3.9.2009 | 20:20
Skattahækkanir framundan!
Jæja það á að halda áfram að skattpína almenning! Heyrði fréttirnar áðan og þar var talað um að afturkalla þessar skattalækkanir undanfarinna ára! En mikið svíður mér það að þetta sé til umræðu núna ekki er búið að hundelta þessa Fjárglæframenn sem að komu Íslandi á kúpuna. Þeir ganga frjálsir ferða sinna og halda áfram að koma milljarðahundruðunum í öruggt skjól á meðan að Ríkisstjórnin aðhefst ekkert. Það átti að fangelsa þessa menn strax en ekki klappa þeim á bakið! Og talandi um skattahækkanirnar það má ekki verða neitt um það fyrr en að peningar fjárglæframannanna eru komnir heim aftur sem að ég efast um að finnist út af Handvömm Ríkisstjórnarinnar og líka Löggæsluaðila ogf sérstaklega fyrrverandi dómsmálaráðherra sem að gerði Ekkert til að reyna að stöðva fjármagnsflóttann úr landi honum blessuðum hefði ekki verið skotaskuld að láta setja lög sem að frystu eignir þessara manna en NEI það mátti ekki hrella flokksbræður og vini!!! En það þarf að hundelta þessa menn og hirða mest allar tekjur af þeim eins og var gert við almenning ef að það skuldaði, fólkið hafði þegar upp var staðið varla fyrir nauðsynjum. Þannig að hundeltið þessa menn og í fangelsi með þá og Finnið peningana. Svona Slóða Ríkisstjórn er ekki langlíf ef að það verður að veruleika með skattahækkanir. Þá ætti Ríkisstjórnin að hugsa um þær fórnir sem að almenningur með lágu launin hefur Fórnað launalega séð það er ekki tekið tillit til þess og þá held ég að Ríkisstjórnin ætti að frysta allt verðlag eins og að ég benti á fyrir löngu síðan í blogginu mínu. Eltast við breiðu bökin eins og Steingrímur ráðherra sagði í fréttum í gær og láta láglaunafólkið vera! Almenningur er að verða algjörlega kolvitlaust eftir þessar fréttir! Skammist ykkar Ríkisstjórn ef að þið ætlið að hækka skattana og hugsið barasta um athvæðin ykkar þið viljið kannski missa allt út úr höndunum á ykkur í hendurnar á Íhaldinu sem að hefur gert sín miklu skammarstrik!
Örninn
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 11716
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þessi kreppa er rosaleg serstaklega þetta skítapakk i ríkistjornini
Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.