Tapið hjá lífeyrissjóðunum stjórnendunum að kenna!

Já það er sko satt við lífeyriseigendur fáum nú aldeilis að finna fyrir því eftir þetta fjármálasukk hjá stjórnendum lífeyrissjóðanna! Ég held að það ætti að draga forkólfa lífeyrissjóðanna til ábyrgðar fyrir þetta sukk ekki var hinn almenni lífeyrisþegi spurður um þessar fjármálasukksfjárfestingar heldur voru þessar fjárfestingar alfarið á ábyrgð stjórnendanna hjá lífeyrissjóðunum. Nú ekki hafa þessir stjórnendur lækkað sín laun um eina krónu það væri kannski kominn tími til að þeir gerðu það þá myndi kannski ekki þurfa að lækka lífeyririnn hjá fólki og svo skulu þeir fara að gera hreint fyrir sínum dyrum og segja af sér fyrir þessar fjármálasukksfjárfestingar! Það er ekki við hinn almenna lífeyrisþega að sakast og stjórnendur lífeyrissjóðanna hafið mikla skömm fyrir og komið ykkur burtu úr lífeyrissjóðunum. Það væri kannski gustuk að fjármálaeftirlitið færi að athuga embættisfærslur þessara burgeisa hjá lífeyrissjóðunum. Kannski kominn tími til!

ÖRNINN


mbl.is Töpuðu hundruðum milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnendur lífeyrissjóðanna voru margir hverjir ekki færir um að stjórna fjárfestingum sjóðanna fyrir hrun, létu fjárfestingarnar meira og minna í hendi bankanna og greiddu þjónustugjöld fyrir.  Þegar bankarnir hrundu vor þessi starfsmenn sem ráðlögðu lífeyrisjóðunum ráðnir út úr bönkunum, til lífeyrisjóðanna, til að sjá um fjárfestingar fyrir þá.   Sérfræðingarnir sem sáu um að kaupa þessi skuldabréf, og stjórnendurnir sem haldið hafa tryggð við þá, eru allir enn í vinnu á meðan umbjóðendur þeirra eru margir hverjir atvinnulausir, með tómahljóð í lífeyrisbuddunni sinni.   Bakkavararskandallinn er í boði þessara manna og Sigurðar Einarssonar.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 08:25

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Hvert er hið raunverulega tap lífeyrissjóðanna?

Lífeyrisgreiðslur voru hækkaðar ár eftir ár út af þessum loftbólum sem svo reyndist ekki vera innistæða fyrir.

Spurningin er hvað borguðu lífeyrissjóðirnir fyrir þessi bréf sem þeir meta nú á 500 milljarða?

Sveinn Elías Hansson, 4.3.2010 kl. 08:47

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og það sem verra er þá á að halda áfram sukkinu með stofnun þessa Framtakssjóðs sem á að henda peningunum okkar í vafasamar fjárfestingar.

Jón Bragi Sigurðsson, 4.3.2010 kl. 09:31

4 identicon

Stjórnendur & stjórnir lífeyrissjóðanna eru siðblindir einstaklingar sem axla ALDREI ábyrgð á glæpsamlegum gjörningum sínum.  Löngu tímabært að krefjast RANNSÓKNAR á þessu HYSKI og þeirra gjörningum...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 10001

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband