Snjóruðningur

Jæja hvers eiga gangandi og hjólandi að gjalda í Efri byggðum Reykjavíkur CITY? Því miður hefur það margoft komið fyrir í þessarri snjóatíð undanfarið að það hefur verið rutt yfir alla stíga og gangbrautir. Og þegar að rauða viðvörunin kom frá Veðurstofunni þá brást Reykjavíkurborg við því að hafa alla bíla og önnur snjóruðningstæki klár á verktakalaunum! En sem betur fer þá þurfti ekki allur flotinn að bjarga Reykjavík. En eitt skal ég segja að Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar sem var þá stóð sig frábærlega allstaðar í borginni og sérstaklega í efri byggðum þá í snjómokstri og sorphirðu líka, enda stóð almenningur með sorphirðufólkinu og hjálpaði til ef hægt var! Nú Reykjavíkurborg hefur teygt úr sér á alla kanta, og með því þá hefur þjónusta við Borgarbúa minnkað! Spara segja einhverjir spekingar sem eru vildarvinaráðnir, og allt kokgleypt þó svo að spekingarnir hafi ekki hundsvit á kúk og eða skít, borgin borgar einhverjar summur! Efast um að blessað fólkið hafi kynnt sér meðhöndlun lífræns úrgangs í svipuðu formi eins og er alstaðar á Norðurlöndunum!Og ég efast stórlega að Reykjavíkurborg hafi án verktakavinnu efni á breytingum því Reykjavíkurborg á ekki neitt sem heitir snjóruðningstæki því allt var selt til hinna og þessa á spottprís! Það eru flottar auglýsingarnar með flokkun, en það er ekki gert ráð fyrir Fjölbýlum í efri byggðum! En bara verði þeim blessuðum að góðu að útfæra á kostnað á breytingum sem ég veit að kosta upp undir 800 milljónir bara í Vesturberginu og tala nú ekki um Fellahverfið! Reykjavíkurborg þarf að borga fyrir vanhugsaðar tillögur og hafa ekki kynnt sér hvernig Norðurlöndin hafa sorphirðumálin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 11716

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband