29.10.2022 | 12:06
Íbúðalánasjóður?
Jæja nú er komið að skuldadögum!Fjármálaráðherra vill slíta Íbúðalánasjóði og kemur þá upp sama spurningin hjá almenningi annað Icesave, Landsbankinn gefinn aftur, Íslandsbankinn seldur í pörtum til vildarvina og ættingja? Svo segir sá ráðherra að það þurfi samningaviðræður við eigendur ríkisskuldabréfa sem fjárfestu í Íbúðalánasjóði! En það versta er að ráðherrann hefur gleymt ýmsum gjörningum frá því fyrir bankahrunið, eða veit ekki neitt? En eitt verður ljóst að ef kemur til skerðinga í almenna lífeyriskerfinu út af handvömm sem að ráðherrann samþykkti á alþingi 2005 í sambandi við Íbúðalánasjóð ásamt fleyrum, þá kostar það Íslenska bitlinga vonandi að lífeyrir þeirra allra sem eru með ævilífeyri frá ríkinu verðtryggðan skerðist um 85%, því það er ekki sama að vera með lífeyrir útborgaðann eftir skatt hjá almenningi 290 þúsund -+ og allt eftir að borga til dæmis húsaleigu. En því miður þá þurfa sumir ráðherrar að vera með þjónustufólk og aðstoðarmenn á okkar kostnað og við getum ekki fengið aðstoðarmennina lánaða þó ekki væri nema til að ryksuga! Þá er kominn tími til að verðtryggja laun almennings aftur, því það bítur ýmsa!
Örninn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2022 | 10:21
Landeyjarhöfn ofl!
Bölvað framapotið hjá þáverandi samgöngumálaráðherra sem tók ekki mark á tillögum alls fólksins á svæðinu! En einhverjir burgeisar ásamt stjórnendum Vegagerðarinnar þá ákváðu að Landeyjarhöfn skyldi reist þarna, þrátt fyrir allar mótbárur! Enda kostnaðurinn sem er kominn hátt í nýja Sæbrautarstokkinn sem almenningur er löngu búinn að borga, en því miður þá er það versta að ALMENNINGUR sem hafa margir jafnvel lítið á milli handanna að þurfa að borga fyrir glæfraskap misviturra manna, sem segja bara ég veit og ég ræð! Sama með Ráðherra sem er kannski dýralæknar, og eða eitthvað annað og hafa ekki hundsvit á málaflokkinum sem tilheyrir þeirra starfi! Samgöngumálin eru sér á parti, og bölvaður verði Sigurður Ingi vegatollur ( Tók við af Jóni Vegatoll ) ef að Sigurður ætlar í vegferð með vegatollana! Þá er ágætt að minna Sigurð Vegatoll á að Íslendingar eru löngu búnir að borga öll gjöld í VEGAFRAMKVÆMDIR og þá er komið að Katrínu Jakobsdóttur að ná inn öllum hundruða milljörðunum sem almenningur á inni fyrir afnot af AUÐLYNDINDINNI OKKAR ALLRA OG TALA NÚ EKKI UM HÁTEKJUSKATTINN OG BANKASKATTINUM! En það má ekki því sú stutta brosir bara sínu besta og segir að allt sé í lagi! Og þá er það spurningin, er flokkurinn hennar að þurrkast út? Vanhæfni hennar? Fylgistap út af sviknum loforðum? Allavegana þá er það að sú stutta styður allt sem að henni er sagt að styðja, enda engin furða að peningarnir (vesæla krónan) flæði úr landi! En í næstu kjarasamningum verður vonandi farið fram á það að allir ÍSlenskir launþegar fái greidd sín laun í Evrum, því það á að ganga jafnt yfir alla, samanber margt hátekjufólk sem semur um sín launakjör í Evrum!
Örninn
![]() |
Bilanir og höfnin oft ófær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2022 | 22:29
Mér kvíðir fyrir að verða ellismellur
Núna styttist í að ég verði ellismellur. Og það versta við er að þegar að ég tek út minn lífeyri þá fæ ég að borga skatt, og þá tala ég um séreignasparnaðinn! Og þá koma þær tillögur frá BB að lækka greiðslur Tryggingastofnunar til Lífeyrisþega eftir áramótin eða hvenær sem það verður, vegna? Nú það er erfitt fyrir lífeyrisþega sem hafa unnið alla sína hunds og kattartíð að þurfa að fá minni greiðslur frá TR ( Ríkinu ) og margir hverjir af þeim hafa kannski aldrei greitt í lífeyrissjóð, enda var hann ekki til á tíma margra! Og vonandi verður það krafa Verkalýðsfélaganna til BB að hann endurskoði krónu á móti krónu skerðingunum, og koma á hátekjuskattinum aftur sem BB lækkaði, og líka að Auðlyndin okkar allra sé Verðlögð upp í topp með sköttum á Arðgreiðslur þeirra sem hafa notið okkar AUÐLYNDAR! Bankaskatturinn var lækkaður af hverju? Erlendir eigendur hvað? En Bjarni Benediktsson þarf líka að taka tillit til eigenda ökutækja, því alltaf hækka vildarvinir eldsneytisverð á Íslandi þó það lækki erlendis! Bensínlíter kostar núna í Svíþjóð 239 krónur Íslenskar og hefur hækkað um 3 krónur síðasta mánuðinn!Hverjir eiga olíufélögin og hverjir eiga SEÐLABANKANN????? Og ef ekki á að vera stríð á vinnumarkaðinum þá þarf BB að taka sig saman í andlitinu og koma á friði með þessu sem að ofan greinir!
Örninn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2022 | 07:38
Hækkun stýrivaxta
Ef að Seðlabankinn fer í frekari stýrivaxtahækkanir, þá er það til að hella olíu á eldinn í komandi kjaraviðræðum sem eru á döfinni! Og þá er ein ábending til Seðlabankans að hætta að sleikja afturendann á fjármagnseigendum þá meina ég Banka, fjárfesta og stóreignamenn, sem græða á geðveiki Seðlabankans! Þá ætti Seðlabankastjórinn að einblína á stóreignamenn sem margir hverjir borga ekki skatta á Íslandi, ýmis Álfyrirtæki líka og tala nú ekki um skatt á fjármagnstekjur sem að gætu bjargað efnahaginum á Íslandi ásamt AUÐLYND ALLRA ÍSLENDINGA sem að grosserarnir borga bara 10% af afnotagjaldi AUÐLYNDARINNAR og borga sér svo tugi milljarða í ARÐ! Seðlabankastjórinn ætti að fara að hætta að tala um HÓFLEGAR LAUNAHÆKKANIR hins almenna launþega, ætti sá hinn sami að leggja spilin á borðið hvað hann fékk í launagreiðslur samkvæmt LÍFSKJARASAMNINGUM,og hvort að þær launagreiðslur hafi nú ekki verið ríflegri hjá honum og öllum ráðherrum,þingmönnum ofl! Gaman væri að sjá frá Seðlabankastjóra útreikning á launahækkunum á ALMENNUM VINNUMARKAÐI og hjá hinu opinbera! Verðtryggð laun? En það er gott að vera með talandann og ekki skemmir fyrir að hafa Samtök atvinnulífsins gjammandi með sér! En það besta er að það er almenningur sem HELDUR ÍSLANDI UPPI með sínu vinnuframlagi! Því miður virðast ekki margir gera sér grein fyrir því, þá meina ég ofurlaunafólkið! Og ef að verður hörð barátta í vetur í sambandi við kjarasamninga, þá þarf ríkisstjórnin að byrja á að ná inn peningum, ekki prenta, heldur frá þeim sem eiga peningana! Alls ekki selja hluti í bönkunum nema með ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU! Því gamli Landsbankinn var seldur til einhverra og almenningur tapaði á því gerræði! Og svo hurfu 500 milljarðar í lán til Arionbanka sem hafa ekki fundist ennþá og mestur hluti GULLFORÐA Íslands fór í að borga erlendar skuldir! Það má ekki segja frá þessu, en svona var þetta og er enn! Þeir halda kjafti yfir leyndarmálunum, og ALMENNINGUR ER ENNÞÁ AÐ BORGA SKULDIRNAR EFTIR HRUNIÐ! Mér kvíðir fyrir að fara á eftirlaun, því það verður ekkert eftir ef að greiðslur Tryggingarstofnunar verða skertar til ellilífeyrisþega, bara til að hjálpa stóreignaöreigunum sem má ekki hrófla við út af aumingjaskap og sleikjugangi ráðherra fjármála, því þá hætta allir að borga í flokkssjóðinn!!!
ÖRNINN
![]() |
Stýrivextir hækka líklega meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Fósturforeldrar Oscars mótmæltu við ráðuneytið
- Gaflinn tekinn úr húsinu
- Lítið á diski og börn lystarlaus
- Kvartanir vegna hávaða að næturlagi
- Tugmilljóna tap blaðamanna
- Áfram bjart veður sunnan heiða
- 5 ár frá samþykkt, enn ekkert bann
- Líkamsárás á ölstofu í miðborginni
- Andlát: Magnús Finnsson fv. fréttastjóri
- Rök hnígi að eldgosavirkni
Viðskipti
- Sköpuðu sjálfstraust í framlínunni
- Hið ljúfa líf: Nú er kominn tími til að prófa rúmenskt
- Um vitnaskyldu verjenda
- Um 50% af regluverki gullhúðað
- Svipmynd: Netárásir varða allt samfélagið
- Gríðarleg aukning í framrúðutjónum
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé