Pólitískt hugrekki?

Já Björn það mætti tala lengi um pólitískt hugrekki og það eru ýmsar skoðanir á hlutunum! Ég ætla ekki að fara að agnúast út í þig bæði sem persónu og fyrrverandi ráðherra. En fyrir utan það þá vildi svo illa til að það varð gjaldþrot Íslensku þjóðarinnar á kostnað misviturra samflokksmanna þinna því miður! Og Íslenska þjóðin er búin að vera að súpa seyðið af því og verður það næstu áratugina því miður! En það sem svíður Íslendingum mest að margir samflokksmenn þínir notuðu suma menn innan Ríkisstjórnarinnar á þeim tíma til að sölsa undir sig hin og þessi fyrirtæki með hjálp bankanna sem að voru víst einkavæddir (Gefnir) og því miður Björn þá vantar nokkur hundruð milljarða sem eru falin einhversstaðar til að koma landinu upp úr skítnum sem að sú gerræðislega ákvörðun sem var ekki borin undir þjóðaratkvæðisgreiðslu svo hægt væri að athuga vilja þjóðarinnar á þeim tíma! En nei því miður Björn þá hefur ekki þótt réttlætanlegt að halda svoleiðis atkvæðagreiðslu vegna þess að þá myndu einhverjir flokksbræður þínir tapa einhverju! Þjóðaratkvæðisgreiðsla var og er bannorð innan þíns flokks og því miður eru þær kreddur allsráðandi hjá ykkur en samt þá er farið að hrikta í stoðunum hjá ykkur því gamla valdaklíkan sem var allsráðandi er að falla frá sinni einokun og nýir græðgispúkar að reyna að velta ykkur gömlu úr sessi. En Bankaeinkasalan er ekki gleymd og sumir heilaþvegnir Íslendingar sem vilja ekki vita neitt illt hafi gerst eru svo stækir flokksbræður þínir að afneitunin er svo algjör og því miður að í sumum fyrirtækjum þar sem að stækir flokksbræður þínir eru við völd þá hika þeir hinir sömu ekki við að reka starfsmenn sem að eru ekki á sömu skoðun og þeir og ég hef lent í því því miður!!!

En allavegana Björn þá bara óska ég þér velfarnaðar á þínum elliárum og mikið ósköp vildi ég fá eitthvað af mínum milljónum sem töpuðust í einkabankahruninu en það er borin von nema að setja kannski einhverja í fangelsi því þá tísta turtildúfurnar og kannski segja frá hvar milljarðarnir eru því það er farið að skjálfa undir vissum mönnum og bankaleyndin er að hverfa!!!!

 

Örninn


mbl.is „Málið snýst um pólitískt hugrekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það er alltaf gaman að velta hlutum fyrir sér um orsök og afleiðingu. Bankakreppan  var alþjóðleg kreppa sem rekja má til þess að allir bankar heimsins fengu heimildir til að braska með alls skyns afleiður og gumserí sem minnir helst á spilavíti.

Þetta er enn alþjóðlegt vandamál og ástandi í Evrópu virðist vera afleiðing af því að vúið var að veðja á vinningslíkur sem vitað er að tapast  en má ekki viðurkenna.

Sjálfstæðisflokkurinn ber enga sérstaka ábyrgð á þessu alþjóðlega vandamáli.

Krafan um sölu meirihluta ríkisbankanna koma frá ESB  eins og flestar aðrar kröfur sem kallað er "frjálshyggja" í neikvæðri merkingu.

Frelsi til athafna er grundvallaratriði í stjórnarskrám vestrænna ríkja. Trúfrelsi, tjáningafrelsi, athafnafrelsi atvinnufrelsi o.s. frv.  Allt er þetta bara "frjálshyggja"  eða hvað.

Misnotkun spilafíkla í alþjóðlegum bankasamsteypum er alþjóðlegt vandamál.

Svo er rétt að minna á það að Björn Bjarnason er einn afkastamesti ráðherra sem setið hefur í ríkissjórn. Þ að voru öll mál afgreidd strax og allir fengu viðtal sem vildu.  Enginn annar Menntamálaráðherra hefur náð slíkum afköstum í starfi  að öllum öðrum ólöstuðum.

Það er alltaf skemmtilegra í pólitískri umræðu að hafa sannleikann og það sem sannara reynist að leiðarljósi.

 Ég þekki fullt af fólki sem kýs annað en ég og ég virði skoðanir þess fólks og ætlast til þess sama af öðrum.

Sjálfstæðisflokkurinn og þeir sem stjórna honum hafa marga galla  en eru samt  einn af skárstu flokkunum en enginn flokkur fær háa einkunn um þessar mundir.

Kristinn Pétursson, 12.8.2012 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 10020

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband