25.7.2015 | 10:43
Björgunarsveitirnar okkar!!
Nú er ég búinn að vera björgunarsveitaramaður í mörg ár en er kominn á eftirlaun eða þannig sko. En las í Fréttablaðinu um daginn góða grein um að Ferðamenn borgi fyrir björgun! Þar tjáði sig formaður okkar Smári um okkar aðstæður og fjölskyldur okkar! Þetta er sjálfboðavinna og eins og ég hef sagt áður að velvilji vinnuveitenda skiptir höfuðmáli að hafa manneskju innan okkar raða jafnvel á útkallsvakt og sem betur fer þá hefur þessi hugsjón hjá okkar björgunarsveitafólki smitað út frá sér hjá mörgum atvinnurekendum!! En betur má ef duga skal því eins og hefur komið fram í mörg ár og Smári formaður Landsbjargar bendir réttilega á það er löngu komið að þolmörkum hjá Björgunarsveitafólki á Íslandi! Því eins og ég veit að og segi það er níðst á fólkinu okkar til að bjarga einhverjum og við Björgunarsveitafólk fáum engar þakkir frá yfirvaldinu en frá þeim sem við björgum það er æðisleg tilfinning sem ekki er hægt að lýsa fyrir einhverjum skrifstofublókum sem hafa ekki hugmynd um hvað björgun er hvort sem er á sjó eða landi! Nú þegar að ég byrjaði í okkar frábæra starfi þá þurfti maður að fjármagna allan sinn búnað sjálfur og gat svo kríað einhverjar krónur (BETL)til að kaupa eitthvað annað en það gat tekið 2-3 ár að hafa fullan búnað! En allavegana þá er það skrítið að ríkisstjórnir sem hafa verið undanfarna áratugi hafa ekki getað séð sóma sinn í því að setja smá fjárhæð í málefni leitar og björgunar (SAR) en geta samt spreðað milljörðum í niðurfellingu skulda hinna og þessa! Skrýtið? Nei þessir sem hafa ráðið ríkjum undanfarna áratugi ganga að okkur Björgunarsveitafólkinu sem vísu og traðka á okkur því miður! Nú ef að eitthvað gjald yrði innheimt fyrir björgun segjum 10000 þá verða eftir kannski 1850 krónur þegar að ríkishýtin er búin að taka sitt og þá á eftir að borga eitthvað annað!! Kannski 600 krónur þegar upp er staðið því það vantar alltaf í hýtina meira til að spreða!!
Örninn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2015 | 07:11
Tollaívilnanir? Við Íslendingar ekki sem umsóknarríki ESB?
Mikið svíður manni við að landbúnaðarráðherra sé að semja við ESB þegar að umsóknarferlinu er lokið! Nú Gunnar Bragi Sveinsson að beiðni vina sinna fyrir norðan fór með bréf um að enda aðildarviðræðna en gerði sér ekki grein fyrir því að vinir hans í KS gleymdu að minnast á við hann að því miður fáið þið engar ívilnanir á tollum til ESB þar með talið allar landbúnaðarafurðir það er kindakjöt, nautakjöt ofl og þess vegna er Landbúnaðarráðherra á hnjánum hjá ESB um einhverjar undanþágur fyrir Íslendinga því það má ekki segja frá afleiðingum slita á umsóknarferlinu því nú hækka allir evrópskir byrgjar sínar álögur sem við vorum undanþegin og þá græða vildarvinir KS það er XB og lang mest vildarvinirnir í XD! Nú við erum búnir að missa mikið af styrkjum en það virðist ekki koma við kaunin á gulldrengjunum en Íslendingar þakkið þessum gulldrengjum fyrir annað hrun því þeirra flokksforystumenn komu fyrsta hruninu af stað kærar þakkir þið aumu kjósendur sem komu þessu ástandi á með öllum kosningaloforðum gulldrengjanna!!
ÖRNINN
![]() |
Semja um tollaívilnanir á mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar