Eiturlyfjasmyglarar

Jæja það var nú einn gripinn í Brasilíu um daginn ungur maður sem að lenti á glapstigum hér heima fyrir einhverjum árum? Nú ég verð að segja það að ég er ekki harðbrjósta maður en ef að eiturlyf koma við sögu þá verð ég vondur! Ég er ekki fíkill á svoleiðis efni samanber þjóðþekktar persónur og ekki veit ég það hvort að það hafi verið fínt að hafa verið í svoleiðis jukki kannski var þetta tískan á þeim tíma og ennþann dag í dag veit ekki samanber þjóðþekkta persónur! En fyrir utan það þá er þessi ungi maður heppinn að vera í Brasilíu ekki í Mið Austurlöndum þar eru aftökur daglegt brauð yfir fíkniefnasmyglurum. Nú það á eftir að ganga dómur í málinu en ég segi bara eins og meirihluti þeirra sem að ég hef talað við að láta hann sitja af sér dóminn úti í Brasilíu því hann fór út í þetta til að hans sögn að losna við fíkniefnaskuld! Nú af hverju talaði hann ekki við Lögregluna hérna heima svo að hægt væri að ná toppnum? Nei honum var hótað og hann píndur til að fara þessa leið! Já ekki er honum vorkunn við á Íslandi erum með virkilega góða Fíknó og að það skuli koma fólk frá ýmsum löndum til að læra af Fíknó það segir sína sögu! En fyrir utan það þá eigum við Íslendingar ekki að vera að stofna einhverja sjóði og eða bankareikninga til hjálpar eins og einn faðir sagði þegar að strákurinn hans var tekinn utanlands fyrir fíkniefnasmygl: Þetta eru hans mistök hann verður að taka afleiðingum gjörða sinna! Ekki var þessi faðir harðbrjósta hann elskaði soninn og benti bara á það rétta! En ekki á almenningur að borga undir drenginn og fjölskylduna hans í kreppunni Íslendingar eiga nóg með sjálfa sig! Væri ekki nær að safna fyrir fleiri Fíkniefnahundum og eða þá að safna fyrir Hjálparstofnanir fyrst að farið er með söfnun af stað, hver króna skiptir máli. Því miður er ég bara svona!

Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 11716

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband