30.8.2008 | 06:01
Áratugaspillingin og eign okkar allra Íslendinga Kvótinn!!
Jæja nú er að koma að því að hin fallvalta Ríkisstjórn falli út af aumingjaskap til að takast á við þann vanda sem að margir hafa spáð vegna aumingjaskapar og klíkuskapar til að bjarga sínum flokksbræðrum sem að eru og hafa verið í vanda með öll sín hlutabréf upp á milljónir og jafnvel milljarða! Nú almenningur hefur þurft að blæða fyrir þessa eymingjans þurfalinga með 550 þúsund og yfir milljón á mánuði allar götur síðan 1990 til að halda stöðugleika í ÞJÓÐFÉLAGINU! Það má ekki nefna Fátækt vegna þess að Fátækt er ekki til samanber viðtöl við þjóðþekktar persónur vegna þess að þessir blessaðir auðvaldssinnar gera sér ekki grein fyrir lífinu útávið en þessir eymingjans menn hafa haft út úr Alþýðunni síðastliðin tuttugu ár fimm og hálfan milljarð í greiðslur sem að annars hefðu átt að fara til heilbrigðismála. Og tala nú ekki um barnabætur sem að voru lækkaðar um 75% og eru nú loksins komnar upp í 9,5% þó svo að það hafi átt að hækka þær upp um 75% fram á daginn í dag en kannski er ég ekki góður í reikningi þó svo að ég hafi fengið 8,5 á síðasta prófi! Nú gamli Alþýðuflokkurinn var hvatamaður að Sjúkrasamlaginu gamla sem að var gulltryggt þá þurfti maður ekki að borga, vegna þess að við borguðum það með sköttunum okkar hinn almenni borgari og stjórnmálamenn en svo komu sprenglærðir Íslenskir heilsuspekúlantar frá USA sem að kynntust kerfinu þar og hverjir kokgleyptu það og rifu niður það gamla til að láta Ríkið græða meira! Nú þar var einn forsvarsmaður í tilteknum flokk með stuðningi og loforðum um hitt og þetta! Nú sjá Sendiherra og hvað? Nú spillingin er rosaleg hér á Íslandi og verður áfram! Nú þetta hefur fólkið kosið yfir sig undanfarna áratugi og ekki verður lát á fyrr en að það verða eftirlitsmenn inni á öldrunarstofnunum sem að fylgjast með þessum smölum sem að fara inn á herbergi og láta skrifa undir atkvæði þó svo að fólkið sé blint og viti ekki undir hvað það er að skrifa! Veit um svoleiðis dæmi hjá einum flokk svo að það yrðu ekki vandræði og stjórnarkreppa! Þá geta Íslendingar lagt saman tvo og tvo og fengið út fjóra en sumir fengu úr því dæmi fimm! En Þessi Ríkisstjórn er löngu búin að skýta á sig og samanber fyrra blogg er hræddur við þessa olíufursta með sitt samráð ennþann dag í dag út af því að þá minnkar aurinn í kosningasjóðinn hjá þessum sem að ráða Íslandi (eiga)!Nú þarf númer Eitt að þjóðnýta kvótann okkar allra þannig að það sé hægt að leigja hann út því að ALLIR ÍSLENDINGAR EIGA KVÓTANN ekki bara auðvaldið sem að kom sjávarbyggðum á kaldan klaka til að þóknast sumum flokksbræðrum sem að langaði að græða! En Davíð Oddson sagði eitt sinn að það ætti bara að flytja fólkið frá einu sjávarþorpi sem að heitir Suðureyri í eina stóra blokk í Reykjavík! Það var svo dýrt að gera göngin fyrir Vestan en blessaður lét það ótalið með Perluna sína og Ráðhúsið sem að Reykvíkingar eru ennþá að borga og jafnvel að borga með veitingarekstri svo að Perlan sé háklassa matstaður! Nú þetta sýnir bara hans hugsunarhátt þá og ekki skilur nokkur Vestfirðingur hvernig það gat gerst að þessi maður varð seðlabankastjóri, en svörin liggja í augum uppi Bláa Höndin!!!!!
Örninn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 11716
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á meðan Íslendingar flýja land, þá flæðir ódýrt og illa menntað erlent vinnuafl inn í landið sem aldrei fyrr. Frumstæðir stjórnarhættir á Íslandi svipar mjög til margra vanþróaðra svæða eins og finna má niður í Afríku þar sem mörg lönd eru að stíga sín fyrstu skref í átt til lýðræðis og heilbrigðari stjórnarhátta.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.8.2008 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.