Verðhækkanir allstaðar.

Nú svíður öllum Íslendingum þessar gegndarlausu hækkanir á allri vöru í kjölfar bankahrunsins. Kaupmenn og aðrið sem selja þjónustu hafa grætt milljóna tugi síðan þessi bankakreppa skall á. Ég hef tekið eftir miklum verðhækkunum sem að skipta tugum prósenta í matvörubúðum og ekkert heyrist í ASÍ! Ekki skil ég það þar sem að þeir voru með einhverja menn og konur á sínum snærum í að athuga verð á hinu og þessu. Kannski eru þeir hjá ASÍ sáttir við þessar hækkanir sem að almenningur hefur þurft að taka á sig og ekkert fengið á móti til að hafa efni á að geta keypt td. í matinn. Nú af hverju ræðst þessi svokallaða Ríkisstjórn ekki fram með það að stöðva þessar gegndarlausu verðhækkanir sem að tröllríða öllu og setja Verðfrystingu og einnig mætti láta þessa okrara lækka verðið um mörg prósent vegna þess að þessir menn hafa hækkað langt umfram þessa atburði undanfarinna vikna. Kaupmenn græddu milljónir á almenningi þegar að myntbreytingin var á árum áður og þá hélt þáverandi Ríkisstjórn kjafti þó svo að hækkanirnar væru á öllu, man eftir dæmi þar sem að 10 aura kúla fór upp í 1 nýkrónu!!! Ekki var gert neitt í því þannig að almenningur á rétt á því í dag að þessi óstarfhæfa Ríkisstjórn fari frá strax og eða frysti allar hækkanir á nauðsynjavöru og skikki kaupmenn til að lækka um allavegana 15-20 prósent þær vörur sem að þeir hafa hækkað sem að þurftu enga hækkun bara til að GRÆÐA á almenningi. Skammist ykkar Ríkisstjórn og Kaupmenn. Þið eruð vesalingar sem að hafið ekki almannaheill til hliðsjónar að bættum kjörum almennings.

Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband