Reykjavíkurpólitík!

Ó eru nú Sjálfstæðismenn og Framsókn búnir að gera á sig í pólitíkinni í höfuðborginni. Nú er komið að því að lögum um bæjarstjórnakostningar verði breytt svo að almenningur fái að kjósa einhverja með viti en ekki þessa sem að eru núna komnir með (ó) stjórn höfuðborgarinnar. Nú Sjálfstæðisforkólfarnir  geta sjálfum sér um kennt að velja samstarfið við Ólaf bara til að setjast aftur í stólana í borginni þannig að blessaðir mennirnir í þeim flokk misstu nú ekki aurana sína. Nú með kaup á eignum  síðasta meirihluta í miðbænum þá geta þeir líka sjálfum sér kennt um Sjálfstæðismennirnir, eitthvað hafa þessar flokksgæðingar  í þeim flokki verið hræddir við Ólaf. Ekki gátu þeir tekið fram fyrir hendurnar á honum út af hverju skilur hinn almenni borgari ekki eða var þetta allt með ráðum gert í sambandi við þessi fasteignakaup í miðborginni svo að einhverjir í einum stórum flokki myndu græða? Það er ekkert nýtt hjá þeim stóra flokki. En svívirðilegast finnst mér það sem borgara í Reykjavík að þurfa að horfa upp á það að Gísli Marteinn skuli vera á launum á meðan hann er í námi! Hverskonar óráðssía er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn, ekki fæ ég full laun í námsleyfi, kannski ef að ég myndi kannski sleikja mig upp við einhvern flokksgæðinginn  og koma ár minni vel fyrir borð eins og margir innan þessa flokks(sjálfstæðis) hafa gert. En bíðið bara núna verður Framsókn jörðuð og Sjálfstæðisflokkurinn geldur mikið afhroð bara út af eymingjaskap og rugli, það hefði mátt halda að þetta fólk væri á einhverju að geta ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir og hvað þá stjórnað borginni svo að vel sætti nei bara bruðla og bruðla samanber Gísla Martein og fleiri. En Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafið skömm fyrir og þetta samstarf verður ekki langlíft, og að Óskar Bergsson hafi tekið upp samstarf við stóra bróður er nú barasta til að lýsa honum, það vantaði ekki kjaftinn á Óskar og ég tala nú ekki um yfirlýsingarnar  þegar að hann var í minnihluta. Maður (Óskar) líttu þér nær og mikið hefur þú Óskar farið niður í áliti það verður gaman að fylgjast með skoðanakönnunum á næstunni, þá er eins gott að það verði hreinsað til í borginni og að öll borgarstjórnin segi af sér sem fyrst.

Örninn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 12257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband