Launalækkun til samræmis við lágmarkslaunin og þjóðnýting KVÓTANS

Nú þar sem að vesalingarnir í þessari óstjórn eru nú allir búnir að koma hreint(?) fram þá held ég að þessir bláu ættu að fara að hugsa sér til hreyfings, og koma með alla  milljarðana sem að voru teknir af alþýðu manna í formi ýmissa auka skatta og gjalda og sett á sem álögur en það skÍtur skökku við að blessaðir þurfalingarnir sem að hafa mestar tekjurnar urðu alltaf vondir ef að Alþýðan vildi fá launahækkun og Skattalækkun!Hærri laun bað alþýðan um en  Nei sagði  Kóngurinn  og Öll verkalýðsforystan skeit á sig og gerir enn bara af  að Kóngur sagði  NEI. Við fáum svo og svo  mikla kauphækkun samanber Kjaradóm(ráð) og þar við situr vegna þess að þar eru menn að Kóngsins  skapi. Nei ÞAÐ ER ENGIN KREPPA! Þessu héldu Sjálfstæðismenn fram  frammi fyrir alþjóð og hvað? Nú hver skeit upp á bakið á hverjum? Sko Forsætisráðherran fer bara eftir því sem að auðvaldið segir! Almenningur nei það eru bara smælingjar og molbúar! En er þá ekki kominn tími á það að Þjóðnýta kvótann, samanber fyrri skrif mín á blogginu af hverju Þjóðnýtti Davíð Oddson Ekki Þjóðarauð allra Íslendinga kvótann fyrst á undan Glitni! Þar fór boltinn að rúlla!?  Nei það mátti ekki í augnablikinu vegna þess að það þurfti að skapa glundroða til að Spillingin sæist ekki. Nei ekki taka kvótann af veslingunum!Og  Ríkislögreglustjóri ég sem Íslendingur fer fram á það að þú látir hefja STRAX OPINBERA rannsókn og víkir sæti ásamt Dómsmálaráðherra  og  þið farið bara á biðlaun sem að eru sambærileg við atvinnuleysisbæturnar og og látir kanna þær ávirðingar þá má kannski kalla þetta víthring þegar að þið fáið ekki millurnar ykkar á bankareikninginn! Ríkislögreglustjóri þinn yfirmaður hefði löngu átt að sjá sóma sinn í því að láta þig fara fyrir klúðrið á Keflavíkurflugvelli. Og að reyna að klóra í bakkann með Eurpol nei það gengur ekki í almenning. Nei pólítíkin ræður og æviráðningar sem að ég vona fyrir hönd allra Íslendinga og líka starfslokasamningarnir að þessu verði öllu rift Strax vegna þess að allir starfslokasamningar í þágu Bankanna eru ekki til nema að þjóðin fái að kanna þá  til hlýtar og dæma um réttlætið og eða óréttlætið! Nei FRYSTA ALLAR INNISTÆÐUR AUÐMANNA STRAX og gera eins og Þjóðverjar gerðu! Ná í auðinn á erlendum reikningum Endilega að nota Erupol í leiðinni fyrst að þeir eru hérna til að loka verksmiðjunni! Og að fá þá sérhæfða efnahagsbrota Lögreglumenn frá Erupol í staðinn fyrir einhverja sérpantaða! En þar sem að blessuð þjóðin vill er að elliheimilið fyrir úrelta stjórnmálamenn sem að er Seðlabankinn og þar þarf nú aldeilis að hreinsa út Flokksbitlingana og hafa fólk sem að er með viðskiptavit og veit hvað plús er og hvað mínus! Nú Það eru nokkrir Ráðgjafar í kringum Seðlabankastjórana með laun upp undir laun stjóranna og líka í Ríkisstjórninni samanber nenfdir og ráð!Má ekki fækka einhverjum þar í staðinn og koma þessu sérhæfða Bankastarfsfólki til vinnu sem að veit hvað prósentur eru! En okkar gamla króna er fallin og þar fór einkavæðingarfrumvarp Ríkisstjórnarinnar með Framsókn  og hvar eru þessir milljarðahundruð sem að fóru út úr landinu við HF Sjálfsstæðisframsókn?

 Örninn


Hver segir satt og hver lýgur?

Er nú ekki kominn tími til að þessir blessaðir stjórnmálamenn okkar Íslendinga segi satt og rétt frá! Þá er ég að tala um Fjármálaráðherra Árna Mathiesen, Forsætisráðherra Geir Hilmar Haarde og líka seðlabankastjóra Davíð Oddson! Því miður má alþýðan ekki vita af neinu baktjaldamakki þar sem að hægri höndin veit ekki hvað sú hálf hægri gerir. Hver er sannleikurinn hefur Brown forsætisráðherra rétt fyrir sér? Nú veit ég að öll samtöl eru tekin upp í öllum ráðuneytum og af hverju ekki gera þessi samtöl óbreytt opinber þannig að það fari ekki á milli mála við hverja á að sakast! Ég veit það að öll samtöl sem að hafa farið á milli Ríkisstjórnar Íslands og Bretlands hafa verið tekin upp og eru geymd hjá Leyniþjónustu og eða Löggæslustofnunum þannig að það þýðir ekkert að vera með neina hálfkák í því! Íslendingar vilja vitaisannleikann og ef að það sannast á ráðherra svona mistök þá er úti um ríkisstjórnina. Komið hreint fram Ríkisstjórn ekki með undirlægjuhætti og ég segi til ykkar sem að komuð þessum HF félögum botninn datt úr ykkar félögum því miður en þetta vildi Ríkisstjórnin á sínum tíma að HLUTAFÉLAGAVÆÐA, nú og hvernig er komið? Nú ekkert eftir nema að koma þessum hlutafélagavæðingarfuglum burtu úr stjórnmálum og fá heilbriðgðar manneskjur með vit á fjármálum ekki neina Flokksgæðinga sem að sitja og tala um hitt og þetta skítt með fólkið! Þetta hefur því miður loðað við vissan flokk og sjái nú hver maður afleiðingarar af hlutavæðingarstefnu vissra manna sem að eru kannski í Seðlabankastól og annarra flokksbræðra hans! Nú er kominn tími á að ÞJÓÐNÝTA KVÓTANN STRAX EINS OG VAR GERT MEÐ GLITNI en æ nei þá tapa flokksbræðurnir svo MIKLU!!!

Örninn


Hryðjuverkamenn

Jæja nú loksins sína Bretar sitt rétta andlit með að skella á okkur Íslendinga hryðjuverkalögum. Ég held að þessir blessaðir menn forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeirra Breta ættu nú bara að hugleiða hryðjuverkin sem að sjóher hennar hátignar var með gagnvart okkar sjómönnum á Gæsluskipunum í þorskastríðunum. Það voru ekkert annað en hryðjuverk af hálfu Bretanna að reyna að sökkva Varðskipunum okkar  með þeim afleiðingum að 1 maður lést! Þannig að þetta hryðjuverkaríki Bretland þeir ráðamenn þar á ættu að íhuga sinn gang og ekki sýst að bæta Íslendingum þann skaða sem að þeir hafa ollið með sínum vitfyrrtu gerðum. Þetta eru örugglega ekki heilir menn. Það þyrfti kannski að fara að athuga þá og kannna hvað er í gangi í þeirra hausum Brown og Alistair. En ég bið háttvirtan Forsætisráðherra Geir Haarde að hugsa sig ekki tvisvar um og slíta stjórnmálasambandi við þessa hryðjuverkamenn þar sem að tjónið sem þessir menn ollu er óbætanlegt og fara svo STRAX í mál við þessa eymingjans menn fyrir þetta gerræði gagnvart okkur Íslendingum. Vegna þess að það yrði svo mikil hneysa fyrir Bretana að Nato þjóð skuli gera það. En Breska Ríkisstjórn hafið skömm fyrir ykkar gerðir og megi þetta koma í bakið á ykkur af ölloum þunga sem að það gerir á endanum.

ENGIN KREPPA, ENGIN FÁTÆKT OG EKKERT MÁL SEGJA GEIR HAARDE OG DAVÍÐ ODDSON

Mikið eru blessaðir mennirnir blindir það er eins og með hestana sem að voru með leppa fram fyrir augun þannig að blessaðir hestarnir sáu bara fram fyrir sig!! Þetta er nú það sem að Geir Harde og hans flokksbræður eru búnir að gera síðustu árin og ekki yrði ég hissa að þessi blessaði flokkur þeirra fái skellinn í næstu kosningum! Nú hvar eru kosningaloforðin, æ þau fóru mörg hver  forgörðum til að hægt væri að bjarga vinum og vandamönnum samanber fréttir undanfarin ár og svo kastaði tölunum Eimskipsmálið nýja! Ósköp var nú Geir Harde hógvær í svörum, en ef að þetta hefði verið einhver úr öðrum flokki þá hefði Davíðskvartettinn látið heyra í sér ekki satt spyr alþjóð? En þessi ríkisstjórn er samanber bloggin mín á undan ónýt vegna þess að það er bara flokksgæðingum hyglað og skítt með almenning. Það hefði verið gaman að fá  þjóðaratkvæðagreiðslu um fiskveiðikvótann okkar hvort að ætti nú barasta ekki bara að þjóðnýta hann svo að þessar örfáu hræður í tilteknum flokk ráði nú ekki svo miklu með hótunum um að lækka gengið og hitt og þetta ef að það verði ekki hlustað á þá með sínar kröfur og flokkurinn þeirra lúffar með skottið á milli lappanna vegna þess að þar eru milljarðarnir og eignirnar þó svo að þessir flokksgæðingar borgi bara tíu prósent fjármagnstekjuskatt á meðan að almenningur þarf að borga skatta, nú flokkurinn kom þessu á að lækka hátekjuskattinn svo að flokksgæðingarnir misstu nú ekki þúsundkallinn, milljónina??????? Peningaþvætti nú held ég að Haraldur Johannessen ætti að fara að athuga erlendu bankareikningana hjá vissum mönnum, en sorry það má víst ekki þessir menn eru friðhelgir það má víst ekki gera neitt svo að menn missi sínar háttsettu stöður! Skömm? Spilling? JÁ

En af hverju fer ekki Ríkislögreglustjóri fram með offorsi gagnvart kennitölufyrirtækjunum ásamt Skattrannsóknarstjóra? Það má kannski ekki vegna kannski að það gæti komið eitthvað upp á yfirborðið sem að gæti komið tilteknum flokki illa! En bara  farið þið að hugsa um almenning í staðinn fyrir að skara eld að ykkar köku það á eftir að koma í bakið á ykkur þessi aumingjaskapur sem að hefur viðgengist í tilteknum flokki. Ég veit að ég verð ekki vinsæll fyrir þetta blogg en ég er löngu búinn að brynja mig gegn áhrifatali til að fá mig til að kjósa tiltekinn flokk!

Örninn


Fellibylur í Texas í Bandaríkjum Norður Ameríku!!

ÆÆ það varð að forseti Bandaríkjanna G.W.Bush lýsti yfir neyðarástandi í sínu fylki sem að hann hafði mest ítök í ásamt föður sínum en það skýtur skökku við að það var ekki það sama uppi á teningunum í New Orleans! Skrítið? Nei vegna þess að núverandi forseti Bandaríkjanna er með mestu aftökur á föngum í hans Ríkisstjóratíð í Texas og blessaður hefur ekki ennþann dag í dag beðið fjölskyldur þeirra sem að voru teknir af lífi í hans stjórnartíð sem ríkisstjóri Texas og eftir að hann varð forseti Bandaríkjanna afsökunar fyrir glæpina sem að hann framdi með réttarmorðum!!!! Nú blessaðir hergagnaframleiðendurnir sem að mig grunar að hafi myrt John Fitzgerald Kennedy í samsæri eftir Kúbudeiluna, þeir eiga þennan blessaða forseta GWB! Og líka Pabba hans! Skrítið nei því miður hefur almenningur í Bandaríkjunum ekki tíma til að fylgjast með fréttunum  í Ameríkunni vegna þess að fólk hefur kannski ekki efni á því að vera að glápa á sjónvarp! En því miður er ekki allt sem að blaðasneplar úti í hinum stóra heimi segja frá um Bandaríkin sem að komast á síður blaðanna þar samanber Washington Post og fleiri blöð, vegna þess að þessum blöðum er ritstýrt af stjórninni það má ekki halla á stjórnina þar, og alls ekki láta vita hversu margir Bandarískir hermenn hafa fallið í þessu svokallaða einkastríði feðganna til að friðmælast við Hergagnaframleiðendur í Bandaríkjunum!!!!!Stríði þar sem að feðgarnir GWB og kó hafa komið Bandarísku þjóðinni á kúpuna út af hernaðarbrölti.

Örninn


mbl.is Texas lýst hamfarasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áratugaspillingin og eign okkar allra Íslendinga Kvótinn!!

Jæja nú er að koma að því að hin fallvalta Ríkisstjórn falli út af aumingjaskap til að takast á við þann vanda sem að margir hafa spáð vegna aumingjaskapar og klíkuskapar til að bjarga sínum flokksbræðrum sem að eru og hafa verið í vanda með öll sín hlutabréf upp á milljónir og jafnvel milljarða! Nú almenningur hefur þurft að blæða fyrir þessa eymingjans þurfalinga með 550 þúsund og yfir milljón á mánuði allar götur síðan 1990  til að halda stöðugleika í ÞJÓÐFÉLAGINU! Það má ekki nefna Fátækt vegna þess að Fátækt er ekki til samanber viðtöl við þjóðþekktar persónur vegna þess að þessir blessaðir auðvaldssinnar gera sér ekki grein fyrir lífinu útávið en þessir eymingjans menn hafa haft út úr Alþýðunni síðastliðin tuttugu ár fimm og hálfan milljarð í greiðslur sem að annars hefðu átt að fara til heilbrigðismála. Og tala nú ekki um barnabætur sem að voru lækkaðar um 75% og eru nú loksins komnar upp í 9,5% þó svo að það hafi átt að hækka þær upp um 75% fram á daginn í dag en kannski er ég ekki góður í reikningi þó svo að ég hafi fengið 8,5 á síðasta prófi! Nú gamli Alþýðuflokkurinn var hvatamaður að Sjúkrasamlaginu gamla sem að var gulltryggt þá þurfti maður ekki að borga, vegna þess að við borguðum það með sköttunum okkar hinn almenni borgari og stjórnmálamenn  en svo komu sprenglærðir Íslenskir heilsuspekúlantar frá USA sem að kynntust kerfinu þar og hverjir kokgleyptu það og rifu niður það gamla til að láta Ríkið græða meira! Nú þar var einn forsvarsmaður í tilteknum flokk með stuðningi og loforðum um hitt og þetta! Nú sjá Sendiherra og hvað? Nú spillingin er rosaleg hér á Íslandi og verður áfram! Nú þetta hefur fólkið kosið yfir sig undanfarna áratugi og ekki verður lát á fyrr en að það verða eftirlitsmenn inni á öldrunarstofnunum sem að fylgjast með þessum smölum sem að fara inn á herbergi og láta skrifa undir atkvæði þó svo að fólkið sé blint og viti ekki undir hvað það er að skrifa! Veit um svoleiðis dæmi hjá einum flokk svo að það yrðu ekki vandræði og stjórnarkreppa! Þá geta Íslendingar lagt saman tvo og tvo og fengið út fjóra en sumir fengu úr því dæmi fimm! En Þessi Ríkisstjórn er löngu búin að skýta á sig og samanber fyrra blogg er hræddur  við þessa olíufursta með sitt samráð ennþann dag í dag út af því að þá minnkar aurinn í kosningasjóðinn hjá þessum sem að ráða Íslandi (eiga)!Nú þarf númer Eitt að þjóðnýta kvótann okkar allra þannig að það sé hægt að leigja hann út því að ALLIR ÍSLENDINGAR EIGA KVÓTANN ekki bara auðvaldið sem að kom sjávarbyggðum á kaldan klaka til að þóknast sumum flokksbræðrum sem að langaði að græða! En Davíð Oddson sagði eitt sinn að það ætti bara að flytja fólkið frá einu sjávarþorpi sem að heitir Suðureyri í eina stóra blokk í Reykjavík! Það var svo dýrt að gera göngin fyrir Vestan en blessaður lét það ótalið með Perluna sína og Ráðhúsið sem að Reykvíkingar eru ennþá að borga  og jafnvel að borga með veitingarekstri svo að Perlan sé háklassa matstaður! Nú þetta sýnir bara hans hugsunarhátt þá og ekki skilur nokkur Vestfirðingur hvernig það gat gerst að þessi maður varð seðlabankastjóri, en svörin liggja í augum uppi Bláa Höndin!!!!!

Örninn


Reykjavíkurpólitík!

Ó eru nú Sjálfstæðismenn og Framsókn búnir að gera á sig í pólitíkinni í höfuðborginni. Nú er komið að því að lögum um bæjarstjórnakostningar verði breytt svo að almenningur fái að kjósa einhverja með viti en ekki þessa sem að eru núna komnir með (ó) stjórn höfuðborgarinnar. Nú Sjálfstæðisforkólfarnir  geta sjálfum sér um kennt að velja samstarfið við Ólaf bara til að setjast aftur í stólana í borginni þannig að blessaðir mennirnir í þeim flokk misstu nú ekki aurana sína. Nú með kaup á eignum  síðasta meirihluta í miðbænum þá geta þeir líka sjálfum sér kennt um Sjálfstæðismennirnir, eitthvað hafa þessar flokksgæðingar  í þeim flokki verið hræddir við Ólaf. Ekki gátu þeir tekið fram fyrir hendurnar á honum út af hverju skilur hinn almenni borgari ekki eða var þetta allt með ráðum gert í sambandi við þessi fasteignakaup í miðborginni svo að einhverjir í einum stórum flokki myndu græða? Það er ekkert nýtt hjá þeim stóra flokki. En svívirðilegast finnst mér það sem borgara í Reykjavík að þurfa að horfa upp á það að Gísli Marteinn skuli vera á launum á meðan hann er í námi! Hverskonar óráðssía er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn, ekki fæ ég full laun í námsleyfi, kannski ef að ég myndi kannski sleikja mig upp við einhvern flokksgæðinginn  og koma ár minni vel fyrir borð eins og margir innan þessa flokks(sjálfstæðis) hafa gert. En bíðið bara núna verður Framsókn jörðuð og Sjálfstæðisflokkurinn geldur mikið afhroð bara út af eymingjaskap og rugli, það hefði mátt halda að þetta fólk væri á einhverju að geta ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir og hvað þá stjórnað borginni svo að vel sætti nei bara bruðla og bruðla samanber Gísla Martein og fleiri. En Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafið skömm fyrir og þetta samstarf verður ekki langlíft, og að Óskar Bergsson hafi tekið upp samstarf við stóra bróður er nú barasta til að lýsa honum, það vantaði ekki kjaftinn á Óskar og ég tala nú ekki um yfirlýsingarnar  þegar að hann var í minnihluta. Maður (Óskar) líttu þér nær og mikið hefur þú Óskar farið niður í áliti það verður gaman að fylgjast með skoðanakönnunum á næstunni, þá er eins gott að það verði hreinsað til í borginni og að öll borgarstjórnin segi af sér sem fyrst.

Örninn

 


Eldsneytiskostnaðurinn

Það skal nú segjast að ekki hef ég sem einstæður faðir með tvö börn efni á ferðalagi langt út fyrir Reykjavík. Þar kemur bensín og olíukostnaður inn í! En þar sem að olíufurstarnir með sínar yfirlýsingar um að þetta sé bara ríkinu að kenna þá ættu þessir olíuforkólfar að minnka sumarbústaðina ásamt öðrum milljónamæringunum(milljarða) sem að þessi ríkisstjórn hefur fært  á silfurfati og þessir sem að fengu silfurfatið eru heilagir gagnvart sköttum og skildum og borga kannski engann skatt nema bara 10% fjármagnstekjuskatt það er af hundrað milljónum þurfa þessir ríku bara að borga 10 milljónir, en ef að ég almenningur ætti 100 milljónir þá þyrfti ég að borga 37 milljónir. Nú þessir aulabárðar sem að fólkið kaus yfir sig marg oft bara til að missa ekki af tekjunum og réttindunum þið ættuð að hugsa ykkur um hvers vegna má almúginn ekki hafa skárri laun og af hverju þarf þetta ríka fólk að fá meira í kauphækkun samkvæmt prósentum! Sorry þetta er bara það sem að Kjaradómur(Kjararáð skammtar þeim) en það ætti að setja almúgann í Kjararáð til að úthluta launum og líka til að kaupa bankana aftur vegna þess að þá var stöðugleiki en ekki rugl eins og er í dag milljarðagróði hjá bönkunum á kostnað almennings og hver græðir með hærri sköttum á almenning og þá bankarnir  með verðtryggð lán! En þeir sem að græddu mest voru þeir sem að voru í stjórninni á þeim tíma og þeirra vinir og vandamenn samanber fiskveiðikvótinn! Nú það má ekki viðurkenna að fiskveiðikvótinn er á fárra höndum og hverjir áttu peninga til að kaupa upp togara og alla smábáta á Íslandi og lögðu mörg Sjávarútvegsþorp svo til á hausinn! Þeir sem að stóðu uppi eftir þessi ósköp það var Fólkið vegna þess að ég veit ekki betur en að Seðlabankastjóri Davíð Oddson hafi sagt að það ætti bara að flytja Þetta fólk í eina stóra blokk í Reykjavík eftir að kvótinn var farinn og fólkið hafði varla neina atvinnu. Þá var Davíð að meina Suðureyri vegna jarðgangnaframkvæmda!  En líka Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð í kosningunum eftir þetta á Vestfjörðum, en Íslendingar eru þrautseigir samanber Vestfirðinga enda flestir komnir af hörkuduglegu fólki sem að fæddist ekki með gull eða silfurskeið í Munni! Held að það ætti að skilda þessa blessaða menn í sögukennslu og auðvaldsinnarnir sem að tóku við af Dönum í gamla daga og hafa alist upp við að græða á okkur molbúunum vegna þess að við Íslendingar trúum öllum þessum áratuga kosninga loforðum sem að hafa ekki verið efnd nema að 25% undanfarin 40 ár! Hvað varð um hin 75% Nú ykkur Íslendingum er svo skítsama um allt og alla svo fremi að ég hafi mín laun og að taka ákvörðun! Ég held bara að það þyrfti að hrista allhressilega upp í ykkar heilabúi og láta af þessari einstaklingshyggju, það eru til aðrir í þessu þjóðfélagi heldur en þessir ríkustu en hvar er Fátæktin sem að má víst ekki tala um opinberlega, vegna þess að samkvæmt einum okkar ráðherra(ekki Jóhanna) þá er engin fátækt og ég man ekki betur en að seðlabankastjóri Davíð Oddson hefði sagt þetta sama á sínum tíma áður en að hann varð óvænt Seðlabankastjóri! Nú þurfa sprenglærðir sagnfræðingar á launum hjá Ríkisstjórninni og Seðlabankanum að fara að kanna skjölin og allar ræður líka til að kanna og vera viðbúnir þegar að kröfur koma um skjöl sem að eru ekki Ríkisleyndarmál, en mikið grunar mig að 95% af þessum skjölum séu titluð RÍKISLEYNDARMÁl. Og birta þau opinberlega ef að almenningur krefst þess!!!!

En hvað um það ef að það gerist ekki  þá er verið að fela eitthvað fyrir alþýðunni ekki satt?

Örninn


mbl.is Um 20 þúsund manns á fiskisúpukvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein þjóðarsáttin framundan!

Já mikið mátti almenningur taka á sig í þjóðarsáttinni síðustu að mig minnir í kringum 1990. Nú almennur launþegi þurfti að taka á sig miklar fórnir til að það héldist nú stöðugleiki í ríkinu! En því miður þá var það svo að máttarstólpar þjóðfélagsins þá stórgræddu á meðan að almenningi blæddi. Nú yfirgengilegar launahækkanir hjá toppum ríkisstjórnarinnar og allra burgeisanna á þeim tíma, en ósköp var það nú lítið brotabrot sem að almenningur fékk í launahækkanir. En nú er verið að tala um aðra þjóðarsátt, ég persónulega tek ekki aftur þátt í svoleiðis vitleysu nema að almenningi verði tryggð almennileg launahækkun til að mæta öllum þessum prósentum sem að toppar þessa lands hafa fengið á undanförnum árum! Og núna geysast samtök atvinnulífsins fram með það að það verði engar aðrar launahækkanir nema eftir samningumum áramótin næstu!  Hvað halda þessir menn að við almenningur séum, þeir geta trútt um talað þessir menn með milljón og meira í laun á mánuði láta þessa andskota lifa á 150000 á mánuði og sjá svo til!!! Nú ég hef bent á það í sambandi við kosningar til alþingis nokkrum sinnum og sent bréf til Morgunblaðsins, en ekki hef ég nú séð það birt ennþá og eru þrjár alþingiskosningar liðnar. Þar benti ég alþjóð á að launin hjá toppum þessara sem að stjórna þjóðinni myndu hækka allverulega á kosningadaginn og hvað kom ekki í ljós samanber Kjaradómur nú Kjararáð gerði. Tilkynnti launahækkanirnar á kosningadaginn. Þannig að nú þyrfti að frysta allar launahækkanir hjá þessum mönnum og láta þá finna fyrir því. Nú það væri gaman að sjá þessa toppa lifa af 150000 á mánuði og hvað ætli að þessir menn og konum myndu gera? En það má líka taka í rassgatið á olíufélögunum þar er nú samráðið ennþá við líði þannig að Frysta þessi félög með verðhækkanir það er ekki hægt að láta þessa kauða hjá olíufélögunum valta yfir okkur og okkar háttvirta (ó) Ríkisstjórn gerir ekkert eða þorir ekkert að gera vegna þess að það eru því miður margir eigendur og stjórnendur sem að eru í ákveðnum stjórnmálaflokk og það má ekki styggja flokksgæðingana!

Örninn


Molbúarnir sem að heita Íslendingar

Ný færsla á blogg.visir.is/orninn

Þetta er bara samanber þjóðarhugsunin!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 12579

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband