Engar launahækkanir á næstunni!

Jæja nú er Bleik brugðið! Nú eru atvinnurekendur að segja það að það séu engar forsendur fyrir launahækkunum á næstunni út af efnahagsástandinu og ástandinu í þjóðfélaginu! Veit ekki betur en að þessir hinir sömu hafi með hjálp Ríkisstjórnarinnar samið um aumingjakjörin sem að okkar svokölluðu verkalýðsforkólfar sömdu um með hótunum um hitt og þetta sem að SA sagði beint upp í opið geðið á verkalýðsforystunni að þetta fáið þið í prósentum og ekkineitt meira! Þessu tóku verkalýðsforkólfarnir með ánægju en gleymdu að láta fólkið vita af aukaverkunum samningsins! En þessir blessaðir forkólfar samanber formaður VR eru líka í hinum og þessum nefndum og mikið þætti mér gott að fá smá brot af þeirra peningum í vasann en það er sama sagan spillingin er líka hjá Verkalýðshreyfingunni! Hef ekki heyrt af neinum uppsögnum á skrifstofum sem að eru yfirmannaðar, og hvað þá að blessaðir Verkalýðsforkólfarnir Lækki sín laun, það væri þá gustukur að sjá þá sleppa bílunum sem að við Verkalýðurinn eigum og selja þá til að spara! Ekki samþykkti ég þessi háu laun sem almennur félagi og ekki samþykkti ég heldur aðstoðarmenn svo að það væri hægt að láta þá  vinna skítverkin fyrir sig. En ég held að Verkalýðsforystan fyrst að Alþingismenn vilja ekki segja upp aðstoðarbitlingum(vinum og vandamönnum?) ættu að sjá sóma sinn í að fækka þó svo að það sé sárt við Verkalýðurinn borgum undir rassgatið á ykkur og Ríkisstjórninni! Almenningur á ekki bara að spara og ASÍ Fækkið hjá ykkur í starfsmannahaldi og vonandi sýnir formaðurinn frumkvæði með því að lækka launin sín niður í 450000 á mánuði þó svo að það sé erfitt en ekki hafa launin lækkað hjá formanni ASÍ frekar hækkað þó svo að tekjur almennra félagsmanna hafi minnkað! Nei það er ekki nóg að vera eins og allir hinir Verkalýðsforkólfarnir samanber formann VR með sín Risa laun en það eru nýir tímar og nú er almenningur búinn að fá sig fullsaddan á spillingunni allstaðar jafnt í Verkalýðsforystunni, Stjórnkerfinu og svo má lengi telja!

Niður Verkalýðsforkólfar með launin sem að við Verkalýðurinn borgum ykkur!  En eru Félagsmenn sáttir  við ofurlaun formanna ykkar með laun upp á kannski milljón á mánuði plús aðstoðarmann?

 Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 10131

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband