Ellilífeyririnn hans tegdapabba (fyrrverandi)

Mikið varð ég hissa þegar að ég sá kröfu frá Tryggingastofnun Ríkisins á vistunargjaldi fyrir tengdapabba! Blessaður maðurinn er verkfræðingur á eftirlaunum og fær makalífeyrir samkvæmt lögum. En samt búinn að borga alla sína tíð í lífeyrissjóði og samkvæmt þessari kröfu frá Tryggingastofnun þá þarf hann að borga 185000 á mánuði í vistunargjöld samkvæmt þeirra útreikningum! En það versta við þetta er að hann getur leigt sér íbúð á innan við helming af þessum aurum sem að hann þarf að borga í vistunargjald, og samt fengið hjálp! Þannig að ég spyr af hverju er þá  maðurinn ekki  í einbýli, nei honum blessuðum er komið fyrir á tvíbýli! Og ekki er nú úr miklu að moða í matar og kaffitímum þetta er bara færibandavinna til að hafa pláss fyrir næsta mann í kaffi og eða mat! Þannig að ég held að vinkona mín hún Jóhanna Félagsmálaráðherra ætti að kynna sér þessi mál og fara inn á stofnanirnar í óboðað eftirlit vegna þess að ég veit að henni myndi bregða all hressilega og ég skal taka hana blessaða með mér og sýna henni hvernig þetta raunverulega er! Og líka aðra háttsettari ráðherra vegna þess að ég held að þeim myndi nú ekki líka það að fá eina kleinu og eina beinakexsköku og kaffi til að skola niður með! Þetta er staðreynd og hefur viðgengist í mörg ár fólkið á Elli og hjúkrunarheimilum!! Gamla fólkið segir bara það sem að þeim er sagt ef Ekki þá koma bara aðrir í þeirra stað! En það skammarlegast er að margt fólk inni á þessum heimilum eru umkomulausir, ættingjarnir heimsækja þá ekki einusinni og hef ég persónulega kynnst því með fólk sem að fær enga heimsókn frá sínum nánustu. Þetta er skömm! EN ALMENNIR íSLENDINGAR VAKNIÐ UPP OG GERIÐ EITTHVAÐ Í LÍFEYRISMÁLUNUM YKKAR OG FÁIÐ ÞINGMENN TIL AÐ BREYTA ÞESSUM ÓSKAPNAÐAR LÍFEYRISRÉTTINDUM STJÓRNENDA ÞESSA RÍKIS það væri gaman að sjá alla þessa menn lifa á venjulegum lífeyri! Það yrði ekkert nema eymd og volæði ef að lífeyririnn yrði skorinn niður hjá þeim eins og var gert hjá fjölda fólks. NEI RÍKISSTJÓRNIN SENDI BRÉF TIL LÍFEYRISSJÓÐANNA OG FÉKK NEI VEGNA ÞESS AÐ EIN RÍKISSTJÓRN skeyt á sig og við erum að súpa seiðið af því ennþann dag í dag því miður eftir öll þau ár!

Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 11716

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband