11.3.2010 | 18:43
Upp með veskið og verslið meira segir Jóhanna á Stöð 2.
Jæja nú á ég ekki til eitt einasta aukatekið orð! Hvernig í andskotanum á almenningur að versla meira þegar að almenningur hefur varla á milli hnífs og skeiðar! Ekki er almennur verkamaður með milljón á mánuði svo að þessi orð eru ekki til að hleypa góðu í landsmenn! Það væri nær að þessi ríkisstjórn myndi þá gera eitthvað fyrir almenning til að hann gæti verslað meira td. hækkað launin um 50 prósent því gegndarlausar hækkanir eftir þetta glæpsamlega hrun sem að einhverjir svikahrappar komu á það eru um 50 prósent eða meira svei mér þá það þýðir ekkert að vera að básúna um kaupmátt það er ekki tekið tillit til lægstu og meðallauna heldur hlýtur að vera tekið tillit til launa yfir 500 þúsundum, nú almenningur með allt sitt að borga hefur eins og ég sagði að ofan varla og jafnvel ekki á milli hnífs og skeiðar! Svo svona orð Jóhönnu eiga bara rétt á sér fyrir þá ríku ekki almenning ekki kaupir almenningur nautalundir og dýra fæðu sem að kílóverð er yfir 2000 krónur heldur kaupir fólkið það sem ódýrt er og þar kemur Bónus sterkt inn því vöruverðið þar hefur sko bjargað mörgum fjölskyldunum frá hungri!!! Þannig að þetta er ekki gott Jóhanna með sína tæpa milljón á mánuði! Farðu Jóhanna að gera eitthvað róttækt til að hjálpa kaupmættinum hjá þeim lægstlaunuðu annars verður allt KOLVITLAUST.
ÖRNINN
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.