannski lækka þessar hækkanir en það má kannski ekki minnast á það að setja hátekjuskattinn á strax því að ég held að Íhaldið sé ennþá með puttana í öllu með öllum sínum kjaftagangi á Alþingi og utan þess. Það má víst ekki hrófla við íhaldinu. Nú sjáið hvað blessað íhaldið gerði í Reykjavík hækka leikskólagjöld! Það var vitað hvað íhaldið ætlaði sér með að komast aftur í Borgarstjórn enda hefur það verið þeirra stefna að hækka á almenning en ekki hrófla við vinum sínum. Sjáið bara bruðlið í íhaldinu og spillinguna sem hefur komið upp á yfirborðið undanfarna mánuði!
Örninn
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 02:07
Spillingin innan Lífeyrissjóðanna!
Jæja nú er komið nóg samanber fyrri blogg, burtu með stjórnir Lífeyrissjóðanna strax og frysta alla samninga um launakjör stjórnenda! Við Lífeyrisþegar eigum ekki að taka ábyrgð á því sem að Stjórnendur Lífeyrissjóðanna gengu í ábyrgð til að kaupa hitt og þetta á okka Lífeyrisþega kostnað sem að VIÐ Lífeyriseigendur HÖFUM ALDREI SAMÞYKKT! Jú það má kannski benda á arðvænar fjárfestingar við Stjórnendur Lífeyrissjóðanna sem að þeir hinir sömu KOKGLEYPTU og tóku LÁN en HVAR VAR HINN ALMENNI LÍFEYRISÞEGI Á ÞEIM FUNDI? ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI AÐ SÖGN SUMRA Í STJÓRN Á MEÐAN VIÐ HÖFUM OKKAR LAUN SKÍTT MEÐ HINA!!!
Já því miður er það að sumir Verkalýðforkólfar hafa milljónir á mánuði og semja um LÚSARLAUN fyrir sína skjólstæðinga vegna hótana frá Samtökum Atvinnulífsins! En Nú er kominn tími til þess að gera loksins Uppreisn gagnvart atvinnurekendum og halda áfram Mótmælaðgerðum til að Verkalýðurinn fái sín Laun. Ekki voru almennir Launþegar að semja um sultarlaunin! Við Verkalýðurinn eigum ekki að þurfa að taka á okkur meira nóg er komið að þurfa að BORGA FYRIR MISTÖK AUMINGJA FLOKKANNA SEM AÐ STUÐLAÐU AÐ ÞESSUM ÓSKÖPUM MEÐ SÖLU BANKANNA TIL HVERRA? NÚ FLOKKSGÆÐINGA OG EÐA?
SPILLING HVAÐ?????????????
Örninn
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2009 | 02:41
Frestun Launahækkana almennings af hverju!
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 08:21
Íslendingar það er að verða Ríkisstjórn?
Ekki aldeilis strax vegna baktjaldamakks viss flokks (XD) sem að formaður Framsóknar í dag og miðstjórn Bændaflokksins þarf að taka á til að minna á þá sem seldu bankana í þá tíð og hafa notað allt til að VERNDA kónginn svo að auðmennirnir hefðu tíma til að senda milljarðahundruðin úr landi og það sem að eftir var á nafn eiginkvenna, barna og gæludýra svo að gamli skattmann gæti nú ekki náð í milljarðahundruðin! Nei gamla Ríkisstjórnin (ekki Samfylkingin) Kóngurinn og kó drógu lappirnar á meðan að allt var að hrynja vegna þess að á meðan skutu flokksgæðingar Sjálfstæðisflokksins undan 2500 Milljörðum! Já enda ekki furða að vera Lögverndaðir af þeim sem að seldu þeim auðinn fyrir 0 krónur og Þjóðarauðurinn okkar allra Íslendinga var gefinn á nokkrar hendur með Kvótafrumvarpinu í þá tíð og hverjir skyldu hafa verið með meirihluta á Alþingi? Nei breyta kosningarlöggjöfinni það á að kjósa Fólk en ekki flokka og vona ég sem sjálfstæður? Íslendingur að það verði gert og verði komið inn í Nýja kosningarlöggjöf að einn maður hafi ekki úrslitavald til að rjúfa þing samanber Forsætisráðherra sem hefur það vald til að rjúfa þing með þeim afleiðingum að Forsætisráðherra getur neitað og þá þarf að leita til Forseta Lýðveldisins kannski bara út af tregðu við að vissir menn missi stólinn! Eftirlaun og Biðlaun vonandi verða ekki til enda nýtur ekki hinn almenni Launþegi biðlauna ef að honum er sagt upp! Og ef að hinum almenna Launþega er sagt upp þá þarf hinn Almenni launþegi að borga sömu skatta og hinn með milljónatekjurnar! Skrítið nei vegna þess að Hátekjuskatturinn var lækkaður allt í einu vegna þess að vissir flokksgæðingar fóru að gráta og þá voru menn sem að hlupu upp til handa og fóta til að bjarga gæðingunum sem að þeir hinir sömu höfðu gefið Kvótann!!! Nú það þurfti að bjarga Vinunum með tonnin af ýsu og þorski!!!!!! Nei ég held að þessi tilvonandi Ríkisstjórn væri betur komin án Framsóknar vegna þess að það hefur sýnt sig með Framsókn að þeir haga sínum seglum eftir vindi skiptir engu máli þó að það sé í Austur vegna þess að þeir Framsóknarmennirnir eru svo áttavilltir eftir Ríkisstjórnarsetu með Íhaldinu í það mörg ár og Nýi formaðurinn í Framsókn kokgleypir allt og öll þau gömlu kosningarloforð sem að miðstjórn flokksins hans hefur sett inn síðustu árin með frændflokknum og hvað? nú allt úr böndunum og ekki má láta þessa menn borga of mikið enda kvarta þeir yfir of háum skatti! Jafna réttindi þessara auðvalssinna og svo koma því inn í hausinn á þeim að það er ekki öruggt Plássið!
Örninn
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 02:33
Engar launahækkanir á næstunni!
Jæja nú er Bleik brugðið! Nú eru atvinnurekendur að segja það að það séu engar forsendur fyrir launahækkunum á næstunni út af efnahagsástandinu og ástandinu í þjóðfélaginu! Veit ekki betur en að þessir hinir sömu hafi með hjálp Ríkisstjórnarinnar samið um aumingjakjörin sem að okkar svokölluðu verkalýðsforkólfar sömdu um með hótunum um hitt og þetta sem að SA sagði beint upp í opið geðið á verkalýðsforystunni að þetta fáið þið í prósentum og ekkineitt meira! Þessu tóku verkalýðsforkólfarnir með ánægju en gleymdu að láta fólkið vita af aukaverkunum samningsins! En þessir blessaðir forkólfar samanber formaður VR eru líka í hinum og þessum nefndum og mikið þætti mér gott að fá smá brot af þeirra peningum í vasann en það er sama sagan spillingin er líka hjá Verkalýðshreyfingunni! Hef ekki heyrt af neinum uppsögnum á skrifstofum sem að eru yfirmannaðar, og hvað þá að blessaðir Verkalýðsforkólfarnir Lækki sín laun, það væri þá gustukur að sjá þá sleppa bílunum sem að við Verkalýðurinn eigum og selja þá til að spara! Ekki samþykkti ég þessi háu laun sem almennur félagi og ekki samþykkti ég heldur aðstoðarmenn svo að það væri hægt að láta þá vinna skítverkin fyrir sig. En ég held að Verkalýðsforystan fyrst að Alþingismenn vilja ekki segja upp aðstoðarbitlingum(vinum og vandamönnum?) ættu að sjá sóma sinn í að fækka þó svo að það sé sárt við Verkalýðurinn borgum undir rassgatið á ykkur og Ríkisstjórninni! Almenningur á ekki bara að spara og ASÍ Fækkið hjá ykkur í starfsmannahaldi og vonandi sýnir formaðurinn frumkvæði með því að lækka launin sín niður í 450000 á mánuði þó svo að það sé erfitt en ekki hafa launin lækkað hjá formanni ASÍ frekar hækkað þó svo að tekjur almennra félagsmanna hafi minnkað! Nei það er ekki nóg að vera eins og allir hinir Verkalýðsforkólfarnir samanber formann VR með sín Risa laun en það eru nýir tímar og nú er almenningur búinn að fá sig fullsaddan á spillingunni allstaðar jafnt í Verkalýðsforystunni, Stjórnkerfinu og svo má lengi telja!
Niður Verkalýðsforkólfar með launin sem að við Verkalýðurinn borgum ykkur! En eru Félagsmenn sáttir við ofurlaun formanna ykkar með laun upp á kannski milljón á mánuði plús aðstoðarmann?
Örninn
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 111
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar