Launakrafa hátekjufólks BHM og BRSB aftur að hruni!

Jæja mér var orða vant eftir að ég las forsíðufrétt MBL sem að Baldur Arnarson blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði þann 18 júlí síðastliðinn. Hver andskotinn er í gangi það er verið að skera niður alveg út og suður en svo kom kjararáð með launahækkanir upp á ja hundruðir þúsunda til ýmissa stjórnenda! En hvað er með almenning sem að þurfti að taka á sig byrðar upp á tugi prósenta launaskerðingu eftir hrunið og því miður með skerðingu á réttindum á greiðslum úr lífeyrissjóð, og því miður ekki Gulltryggðir af Ríkinu samanber LSR. Og þannig að skuldirnar hlaðast upp í þeim Ríkistryggða lífeyrissjóð því gullmolarnir ríkistryggðu mega víst ekki láta skerða hjá sér því þá gætu þeir óvart þurft að sleppa nautafilleinu, gæsabringunum og jafnvel heimilishjálpinni ææ vesen! En þá verður vesalings forystusauður Alþýðusambandsins að fara að halda sig réttu megin og krefjast afturvirkra launaleiðréttinga fyrir almenning því ég veit ekki betur en samkvæmt lögum eiga allir að vera jafnir í launaþróun? Eða hvað? En kannski er almenningur ennþá svo lítils metinn eins og hefur verið eftir árið 1918 og atvinnurekendur hafa notað sér það óspart og sagt við fólkið alveg fram undir 2008 að það sé nóg af mannskap ef að þú ætlaðir að fá launahækkun þá var það ekki hægt því miður allur rekstrarkostnaður er svo mikill ( Út að borða með fjölskyldunni, nýr bíll fyrir konuna og krakkana og svo hlutabréfakaup á góðu gengi) því miðurþá er ekki möguleiki á launahækkun en við skulum tala saman á næsta ári!!! Jæja og svo kom holskefla af erlendu launafólki sem að þeir hinir sömu tóku fagnandi og sögðu reynsluboltum upp til að spara einhverja þúsundkalla en svo fór tími og þjálfun í að reyna að kenna illa talandi manneskju á ensku að vinna og viðkvæðið er svo mikið í dag svona: Ég ekki skilja Íslensku skrifað á blað! Nei nú skal spara og engar launahækkanir og eins má fækka í öllum stofnunum ríkisins því þar eru margir óþurftargemlingar sem að flokkarnir allir saman hafa potað inn í ýmsar stöður alveg frá byrjun og taka allhressilega til í stjórnsýslunni því fyrir óþurftargemlingana þá hefði kannski mátt vera með 40-50 starfandi Lögreglumenn til viðbótar þessum örfáu sem eru ennþá starfandi! Svo að það verður vonandi ekki tannlaus kjarabarátta hjá ASÍ því það er ekkert mál að setja tennur með biti upp í forystusauðinn og held bara að almennur félagsmaður innan ASÍ væri tilbúinn að láta nokkrar krónur af hendi rakna því ekki hangir forysta ASÍ og bitlingarnir á horriminni eða hvað? Milljón kall á mánuði ekkert mál hjá ASÍ eða hvað?

Örninn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 11716

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband