Lækkanir á örorkulífeyri

Nú er verið að bera í bakkafullan lækinn með þessum lækkunum, er ekki nóg komið, mikið af þessu fólki unnið í fjölda ára og borgað sín iðgjöld og svo á að lækka hjá þessu fólki. Ég held barasta að stjórnendur þessara sjóða ættu að skammast sín og hundskast til að lækka launin sín um fullt af prósentum það munar um fleiri hundruð þúsund á mánuði sem að þessir stjórar fá í laun en það er  lækkað hjá öryrkjum til að þessar afætur fái sín MIKLU laun og flottu bíla! Og ekki sé talað um þessar fjárfestingar sem að margir sjóðirnir hafa tapað milljörðum á og ekki með leyfi lífeyrisþega það á ekki að láta það bitna á þeim fyrir gerræðislegar ákvarðanir um þessar fjárfestingar!  Farið Lífeyrissjóðir að taka til í ykkar ranni og athuga það að lífeyrisþegar samþykktu aldrei þá segi ég aldrei þessi háu laun hjá ykkur það mætti lækka launin ykkar stjóranna svo að lífeyrisþegarnir þyrftu ekki niður þessa niðurfellingu og eða skerðingu. Takið þetta til greina og gefið upp launin ykkar fyrir alþjóð svo að almenningur geti dæmt sjáfur um hversu mikið þið mættuð lækka í launum og prufið þið sjálfir að lifa á þessum bótum þið yrðuð ekki ánægðir með það að þurfa að borga húsaleigu, og allt því sem að fylgir og láta enda ná saman með matarinnkaupum tala nú ekki um fjölskyldurnar með börnin þá er nú ekki mikið eftir til skiptanna bara borga og lifa svo á jafnvel engu og börnin fara svöng í skólann.

Örninn

 

 


mbl.is ÖBÍ mótmælir skerðingu 9 lífeyrissjóða á örorkulífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband