Nýtt skip til Samherja?

Jæja það er ágætt að þeir kaupi nýtt skip og það kannski fyrir greiðslu sem annars hefði farið til þjóðarbúsins sem afnotagjald af auðlind Allra Íslendinga en ekki nokkurra sægreifa sem kvarta sáran og grenja svo eins og þeir gerðu í tíð fyrri ríkisstjórnar og voru með allt á hornum sér og krossbölvuðu auðlindagjaldinu! Man ekki betur en að útgerðir sendu skipin sín í land til að mótmæla! Svo geta þessir hinir sömu greitt sér stóran og feitan arð og tala samt um að útgerðin beri sig ekki. Skrýtið. En þá er líka kominn tími til að taka út úr samningum sjómanna þær greiðslur sem að þeir þurfa að taka þátt í samanber olíugjald og svo margt fleira og grátkór LÍÚ verður ekki stætt á því að setja LÖG á sjómenn ef að þeir hóta að fara í verkfall eins og þeir létu handbendi sína innan ríkisstjórna á þeim tímum ítrekað og sömdu ekki við sjómenn nema með afarkostum eins og samningar sjómanna eru í dag. Því það var og er líka viðkvæðið hjá útgerðarmönnum innan LÍÚ að það væri nóg af mannskap í landi. En það er ágætt að sjómannaforystan veit hvers á að krefjast í næstu samningum og það þýðir ekkert að ráða einhverja útlenska sjómenn því þá myndi skrattinn fyrst hitta Ömmu sína!!

 Örninn


mbl.is Samherji kaupir línuveiðiskip frá Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2013

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband