Orkupakki 3

Jæja það er nú kannski of mikið talað um þann pakka en því miður þá hefur almenningur ekki hugmynd um hvað sá Orkupakki snýst um! Og miðað við umræður undanfarið þá hafa komið einhverjir keyptir spekúlantar frá einhverjum flokkum, tala nú ekki um lögfræðinga og prófessora ofl! En eitt gleymist að spyrja almenning um hvað þeim finnst um að raforkuverðið hækki um 30-60% við lagningu sæstrengs til Evrópu! Þær tölur sem byggt er á og ýmsir hafa sett fram frá einhverri stofnun sem hafa verið birtar eru ekki réttar því þar eru bara upplýsingar um Evrópumarkaðinn á Raforku per Kw stund sem eru frá Kola og eða kjarnorkuverum! Ég á ansi marga vini í Noregi og ekki lækkaði raforkukostnaðurinn þar heldur þvert á móti um 25-55% hækkun! Við Íslendingar höfum selt frá okkur ýmis réttindi og fengið á okkur að við erum ekki svo hrein því margir spyrja um kjarnorkuverin! Þá er eitt að gera fyrir okkar ráðamenn að halda landinu hreinu því allt kjaftæðið um kolefnisjöfnun er rugl og þá hlýtur að vera til undanþága frá EES á okkar skeri þar sem vindar blása og alls ekki ræða við einhverja sem vilja leggja sæstreng til Íslands og ef að Alþingi samþykkir orkupakka 3 þá eru ALLIR ALÞINGISMENN sekir um AUMINGJASKAP ef þeir fara á móti ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU um Orkupakka3! Sumir lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um EES 2013 og ekkert gekk svikin loforð og lyfi og ég veit að sá sem kjaftaði mest hefur mestu að tapa ef að Orkupakki 3 verður felldur í ÞJÓÐARATHVÆÐAGREIÐSLU ásamt sínum vildarvinum, stórlandeigendum og tala nú ekki um alla sem eru í Skuggaráðuneytinu til að halda vildarvinum góðum!

Örninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 11896

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband