Færsluflokkur: Dægurmál
17.3.2024 | 01:19
Er gróðafýknin að drepa lónið?
Nú er komið að því að jarðvísindamenn og stjórnvöld: Almannavarnir loki lóninu í ótilgreindan tíma! Nógu mikið af almannafé fóru í að byggja varnargarða,og það svíður mest að bjarga lóninu til að bjarga stöðvarhúsi með famhjáhlaupi í varnargarði svo lónið yrði ekki fyrir skemmdum! Vonandi í framtíðinni borgar eigandi lónsins til baka þá fjármuni sem hann fékk frá Ríkissjóð í formi ýmissa hlunninda og niðurfellingu á VSK! En það er borin von að Íslenskur almenningur fái eitthvað til baka frá lóninu nema? Má bjóða yður 5% afslátt?!
Svona er sala á eignum sveitafélaga og Ríkisins , og peningapúkarnir stökkva á bitann og okra svo á almenningi og ferðamönnum!
Örninn
Skammur fyrirvari veldur áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2024 | 07:25
Birta
Jæja horfði á Íslensku myndina Birtu,sem vakti upp gamlar minningar sem einstætt foreldri! Og ég segi bara að þessi mynd ætti að vera skylduáhorf eftir þingstetningu svo þingmenn og konur geri sér grein fyrir alvarleika peningarleysis, 65-90% í húsaleigu, börnin í einhverjum lörfum, liggur við húngumorða borðandi pasta ofl! Vonandi eru þurfalingarnir sem lifa á almenningi með sín laun yfir 2 milljónir++ á mánuði sáttir, því þurfalingarnir græða meira á MOLBÚUNUM! En því miður eru sumir háttsettir á Íslandi sem voru með erlent þrifafólk hjá sér, hverrar þjóðar verður aldrei gefið upp! Og alls ekki gefið upp til skatts! Tala nú ekki um aðstoðarfólk þingmanna þar má spara( konur, hán eða? )
Feginn verð ég þegar að ég yfirgef Ísland og okrið sem Íslendingar vilja, og Tryggingastofnun kemst ekki í minn vasa þá!
Örninn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2024 | 12:16
Ellismellir!
Jæja elsku ellismellir! Ætlið þið að samþykkja áframhaldandi skerðingar, sem að ýmsir þingmenn sem að sumir ellismellir kusu og hafa haldið kjafti, með það sem kosið var og eða verið kveðnir í kútinn á Alþingi til breytinga? Nú þá er kominn tími til að við ELLISMELLIRNIR stofnum nýjan Stjórnmálaflokk,og við getum notað okkar ársgjöld til þess! Við erum skilin eftir með ólöglegum skerðingum frá Íslenska Ríkinu ( Og ekkert gert til að laga okkar kjör, vegna Fjárþurrðar Ríkissjóðs 500 milljarðar sem hurfu í Lán til einhvers banka ) og almenningur borgar ennþá!
Það skiptir miklu máli að vera í réttum flokki og Ríkisstarfsmaður ( Bitlingur með 1,5 milljónir á mánuði í lifeyrisgreiðslur ) og hefur ofan í sig og á, og ENGAR SKERÐINGAR!!!!
Munið þetta þegar að þegar að þið skoðið seðlana og endilega birtið opinberlega hvað þið borgið í leigu, þjónustugjöld ofl ef fólk er í þjónustuíbúð!
Því gylliboðin eru ekki það sama og Leiga!! 45 fermetrar kostar kannski 130 þúsund fyrir utan húsaleigubætur, svo kemur allur annar kostnaður++
Örninn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2024 | 02:46
Aðgerðir!
Er þá ekki kominn tími til að bankar ofl axli ábyrgð á öllum glundroðanum sem hefur verið viðloðandi eftir hrun 2008 sem að kostar ennþá almenning og mun kosta ennþá meira næsta árið! Nú það er frábært að Lögreglan finni ekki 500 milljarðana sem fóru til að bjarga einum banka! Og Skatturinn finnur ekki eitthvað, og gleymir kennitöluflökkurunum sem einhverjir eiga kannski hauka í horni hjá skattinu? Tekjutendur árangur að ná Jóni, sleppa Séra JÓNI! En svona er Íslensk fjármálakerfi gjörspillt, og ekki furða að xfjármálaráðherra vilji ekki að Ísland gangi inn í Evrópusambandið, því þá yrði allt rannsakað, Seðlabankinn settur í Gjörgæslu með allar embættifærslur síðaðstliðna 3 áratugi! Og einhverjir missa sitt þegar að svikin komast upp, með erlenda reikninga hingað og þangað ca 220 milljarðar +-?
En nú þarf að sverfa til stáls, ofurgróði banka og fyrirtækja, sem sum hafa verið gerð gjaldþrota, og með nýrri kennitölu sem á ekki að vera hægt nema á ÍSLANDI!
Gætu þurft að beita aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2024 | 23:42
Mislingar
Nú eru flest allir Íslendingar bólusettir fyrir mislingum og öðrum sjúkdómum sem geta valdið skaða seinna á lífsleiðinni!
En því miður þá eru ekki allir erlendir ferðamenn bólusettir fyrir ýmsum kvillum. Bæði út af ófullnægjandi upplýsingum til þartilbærra heilbrigðisstofnana til allra viðkomandi aðila í því landi sem að viðkomandi býr. Það fer eftir efnahag þess ríkis sem að viðkomandi kemur frá, sem hefur ekki þá sömu stefnu í heilbrigðismálum eins og er í Evrópu? Nú er þá ekki bara gott að koma því á að ferðamenn og áhafnir skipa og flugvéla framvísi bólusetningarvottorðum? Einu sinni var þetta með ýmsa áhafnameðlimi sem ferðuðust erlendis, og 1979 fékk ekki einn áhafnarmeðlimur að stíga á Ameríska grund vegna þess að bólusetningarvottorðið varð eftir heima!
Bara spurning?
Mislingar bárust með erlendum ferðamanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2024 | 15:47
Erfitt að draga til baka hækkanir
Má þá ekki draga hækkir til baka fyrir efnaminni? Kannski skiptir það ekki máli fyrir efnafólkið sem heldur uppi Garðabæ og borgar lítið sem ekki neitt til samfélagsins! Það væri gaman að vita skiptingu útvarstekna Garðabæjar í sambandi við tekjur almennings og ofurríka fólksins í krónum talið, hver borgar minnst og eða hver borgar mest miðað við vinnuframlag! Kannski að bæjarstjórinn með sín ofurlaun ætti að sjá sóma sinn að vera á skrifstofunni frá Kl: 08-16.00. Því miður þá er bæjarstjórinn ekki alltaf á fundum, heldur að leika sér við að gera eitthvað annað! Sama með alþingismenn og ráðherra (aðstoðarmenn, konur eða hvár) svara símanum og allir uppteknir! Kannski sitjandi í vinnutíma étandi, drekkandi eitthvað, enda skiptir það ekki máli, bílstjórarnir bíða í drossíum alþingis og Ráðherra!
Má ekki spara í einhverju? Nei alls ekki! Fyrr frís í helvíti áður en að einhverju verður breytt! En þá er ágætis áminning til Íslendinga, að við almenningur verðum búin að borga skuld Ríkissjóðs gagnvart LSR árið 2029! Enda feitir lífeyrissamningar þar, sem má ekki tala um!
Erfitt fyrirheit að draga til baka hækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2023 | 13:15
Laun Þingmanna og frítími á fullum launum ofl
Mikið væri nú gott að þingmenn hugsi um kjör aldraðra og öryrkja á sínum ofurlaunum með AÐSTOÐARMENN og KONUR sem við almenningur borgum fyrir!! Ekki var gert fyrir öllum aðstoðarmönnum ( konum, hvár osfrv )þegar að ríkisstjórnin byrjaði annó 2013! En það er gott að hafa bitlingana ( vini, ættingja ofl ) sem á eftir að kosta RÍKISSJÓÐ í ellilífeyri til bitlinganna allra 560 milljónir, og veit ekki hvort að Tryggingastofnun gangi rosalega hart gegn bitlingum stjórnarflokkanna, eins og Tryggingarstofnun gengur hart fram gagvart ALMENNINGI! Því miður þá eru ÞINGMENN ( Sumar Kjérlingar ) ekki að vinna fyrir ALMENNING, heldur vildarvini oG AUÐVALDIÐ ÞAR MEÐ TALIÐ BANKANA!! Og spurning af hverju er auðvaldið sem á Ísland á móti Þjóðaratkvæðagreiðslum um ýmis mál, og Þjóðin fékk ekkert um það að segja Þegar að Gunnar Bragi Sveinsson flaug óvænt út til Brussel með bréf og ætlaði að enda aðildarumsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu! Sem tókst ekki, og þá kom í ljós að jarðskjálfti varð innan Auðvaldsmafíunnar, og Seðlabankans! Því ef að við værum í ESB, þá hefðum við ekki verið í þessum sporum í dag, með óstjórn í Fjármálum! Því það má ekki kafa í gjörninga og spillingu sem er ennþá, og almenningur borgar ennþá til Auðvaldsmafíunnar sem á Ísland, eftir hrunið 2008 og græða ennþá! Ábyrgð? Nei það hefur enginn þurft að taka ábyrgð á sig, og 500 milljarða lán til banka, hvert fóru þeir? Kannski upp á Hádegismóa og eða Sviss, Tortóla, Bresku Jómfrúareyja bara skattaskjól! Þá er kominn tími til að nýtekin við Fjármálaráðskona fái óháða erlenda rannsakendur til að kanna hvað varð um 500 milljarða ásamt því sem hefur lekið út út fjárhirslum ríkisins allt fram á daginn í dag! Þarf Íslenska þjóðin að fara í mál gegn Ríkinu?
Og ef svo er þá verða ekki keyptir Lögfræðingar sem fara í þá vinnu, og það verður dýrt fyrir Íslenska Ríkið, og þá verður sá kostnaður borgaður úr A og B hluta í LSR sem almenningur er að borga í út af handvömm einhvers sem gleymdi einhverju, og skrifaði upp á pappíra fyrir Pabba, og sá hinn sami er kominn með elligöp, því það má ekki segja FRÁ!! Gamla Sjóvá 15 milljarðar hver veit?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2023 | 08:29
Stýrivextir og bankarnir
Nú það sama sagan, Seðlabankastjórinn hleypur upp til handa og fóta þegar að BANKARNIR tjá sig um vexti! Þá kemur gerræðisákvörðun Seðlabankastjóra með hækkun STÝRIVAXTA! Og frábært fyrir banka og fjármagnseigendur,tala nú ekki um eigendur fasteigna sem ekki hafa selst, en eru í útleigu á okurprís! Nú þarf að fá Evrópusambandið inn til að athuga hverslags stjórn er á fjármálum á Íslandi! Þá kemur að spurningunni? AF HVERJU VILL RÍKISSTJÓRNIN EKKI FARA Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU UM AÐILD AÐ ESB? Gunnar Bragi fór með bréf til ESB og tjáði þeim að aðildarviðræðum væri slitið, en samt erum við ÍSLENDINGAR ennþá í umsóknarferli, því þjóðin sagði ekki upp!! Svarið er hræðsla við að öll spillingin innan alls kerfisins komi í ljós undanfarna áratugi! Seðlabankinn ekki undanskilinn, með þann sem vildi ekki að almenningur hefði það of gott!! Krónan er góð fyrir suma, en allir aðrir gjaldmiðlar eru betri fyrir þá sem eru í SEÐLABANKAKAUÐVALDSLÍKUNNI!!
ÖRNINN
Spá því að stýrivextir hækki um 0,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2023 | 13:52
Engin furða
Skiljanlega vill manneskjan ekki fara í fangelsi í heimalandinu. Veit ekki um aðstæður í Rúmeníu með afbrotamenn í fangelsum? Gætu verið slæmar og eða hryllilegar? Því víða á okkar jarðkringlu eru fangar í fangelsum til að afplána dóm (a) og margir hverjir koma verri út eftir vistina. Smáafbrotamenn á Íslandi fá marga dóma á sig og geðþóttarákvörðun dómara ræður ásamt sækjanda hversu langur dómurinn eigi að vera! Mjög oft er ekki hlustað á sakborning, sem hefur bætt sitt ráð þegar að dómur fellur kannski eftir 2-3 ár! Fangelsisvist upp á? Jú það má kannski sækja um samfélagsþjónustu fyrir einhvern hluta af dómnum!
En tíminn sem fer í alla málsmeðferðina og sakborningur að lifa milli vonar og ótta, hvenær verð ég sóttur eftir opinbera plaggið frá Fangelsismálastofnun! Og annað er með Sýslumann ónefdan sem sendi bréf um að einstaklingur ætti að mæta til afplánunar í Fangelsið á Hólmsheiði klukkan 2 út af hraðasekt, og 6 dagar var refsingin! Nú einstaklingurinn mætti til afplánunar þann dag sem að Sýslumaðurinn tiltók og enginn kannaðist við neitt þar á bæ! Einstaklingurinn átti gott spjall við þá þar sem réðu og sýndi þeim bréfið frá Sýslumanninum undrunarsvipurinn og höfuðhristingurinn var víst í hámarki út af vitleysisgangi sýslumannsins,og einstaklingurinn kom heim til sín frelsinu feginn :):) En ég sá þetta bréf og varð hissa, einstaklingurinn sagðist ekki hafa borgað sektina, og þess vegna kom bréfið frá Sýsló! En hvað er að kerfinu, geta sýslumenn boðað manneskjur í afplánun í fangelsi, og Fangelsismálastofnun veit ekki neitt?
Örninn
Eftirlýstur glæpamaður dæmdur í farbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2023 | 23:04
Spillingarlögregla?
Það væri nú gott að hafa svoleiðis Lögreglu á Íslandi! En því miður er þannig í pottinn búið að það er ekki hægt! Því það er svo innmúrað í Löggæsluna á Íslandi að setja undir teppið mál sem koma yfirvöldum og stjórnmálamönnum ílla! Og þá eru það ýmsir stjórnmálamenn sem hafa skipað hina og þessa yfir Löggæslumálum á Íslandi, ásamt ýmsum Hæstaréttardómurum! Tíkin hún pólitík er slæm, en þá má fá erlenda rannsakendur frá INTERPOL ofl erlendum Löggæslustofnunum til að rannsaka spillinguna á ÍSLANDI! En veit að þeim verður ekki hleypt inn í bananalýðveldið Ísland, því þá kemst upp um mafíustarfsemi fjármálafyrirtækjanna, bankanna, Seðlabankans og ættartengsl Fjármálaráðherra í sambandi við ýmsa gjörninga undan farin 15 ár!! Og það eru margir hissa erlendis að Fjármálaráðherra, og fleyri innan ríkisstjórnar Íslands skuli ekki fyrir LÖNGU síðan hafa sagt af sér út af spillingarmálum sem hafa verið í umræðunni síðan 2008!
Örninn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar