27.11.2009 | 18:34
Sjómannaafslátturinn og það sem almenningur ekki veit!
Jæja nú á að afnema sjómannaafsláttinn. Ekki skil ég þann ógjörning því að ég held að blessaðir alþingismennirnir yrðu nú svolítið hissa á einu sem að almenningur veit ekki: Það er að sjómenn taka þátt í ýmsu sem að viðkemur útgerðinni það er þáttaka í umbúðarkostnaði og svo mörgu fleyra sem að kemur niður á tekjum sjómannsins. Ekki held ég að almenningur yrði hrifinn að því að taka þátt í rekstri fyrirtækis með því að borga af launum sínum ýmsan rekstrarkostnað fyrirtækisins af sínum launum. En með sjómannaafsláttinn þá er hann gerður til þess að sjómenn fengju örlítið fyrir sinn snúð með fjarveru frá fjölskyldu og vinum. Ekki fara sjómenn í land til að fara í bíó út að skemmta sér og svo framvegis. Vonandi athuga þessir háu herrar sem að ætla að fella niður sjómannaafsláttinn sinn gang því að það verður algjört stríð og í því stríði þá kemur sú krafa að fella niður allt sem að sjómenn þurfa að taka þátt í með útgerðinni og það verður líka gerð krafa um ríflegar launahækkanir til að mæta niðufellingu sjómannaafsláttarins! Og ekki verður það gott fyrir ríkið að missa af tekjum þegar að rimman um launakjör sjómanna kemur fram og jafnvel sigla sjómenn í land. Og vona ég að mínir kollegar geri það til að sýna það í verki að það þýðir ekkert að troða á sjómönnum á skýtugum skónum. Held að þessir menn sem að ætla að fremja þetta illvirki með sjómannaafsláttinn ættu að hugsa sig tvisvar um og lækka launin hjá þessu hátekjufólki bæði í ríkisstjórn og bönkunum það myndi þá kannski rétta af kjörin svo að ekki yrði hreyft við sjómannaafslættinum. En sjómenn Siglið í land og mótmælið þessum gjörningi ekki láta það líðast að það sé troðið á ykkur oftar það er búið að troða nóg á ykkur af hendi LÍÚ í gegnum áratugina og það er kominn tími til að þið rísið upp á afturlappirnar og það skal tekið fram að ekki fá þessir Galgopar sem jafnvel hafa aldrei migið í saltan sjó og vita ekkert um sjómennsku ekki fá þeir atkvæði sjómanna í næstu kosningum svo mikið er víst. Skammist ykkar landkrabbar sem allt þykjast vita það ætti að senda ykkur alla á sjóinn þingmenn og ráðherra og láta ykkur kynnast sjómannslífinu þá yrðuð þið fljótir að skipta um skoðun eftir kannski 30-40 daga á sjó!
Örninn
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Kjaramál, Mannréttindi | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 11716
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það ekki óeðlilgt að ein stétt sé með sérkjör, þetta hefur ekkert með reynslu eða þekkingju á sjómensku að gera. Og að láta aðra borga fyrir sig skattana, hélt að sjómenn væru stoltari en það. Útgerðin á bara að bæta þeim tekjutapið.
Haukur Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 19:45
Ekki veit ég hvort þessi sjómannaafsláttur hafi verið réttlátur á sínum tíma, þegar hann var settur á. Hugsanlega hefur einhver réttlæting verið til þá, vegna einhvers þjóðfélagsástands. En þessi gjörningur var vissulega barn síns tíma og ætti að hafa verið afnuminn fyrir löngu.
Sá rökstuðningur, sem maður heyrir frá sumum fyrir áframhaldi þessa gernings er að mínu mati algerlega ga ga.
Þegar ég var ungur maður sigldi ég á fraktskipi í eitt ár.
Í meira en 30 ár vann ég hjá stóru opinberu fyrirtæki ,við vinnu sem var að stórum hluta fjarri heimili mínu í langan tíma, oft uppi í óbyggðum. Í þessari fjarveru frá fjölskyldu minni naut ég ekki jafn góðrar viðveru og ég hafði haft þegar ég var á sjónum. Ekki hafði ég skattaafslátt fyrir þessa vinnu. En ég fékk ýmist borgað uppihald og fæði eða var á lögboðnum dagpeningum allt eftir samningum við vinnuveitanda.
Aðstaða sjómanna og fæði um borð hlýtur alfarið að vera samningur milli þeirra og útgerðarmanna.
Ríkið á ekki að borga neina niðurgreiðslu í þessu sambandi.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:31
Rétt er það Haukur þú hefur verið með hlunnindi en við sjómennirnir þurfum líka að taka þátt í matarkostnaði með útgerðinni en það er allt í lagi að hafa kannski einhvern skíta kokk sem að er bara með pulsur og álegg en ekki almennilegan mat sem að sem betur fer þurfa sjómenn almennilegan mat það er því miður svo mikill miskilningur hjá almenningi að það sé alltaf veislufæði! Kannski á einhverjum togurum en þetta er ekki almennt! Nú Sjómenn nota tvö til þrefalt meiri orku heldur en almenningur í landi, þú segist hafa verið á millilandaskipi í eitt ár og var það bara Lúxuslíf þá? Ekki veit ég hvaða ár það var en ég veit það sjálfur sem sjómaður á Millilandaskipi í 10 ár í den það var fyrir algjöra gámavæðingu þá var það sko ekki dans á rósum þar þurftu sjómennirnir að vinna fyrir hverri krónu jafnt á nóttu sem degi og ekki fengum við Yfirvinnukaup! En ég vísa bara í bloggið mitt aftur og ég efast um það að þú myndir vilja taka þátt í rekstrarkostnaði fyrirtækisins sem að þú vinnur hjá! En hvað um það takk fyrir svarið það er alltaf gott að fá punkta!
Ps lengsta útiveran hjá mér án þess að koma í höfn voru 52 dagar!!!
Sami
Örn Ingólfsson, 28.11.2009 kl. 08:27
Fyrirgefðu Haukur en sá ekki skiptinguna á athugasemdunum þetta svar að ofan var ætlað Svavari þannig að það er við mig að sakast því ég var ekki með lesgleraugun. En Svavar þetta stendur og er beint til þin en ekki Hauks. Bið Hauk innilegrar afsökunar á þessum leiðu mistökum!
Örninn
Örn Ingólfsson, 28.11.2009 kl. 08:34
Örn!
Sem sagt ehf á að borga brúsan fyrir sjómenn. Ég var sjómaður í mörg ár og þá eins og nú tel ég að leggja eigi þennan afslátt niður. Hann er hvort sem ekkert það mikill.Í sambandi við rekstrarkostnaðinn eins og með olíuna þá er það fáránlegt. En þetta samþykktu sjómennirnir í atkvæðagreiðslu vegna þess að þá töldu þeir sig vera að græða á því. Það þíðir ekkert að væla svo yfir því núna.
Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.