Verðhækkanir á matvöru ofl.

Fór út í búð að versla í gær eins og að ég er vanur að gera en þá rak mig í rogastans. Flestallar vörur höfðu hækkað um töluverðar upphæðir. Nú það kom svo sem ekkert á óvart með allt þetta hrun á krónunni, en kaupmenn þeir gera eins og glæpaolíufélögin stóru sem að stóðu í samráðinu á sínum tíma og hækka strax. En að lækka strax og eitthvað breytist það má nú ekki eins og að olíufélögin hafa gert seint og um síðir og ekki þarf að segja mér að þessi olía og bensín sé borguð eftirá.  En hvað um það þessar verðhækkanir komu svo sem ekkert á óvart í matvörubransanum launin ný hækkuð og þar með hófst skriða verðhækkana eins og að alltaf hefur verið þegar að launin hafa hækkað! Þessar launahækkanir eru uppurnar og meira til. Óðaverðbólgan komin af stað og ekkert annað en kreppa framundan, nú laun þeirra sem að stjóra ríkinu þau hljóta að fara að hækka mikið umfram það sem að hinn almenni launþegi fékk, en það er nú barasta viðtekin venja. Nú held ég að þessir háu herrar ættu að sína eftirfylgni og lækka launin sín eins og  margir stjórnendur hinna stóru félaga hér á landi gerðu. En mikið grunar mig að svo verði ekki þessir blessaðir menn sem að ráða þeir vilja örugglega ekki missa spón úr aski sínum, eftir að þeir eru komnir á spenann eins og kálfarnir þá er voða gott að fá meira.

Þetta eru bara mitt álit á því sem er að gerast og lái mér hver sem vill.

Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 11716

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband