Vegakerfið

Jæja hvenær ætlar Ríkissjtórnin að girða sig í brók án þess að leggja frekari álögur á almenning með samgönguúrbætur! Samkvæmt gögnum hefur Vegagerðin verið svelt um rúmlega þúsund milljarða síðan árið 1991! Og þeir peningar sem að við skattgreiðendur höfum borgað með auknum álögum á eldsneytisgjald og bifreiðagjöld síðan þá og með hjálp ofurálagningar Eldsneytisala sem að Ríkisstjórnin lætur óátalið því ekkert er eftirlitið með einu né neinu svo fremi sem að allir græða sem hluthafar og með eignaraðild? En allavegana þá þarf Ráðherra samgöngumála og ráðherra Fjármála að skýra út fyrir almenningi hvers vegna hafa peningarnir ekki farið til Vegagerðarinnar eins og til stóð? Bjarga einhverjum ríkisfjármálum eða einhverju öðru? Þá er kominn tími til í dag að lækka álögur á eldsneyti svo almenningur  geti farið að ferðast innanlands og setja stopp á yfirgengilegar álögur eldsneytissala! Það má því miður ekki vegna hagsmunatengsla! En allavegana það þarf ekki að setja neina vegatolla á því almenningur er löngu búinn að borga fyrir vegabætur í gegnum áratugina! En kjósendur kjósa vitleysinga sem hafa sumir hafa ekki hundsvit á þeim málaflokkum sem snýr að þeim! Það væri gustukur að taka ráðherra samgöngumála í bíltúr á trukk með aftanívagni og láta hann kynnast að eigin raun hvernig ófærð getur verið í staðinn fyrir alla ráðgjafana sem hafa og vita ekki hvernig það er að vinna nema á skrifborðsstól!!

Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband