21.4.2012 | 02:31
Jólasveinaframboð?
Já ekki er öll vitleysan eins! Hvers vegna er blessuðum manninum meinuð þáttaka í fjölmiðlum? Nú einfalt svar hvaða heilli manneskju myndi detta það í hug að hella tómatsósu yfir sig fyrir utan dómssal, klæða sig í jólasveinabúning eins og eitthvað hirðfífl og koma fram í fjölmiðlum með ásakanir um að vera meinuð þáttaka og eða verið boðið í viðræðuþætti! Ef að ég fengi að ráða þá myndi ég sem þáttastjórnandi og eða ráðandi Sjónvarpsstöð eða Útvarpsstöð ekki taka í mál að misbjóða almenningi í Sjónvarpi og eða útvarpi með kannski tilvonandi uppátækjum þessa frambjóðanda sem að gætu komið illa við alþjóð og eða umheiminn og að þetta væri frambjóðandi til embættis forseta Íslands! Nei kreppan var slæm en að fá fáráðsframboð? NEI. Kannski að þessi blessaður frambjóðandi sé að stíga í vænginn við vitleysisflokkinn í Reykjavík og kannski verður þá nafnið ÁSGNARR bara spyr?!
Ástþór skilar meðmælendalistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 11716
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú svo að það geta allir boðið sig fram til forseta Íslands uppfylli þeir viss skilyrði og við þurfum ekki að vera með gífuryrði um menn og málefni menn hafa misjafnan smekk og koma sínum skilaboðum áleiðis á mismunandi veg ,það eiga náttúrulega allir að vera jafnir í því að koma sínum málefnum á framfæri í fjölmiðlun sem vilja láta taka sig alvarlega,það er ekki við fjölmiðla að sakast hvernig menn svo aftur koma sínum málum fram.Við skulum ekki vera með gífuryrði á fólk og kalla þau öllum illum nöfnum.
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 21.4.2012 kl. 09:21
Það er ekki rétt hjá þér Guðmundur E. Jóelsson, að allir geti boðið sig fram til forseta. Skilyrðin eru það þröng að það er ekki hægt með ærlegum hætti að segja allir í því sambandi. Það sitja ekki allir við sama borð í forseta framboði því það eru ekki allir svo heppnir að fá ókeypis fjölmiðla auglísingar.
Ég verð ekki var við að síðu höfundur við hafi hér sérstök gífuryrði, önnur en þau sem frambjóðandinn sjálfur hefur boðið uppá með háttarlagi sínu, sem er ekkert annað en vanvirðing við okkur sem stöndum undir þeim búskap sem öllu stendur hér undir.
Auðvita hafa menn mismunandi smekk Guðmundur Eyjólfur, en mér sýnist sem þitt mál sé helst fram sett af fátækt, enda innan tómt og hefði þá ég var ungur verið nefnt nöldur.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.4.2012 kl. 11:41
Það er nú eiginlega enginn munur á borgastjóra nefnuni Jóni Gnarr eða forsetaframbjóðandanum Ástþóri Magnússyni.
Ef eitthvað er þá hallar heldur á Gnarrinn í þeim samanburði.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.