Nýtt skip til Samherja?

Jæja það er ágætt að þeir kaupi nýtt skip og það kannski fyrir greiðslu sem annars hefði farið til þjóðarbúsins sem afnotagjald af auðlind Allra Íslendinga en ekki nokkurra sægreifa sem kvarta sáran og grenja svo eins og þeir gerðu í tíð fyrri ríkisstjórnar og voru með allt á hornum sér og krossbölvuðu auðlindagjaldinu! Man ekki betur en að útgerðir sendu skipin sín í land til að mótmæla! Svo geta þessir hinir sömu greitt sér stóran og feitan arð og tala samt um að útgerðin beri sig ekki. Skrýtið. En þá er líka kominn tími til að taka út úr samningum sjómanna þær greiðslur sem að þeir þurfa að taka þátt í samanber olíugjald og svo margt fleira og grátkór LÍÚ verður ekki stætt á því að setja LÖG á sjómenn ef að þeir hóta að fara í verkfall eins og þeir létu handbendi sína innan ríkisstjórna á þeim tímum ítrekað og sömdu ekki við sjómenn nema með afarkostum eins og samningar sjómanna eru í dag. Því það var og er líka viðkvæðið hjá útgerðarmönnum innan LÍÚ að það væri nóg af mannskap í landi. En það er ágætt að sjómannaforystan veit hvers á að krefjast í næstu samningum og það þýðir ekkert að ráða einhverja útlenska sjómenn því þá myndi skrattinn fyrst hitta Ömmu sína!!

 Örninn


mbl.is Samherji kaupir línuveiðiskip frá Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Jú jú hvort ég virði skoðanir þínar. Þessi grein er stolin úr glósubók  þar sem safnað er, öllum fúkyrðum  og atvinnurógi  sem finnst. Um þann atvinnuveg sem gerir mest til þess að byggja þetta land upp og rífa það upp á rasgatinu.

Snorri Hansson, 10.8.2013 kl. 21:00

2 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Sammála þér Snorri. Undarlegt hvað þorri þjóðarinnar virðist gegnsýrður hatri á þeim sem stunda undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Þessu framtaki þeirra Samherjamanna ber að fagna, ekki rífa niður með hatri, níði og atvinnurógi  eins og hér er gert, en það verður hver og einn að eiga við sjáfan sig og sína samvisku. Ef menn telja það þjóna einhverjum tilgangi að níða menn og rægja þá verður svo að vera. Sjálfum finnst mér tímabært að þessum linnulausu árásum og andfélagslega áróðri fari að linna. Flestir þeir sem standa í þessum rekstri eru máttarstólpar í sínum byggðarlögum og ekkert óeðlilegt við að þeir njóti umbunar af striti sínu og fjárfestingum. Samherjamenn eru þekktir fyrir að gera vel við sitt starfsfólk og virða það mikils. Það á einnig við um fleiri og reyndar flesta sem ég þekki til og þekki ég þá marga af eigin raun ha fandi starfað í þessum "bransa" í hartnær hálfa öld vítt og breytt um þetta sker hér í N-Atlantshafinu. 

Viðar Friðgeirsson, 10.8.2013 kl. 22:13

3 identicon

,, Undarlegt hvað þorri þjóðarinnar virðist gegnsýrður hatri á þeim sem stunda undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Þessu framtaki þeirra Samherjamanna ber að fagna, ekki rífa niður með hatri, níði og atvinnurógi eins og hér er gert".

Þessi orð eru eins og tuggan frá því 2007 um bankana þegar allir öfunduðu útrásina og útrásar víkingana. Við almenningur sjáum í gengum svona LÍÚ kjaftæði. Alveg sammála þér Örn með að hætta að láta sjómenn taka þátt í olíukosnaði útgerðarinnar fyrst það er hægt að borga út arð í þessum fyrirtækjum.

Margrét (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 11716

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband