Ríkisstjórnin hvað ætlar hún að gera?

Mikið hefur gengið á í dag og er ekki furða þar sem að þessi ríkisstjórn er búin að skíta upp á bak! Hún gerir ekkert til að koma höndum yfir þessa fjárglæframenn sem að komu þessu landi á kaldann klakann kannski er það bara vegna þess að margir af þessum svokölluðu fjárglæframönnum eru í vissum flokki og þessi vissi flokkur heldur hlífiskyldi yfir þessum mönnum svo að spillingin sem hefur viðgengist til margra ára komi ekki fram í dagsljósið svo að menn innan viss flokks þurfi ekki að standa skil á gjörðum sínum! Íslenska þjóðin er búin að fá nóg af helvítis já ég skrifa helvítis spillingunni sem viðgengist hefur hérna á Íslandi með hjálp og vissu tiltekins flokks og er að rísa upp og þá þýðir ekkert fyrir þann flokk að grenja í kjósendum til að fá skitin athvæði. Þessir menn sem ráða ríkjum eiga ekkert gott skilið og enda virðist vera að spillingin sé ókei svo að þessir menn haldi sínum ráðherrastólum og þingsætum. Íslendingar nú er komið nóg látum ekki bjóða okkur meira af þessari óstjórn og tökum í taumana og skundum til mótmæla og sínum loksins samstöðu til að reyna að bola þessari óstjórn frá. Mótmælum friðsamlega og notum sama og var notað í dag potta, pönnur og önnur tæki til að fremja óhljóð. En ekki láta neinn skríl eyðileggja mótmælin, það hefur því miður sést til skrýls á meðal friðsamra mótmælenda. En burtu með rikisstjórnina strax og það á að handtaka þessa glæpamenn strax.

Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 11716

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband