4.7.2014 | 21:30
Umræða Bjarna Ben um sölu í Landsbankanum og geðþóttarákvörðun flutninga hjá samstarfsflokki hans!
Jæja nú er Bjarni Benediktsson að íhuga að selja hlut í Landsbankanum. Og ég spyr sem Íslendingur er ekki í lagi með BB? Fengu Íslendingar ekki hrun yfir sig eftir ákvörðun sömu flokka í ríkisstjórn með fulltingi flokks BB að einkavæða bankana með þessum hörmulegu afleiðingum þar sem að vissir vildarvinir fengu bankana á slikk og jafnvel borguðu lítið sem ekki neitt eða hvað? Nei nú ætti BB að gangast í það að gera upp fortíðina og viðurkenna mistök síns flokks og fyrrverandi Seðlabankastjóra og líka formaður hins flokksins í ríkisstjórn vegna þess að sá hluti Íslendinga sem kaus þá ekki er ekki búinn að gleyma og kokgleypti ekki loforðin eins og sumir molbúar sem eru tryggir sínum málstað og vilja bara einkavæðingu og einokun eins og hefur verið viðloðandi báða þessa flokka alveg síðan annó 1918 og sérstaklega eftir 1944 og þá komst það á að borga sem minnst til launþega á meðan að við atvinnurekendur græddum og enda Samtök atvinnulífsins í dag með í því allavegana miðað við samninga! Og ekki tala ég um vöruverðið sem er í hæstu hæðum innflytjendur hækka og hækka og benda á alheimsverð þó svo að varan hafi komið til Íslands og borguð fyrir einhverjum mánuðum á undan! Sama með vildarvini beggja flokka sem eiga innflutningsfyrirtæki á sviði olíu og bensín þeir hækka strax þó svo að búið sé að borga farminn og mega því samkvæmt lögum ekki hækka en því miður þá er gott að hafa hauka í horni breyta kannski einhverjum reglugerðum! Þetta er skítt en svona er þetta og Íslendingar segja ekki neitt! En að öðru samstarfsflokkur BB ætlar að færa Fiskistofu norður og ætla ég ekkiað fara út í umræðuna en mikil djöfulsins pólitík er þetta og samanber flokkin hans SDG sem setti milljónir í verkefni með sms án nokkurs tilefnis þeir fengu sem þóknuðust honum! Hann er orðinn alveg eins og pabbi sinn útsmoginn og sem hefur komið fram misvísandi lygari eða hvað bara spyr? Nei nú er komið nóg og Íslendingar farið að vakna upp því milljarðarnir eru að renna frá okkur á meðan að þessir jólasveinar ráða og það er ekki langt í næsta hrun og þá er hægt að kenna molbúakjósendunum um hrunið ásamt BB og SDG!! Ég er ekki að bera í bætifláka fyrir fyrri ríkisstjórn en það var farið að sjást til sólar þá en núna er að verða almyrkvi! Sjáið til!
Örninn
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Kjaramál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.