Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.4.2009 | 02:41
Stjórnmálaauglýsingar á Leikjasíðu!
Það kom mér á óvart í gærkvöldi þegar að börnin mín voru að leika sér á einni leikjasíðu og inni á þeirri leikjasíðu voru Stjórnmálaauglýsingar! Nú áreiti er bannað en að þetta skuli vera inni á svoleiðis síðu þá er mér nú nóg boðið! Nú það kostaði miklar spurningar frá börnunum og varð fátt um svör. En samt þá fannst mér þetta ekki skemmtilegt. Sendi samt vefstjóra þessarar síðu sem er Leikjanet.is ábendingu og lét hann vita af því að þetta væri óæskilegt! Hver viðbrögðin verða veit ég ekki en kannski reyna stjórnmálaflokkarnir allt en því miður eru flestallir skjólstæðingar Íslensku leikjasíðanna börn!
Örninn
31.1.2009 | 08:21
Íslendingar það er að verða Ríkisstjórn?
Ekki aldeilis strax vegna baktjaldamakks viss flokks (XD) sem að formaður Framsóknar í dag og miðstjórn Bændaflokksins þarf að taka á til að minna á þá sem seldu bankana í þá tíð og hafa notað allt til að VERNDA kónginn svo að auðmennirnir hefðu tíma til að senda milljarðahundruðin úr landi og það sem að eftir var á nafn eiginkvenna, barna og gæludýra svo að gamli skattmann gæti nú ekki náð í milljarðahundruðin! Nei gamla Ríkisstjórnin (ekki Samfylkingin) Kóngurinn og kó drógu lappirnar á meðan að allt var að hrynja vegna þess að á meðan skutu flokksgæðingar Sjálfstæðisflokksins undan 2500 Milljörðum! Já enda ekki furða að vera Lögverndaðir af þeim sem að seldu þeim auðinn fyrir 0 krónur og Þjóðarauðurinn okkar allra Íslendinga var gefinn á nokkrar hendur með Kvótafrumvarpinu í þá tíð og hverjir skyldu hafa verið með meirihluta á Alþingi? Nei breyta kosningarlöggjöfinni það á að kjósa Fólk en ekki flokka og vona ég sem sjálfstæður? Íslendingur að það verði gert og verði komið inn í Nýja kosningarlöggjöf að einn maður hafi ekki úrslitavald til að rjúfa þing samanber Forsætisráðherra sem hefur það vald til að rjúfa þing með þeim afleiðingum að Forsætisráðherra getur neitað og þá þarf að leita til Forseta Lýðveldisins kannski bara út af tregðu við að vissir menn missi stólinn! Eftirlaun og Biðlaun vonandi verða ekki til enda nýtur ekki hinn almenni Launþegi biðlauna ef að honum er sagt upp! Og ef að hinum almenna Launþega er sagt upp þá þarf hinn Almenni launþegi að borga sömu skatta og hinn með milljónatekjurnar! Skrítið nei vegna þess að Hátekjuskatturinn var lækkaður allt í einu vegna þess að vissir flokksgæðingar fóru að gráta og þá voru menn sem að hlupu upp til handa og fóta til að bjarga gæðingunum sem að þeir hinir sömu höfðu gefið Kvótann!!! Nú það þurfti að bjarga Vinunum með tonnin af ýsu og þorski!!!!!! Nei ég held að þessi tilvonandi Ríkisstjórn væri betur komin án Framsóknar vegna þess að það hefur sýnt sig með Framsókn að þeir haga sínum seglum eftir vindi skiptir engu máli þó að það sé í Austur vegna þess að þeir Framsóknarmennirnir eru svo áttavilltir eftir Ríkisstjórnarsetu með Íhaldinu í það mörg ár og Nýi formaðurinn í Framsókn kokgleypir allt og öll þau gömlu kosningarloforð sem að miðstjórn flokksins hans hefur sett inn síðustu árin með frændflokknum og hvað? nú allt úr böndunum og ekki má láta þessa menn borga of mikið enda kvarta þeir yfir of háum skatti! Jafna réttindi þessara auðvalssinna og svo koma því inn í hausinn á þeim að það er ekki öruggt Plássið!
Örninn
20.1.2009 | 21:25
Ríkisstjórnin hvað ætlar hún að gera?
Mikið hefur gengið á í dag og er ekki furða þar sem að þessi ríkisstjórn er búin að skíta upp á bak! Hún gerir ekkert til að koma höndum yfir þessa fjárglæframenn sem að komu þessu landi á kaldann klakann kannski er það bara vegna þess að margir af þessum svokölluðu fjárglæframönnum eru í vissum flokki og þessi vissi flokkur heldur hlífiskyldi yfir þessum mönnum svo að spillingin sem hefur viðgengist til margra ára komi ekki fram í dagsljósið svo að menn innan viss flokks þurfi ekki að standa skil á gjörðum sínum! Íslenska þjóðin er búin að fá nóg af helvítis já ég skrifa helvítis spillingunni sem viðgengist hefur hérna á Íslandi með hjálp og vissu tiltekins flokks og er að rísa upp og þá þýðir ekkert fyrir þann flokk að grenja í kjósendum til að fá skitin athvæði. Þessir menn sem ráða ríkjum eiga ekkert gott skilið og enda virðist vera að spillingin sé ókei svo að þessir menn haldi sínum ráðherrastólum og þingsætum. Íslendingar nú er komið nóg látum ekki bjóða okkur meira af þessari óstjórn og tökum í taumana og skundum til mótmæla og sínum loksins samstöðu til að reyna að bola þessari óstjórn frá. Mótmælum friðsamlega og notum sama og var notað í dag potta, pönnur og önnur tæki til að fremja óhljóð. En ekki láta neinn skríl eyðileggja mótmælin, það hefur því miður sést til skrýls á meðal friðsamra mótmælenda. En burtu með rikisstjórnina strax og það á að handtaka þessa glæpamenn strax.
Örninn
11.1.2009 | 06:49
Interpol og aðrar alþjóðlegar Lögreglustofnanir til að rannsaka Ríkisbubbana sem að komu Íslandi á Hryðjuverkalista og í Gjaldþrot!
Jæja nú Ríkisstjórnin búin að skíta upp á bak. Já ég meina það en það getur farið fyrir brjóstið á sumum í dag. Þessi talandaháttur var ekki leyfður hér á árum áður! Íslenskur almenningur spyr? Af hverju má ekki fá erlenda rannsóknarmenn til að athuga þessa spillingu sem að hefur verið svo víðtæk í hinu háa Peningaalmætti eftir Einkavæðingu Bankanna sem að hverjir stuðluðu að!? Nú þessir svokölluðu einkavæðingarsinnar innan Ríkisstjórnarinnar á þeim tíma með Gróðapungana bak við sig og hlustuðu á þá (gróðapungana) en ekki almenning! Nú hvað er ekki komið í ljós blessaðir Auðvaldssinnarnir náðu sínu með aðstoð einkavæðingarstefnunnar og hjálpsömum meirihluta í Ríkisstjórn á þeim tíma en Alþjóð var ekki spurð leyfis!( Þjóðaratkvæði hvað er það?) Nei einhverjir karlar á Alþingi Íslendinga réðu ferðinni bara út af yfirburðum í prósentum og líka fyrir manneklu í Þingsal fyrir hönd minnihlutans! En það er kominn tími til að Dómsmálaráðherra Björn Bjarnason fari fram á það fyrir hönd ALLRAR ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR AÐ INTERPOL OG EÐA ÓHÁÐ ÖNNUR ALÞJÓÐLEG LÖGREGLUSTOFNUN TAKI YFIR RANNSÓKN Á ÞESSARI SÉRÍSLENSKU VINA OG FRÆNDGARÐSSPILLINGU Í HINU ÍSLENSKA BANKAHRUNI SEM AÐ EINN ÓVITUR (ÓHÆFUR FYRIR KJAFTAGANG) OLLI ÍSLENSKU ÞJÓÐINNI! Það þýðir ekkert að vera með INNLENDA Rannsókn á þessu Spillingarmáli sem að kemur því miður óþægilega við TOPPANA sem að hafa ráðið með sínu Ægivaldi og Kúgun síðan á 19du ÖLD. Svo er verið að tala um almenning! Af hverju eru ekki ALLAR SKULDIR ALMENNINGS FELLDAR NIÐUR EINS OG VIÐ VISSA MENN UPP Á FLEYRI MILLJARÐA!!! JÁ AF HVERJU EKKI? NÚ ERU ÞETTA RÍKISBANKAR SEM AÐ ALLIR ÍSLENDINGAR EIGA! Nei Almenningur þarf víst að borga milljarða hundruðin sem að forkólfar Einkabankanna komu undan með hjálp SEÐLABANKANS og FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS! NÚ HVERJIR SVÁFU Á VERÐINUM? Nú það sannar það bara að SEÐLABANKINN er óþarfur þar eru bara afdankaðir stjórnmálamenn settir samanber fyrri bloggin mín og fá samt full laun þó svo að þeir séu ekki á staðnum heldur heima hjá sér eins og að hefur margoft komið í ljós samanber alþingismenn sem að eiga að vera í þingsal þá eru margir þingmenn barasta heima hjá sér vegna þess að dagskráin er ekki NÓGU SPENNANDI! Nú þá eins og ég benti á í einu blogginu mínu fækka strax um helming þingmönnum en ég hef ekki fengið neitt um hvort að það sé búið að fækka (segja upp) aðstoðarmönnum Alþingismanna til að spara! Heilbrigðisráðherra ætti nú að athuga hvort að þær milljónir gætu nú kannski ekki farið suður í Hafnarfjörð og á aðra staði! En Það er eins og að ég hef sagt í mörgum bloggum mínum það er alltaf verið að Níðast á Almenning! Af hverju setur ekki Alþingi lög um Hátekjuskattinn aftur? Eins og þegar að Hátekjuskatturinn var afnuminn út af Gráti flokksfélaga í vissum flokki og nú hverjir voru það og í hvaða flokki voru þessir blessaðir hátekjumenn á þeim tíma! En því miður þá gleymir fólk mistökunum og gleypir ennþann dag í dag við Gylliboðum sama flokks sem að hefur barasta efnt 15 prósent af sínum kosningarloforðum undanfarin kjörtímabil! Það get ég sagt að vesalings aðalflokkurinn í Ríkisstjórn í dag fær nú ekki mikið kosningarfylgi ásamt fyrrverandi stuðningsflokki þá fyrir meðferðina á barnafólki og fjölskyldum með lítil fjárráð og ekki bætir það stöðu efnalítilla fjölskyldna það sem að komið er í dag í sambandi við Heilbrigðiskerfið! Nú þetta er samkvæmt fyrri bloggum mínum Ameríska kerfið og ef að þú hefur ekki efni á að fara á spítala þá bara komdu þér út og DREPSTU!! Það skiptir máli ef að þú ert ekki tryggður og getur ekki borgað! Þið í Ríkisstjórninni sparið sjálfir og segið upp frændum og frænkum vinum og vandamönnum sem að þið hafið skapað vinnu! Byrjið á að fækka um helming strax þið Ráðherrar hljótið að geta skrifað sjálfir ennþá eða þarf mannskap til að hjálpa ykkur jafnvel aukamannskap til að SKEINA YKKUR? Bara spyr! Nei nú er nóg komið og sýnið fólki loksins að þið séuð manneskjur þó svo að þið séuð með margföld meðallaun verkamanns og verkakvenna!
Örninn
3.1.2009 | 19:49
Blekkingar og hvar voru alþingismenn ef ekki í vinnunni!
Ég vísa bara í fyrra bloggið mitt en samanber fréttum áðan þá var verið að blekkja þingmenn! Nú ég vona til Guðs að þessir þjóðkjörnu Alþingismenn séu læsir, og ef ekki þá mætti nota aðstoðarmennina sem að við Almenningur borgum undir MEÐ OKKAR SKÖTTUM! En ef að Alþingismenn eru ekki hæfir til að sitja á Alþingi og skrifa undir Lög sem að þeir hafa ekki Kynnt sér þá er eitthvað mikið að! Jú Jólafrí á Fullum launum og líka á sumrin sama og Kennarar njóta með alla sína frídaga! En ALÞINGISMENN FARIÐ AÐ VINNA VINNUNA YKKAR OG SEGIÐ UPP YKKAR AÐSTOÐARMÖNNUM OG BITLINGUM ÞAÐ ER KANNSKI EKKI KREPPA MEÐ YKKAR LAUN, EN HVAÐ MÁ ALMÚGINN SEGJA EKKI FÆ ÉG AÐSTOÐARMANN Í MINNI VINNU Á KOSTNAÐ ALMENNINGS!!! BURTU MEÐ AÐSTOÐARMENNINA OG SÝNIÐ ALÞINGISMENN Í VERKI AÐ ÞIÐ SÉUÐ MENN AÐ MÖNNUM MEÐ AÐ SPARA FRAMMI FYRIR ALÞJÓÐ OG VONANDI EF AÐ BITLINGUNUM VERÐUR SAGT UPP ÞÁ VERÐI ÞAÐ KANNSKI EKKI MEÐ STARFSLOKASAMNINGUM EKKI ER ALMÚGINN ÞESS AÐNJÓTANDI AÐ FÁ STARFSLOKASAMNINGA ÞEGAR AÐ UPPSÖGNIN ER KOMIN! HUGSIÐ YKKUR UM ÞIÐ ÞJÓÐKJÖRNU MENN OG KONUR LÁTIÐ SLAG STANDA OG ÓRÉTTLÆTIÐ BURT ÚR ÞINGINU! ÞAÐ ER NÓG UM BITLINGANA Í RÁÐUNEYTUNUM OG AÐ ÞESSI FÁSINNA SEM AÐ ÞINGMENN SAMÞYKKTU SÍÐASTA VOR ÖRUGGLEGA ÁN ÞESS AÐ HAFA LESIÐ GÖGNIN SEM AÐ RÍKJANDI MEYRIHLUTI KANNSKI LAUMAÐI Í GEGN VEGNA MANNEKLU Á ÞINGI ÞANNIG AÐ ÞAÐ VAR SAMÞYKKT MEÐ MEIRIHLUTA!! ÞAÐ VANTAÐI STIMPILKLUKKUNA!
ÖRNINN
3.1.2009 | 09:22
Gleðilegt nýtt ár Allir Íslendingar fátækir sem Ríkir!
Jæja kæru landsmenn, þá er nú komið að því sem að ég sagði við fólk sem að var að vinna með mér á þeim tíma um það bil 20 árum síðan að heilbrigðiskerfið yrði eins og úti í Usa! Nei það var hlegið að mér þá en þessir blessaðir flokksgæðingar og sjálfstæðissinnar hlægja ekki núna! En hvað um það það er ódýrast fyrir Almenning samanber kerfið sem komið er á að Drepast bara heima, vegna þess að þessi gjöld sem að voru sett á innlögn sjúklinga, það hefur ekki neinn efni á þessu og líka að borga sjúkrabílinn! Nú ef að ég er dauður þá lendir það á fjölskyldunni og þá má rukka fjölskylduna fyrir það að tilkynna dauða (andlát) mitt! Hvað á almenningur að gera kaupmátturinn farinn niður í - 5-7% og ekki hækka launin! Nei gömlu Kratarnir í Ríkisstjórn fyrir margt löngu komu á Sjúkrasamlagi sem að stóð í vissa áratugi! En á meðan var þá var það mjög gott fólk þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af Heilbrigðisþjónustinni! En svo kom einn maður sem að er (og) var krati og reif niður það sem að fyrrverandi kollegar hans og flokksbræður fengu í gegn! Nú það má ekki ljúga upp á manninn en þessi maður var beittur svo miklum Þrýsting frá þeim flokki sem að réð á þeim tíma að það var annaðhvort meiri peningar í Ríkishýtina og skera niður sjúkrakerfið og Aðlaga það að Bandarískri fyrirmynd! Vegna þess að það var svo lítil fátækt á þeim tíma!! Ég veit ekki betur en að þessi fátækt hafi verið hulin sjónum hjá vissum stjórnmálaflokki (blessaðir mennirnir í þeim flokki voru með augnleppa fyrir augunum eins og gömlu dráttarhrossin sem að sáu bara fram fyrir sig) og hafa aldrei viljað viðurkenna fátækt á meðan að þeir sjálfir og þeirra gæðingar höfðu á milli hnífs og skeiðar (silfur og eða Gull) vegna þess að það mátti ekki minnast á fátækt þá og ekki á árum áður. Nú hvað sögðu Davíð Oddson og Geir Haarde, nú það er engin fátækt!!! með sín nokkur hundruð þúsunda í tekjur á mánuði á meðan að aldraðir og öryrkjar löptu hálfgert dauðann úr skel og lífeyrissjóðirnir lækkuðu greiðslur til þessa hóps með samþykki Alþingis!!! Af hverju var ekki hægt að setja lög á Lífeyrissjóðina eins og að hefur verið gert við td. Sjómenn margoft! Nei bara að redda vinum og vandamönnum vinnu með hitt og þetta! Koma vinum og vandamönnum inn í Lífeyrissjóði Íslendinga og í áhrifastöður hingað og þangað! Nei Íslendingar eitt skal vera rétt að Jóhanna Sigurðardóttir Barðist á móti Ameríkufrumvarpinu í þá daga en því miður Peningamennirnir réðu en Fyrirgefið eymingjunum fyrir sofanda og sleikjuháttinn sem að endaði með því að herinn fór og tekjurnar með út af asnaskap í einum manni ónefndum, en er kallaður Kóngurinn!!
Enda man ég ekki betur en að SÚ MANNESKJA SAGÐI Á ÞEIM TÍMA! MINN TÍMI MUN KOMA!!! Þá var búið að hrekja þá manneskju út vegna þess að hún var víst ekki samboðin og er ekki ennþann dag í dag út af peningahyggjumönnunum í Ríkisstjórninni sem að vilja spara á öllum sviðum svo að flokksgæðingarnir hafi sínar tekjur og sín hlunnindi! En því miður eru sum hlunnindi Ríkisleyndarmál og ef að spurt verður um þau þá óvart hurfu skjölin! En það er ekki furða að Jóhanna hafi verið vinsælasti Ráðherrann vegna þess að hún veit hvað er að gerast í þjóðfélaginu, og enda hefur hún staðið með pálmann í höndunum í sínu Ráðuneyti og mættu margir taka Jóhönnu Sigurðardóttir sér til fyrirmyndar þá er ég að tala um karlremburnar á Alþingi okkar Íslendinga sem að eru bara Áskrifendur að laununum sínum samanber myndir af okkar háa Alþingi þar sem að örfáir þingmenn eru til staðar. En ef að okkar Háttvirtu Alþingismenn sem að eru kosnir af fólkinu NENNA EKKI AÐ VINNA SÍNA VINNU EINS OG ALMÚGINN OG LÁTA ÞÁ FÁ BORGAÐ EFTIR STIMPILKLUKKU OG VINNUFRAMLAGI EINS OG 95% ÍSLENDINGA ÞURFA AÐ GERA OG ÞÁ MÆTTI FÆKKA ÞEIM UM HELMING VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR ERU EKKI AÐ VINNA VINNUNA SÍNA! UPPLÝSINGAR SEM AÐ ALÞINGISMENN FÁ FRÁ SÍNUM AÐSTOÐARMÖNNUM SEM AÐ VITA SUMIR EKKERT Í SINN HAUS Á KOSTNAÐ ÍSLENDINGA NÚ ÞÁ MÁ FÆKKA ÞEIM TIL AÐ SPARA Á HINU HÁA ALÞINGI!!! EN NEI ÞAÐ ÞARF VÍST EINHVERJA TIL AÐ HREINSA UPP OG ÞJÓNA ÞEIM VONANDI EKKI TIL SÆNGUR OG ÞÓ MIÐAÐ VIÐ LAUNAGREIÐSLUR AÐSTOÐARMANNANNA OG VILDU MARGIR HÆTTA Á ÖRORKU OG ATVINNULEISISBÓTUM TIL AÐ HAFA SVONA TEKJUR!!!! EN EIN SPURNING TIL ALÞINGISMANNA HVERSU MARGIR AÐSTOÐARMENN(KONUR) ALÞINGISMANNA ERU FATLAÐIR Á EINHVER HÁTT OG ÞURFA JAFNVEL AÐ NOTA HJÓLASTÓL? EKKI NEINN !!!!!!! EN MARGIR AF ÞESSUM SVOKÖLLUÐU AÐSTOÐARMÖNNUM FÁ BORGAÐ AUKREITIS SPOSLUR SEM AÐ ALMENNINGUR VEIT EKKI UM! NÚ AF HVERJU EKKI AÐ UPPLÝSA ALÞJÓÐ UM RAUNVERULEGAR TEKJUR AÐSTOÐARMANNANNA MEÐ ÖLLUM FRÍÐINDUM! NEI ÞAÐ MÁ KANNSKI EKKI EN KANNSKI FLOKKAST ÞAÐ UNDIR RÍKISLEYNDARMÁL!!!!
SAMANBER HINAR OG ÞESSAR PÓLÍTÍSKU RÁÐNINGAR HJÁ ÖLLUM FLOKKUM HINGAÐ TIL!
Örninn
23.11.2008 | 05:03
Verðhækkanir, laun ALMENNINGS og GRÆÐGI KAUPMANNA!
Hversu miklar verðhækkanir eigum við almenningur að taka á okkur? Af hverju er ekki þessi ríkisstjórn búin að frysta allar hækkanir á matvöru fyrir löngu samanber fyrra bloggið mitt? Það má kannski ekki bara þá tapa einhverjir! Nú má þá ekki hækka launin hjá hinum almenna borgara til móts við Græðgishyggjuna hjá Kaupmönnum sem að hækkuðu VÖRUVERÐIN upp ÚR ÖLLU VALDI þegar að engin vara fékkst SAMKVÆMT ÞEIRRA SÖGN!!!!! Og enginn gjaldeyrir til að leysa út VÖRUR! Nei Þetta er komið í sama skrípaleikinn og í mínu bloggi með kaupmennina við myntbreytinguna! Nú held ég að þessir blessaðir menn sem að ráða ÞESSU óríki ættu að fara að hugsa sig um ef að þeir vilja ekki Almúgann 100% á móti sér og skikka 50% lækkun á öllum matvælum og frysta vöruverð í að minnsta kosti 3 mánuði og ef ekki lengur ef að það á að láta okkar aumingjans krónu fljóta! En fyrir utan það Þá eru lífeyrisréttindin hjá þessum Ómattarstólpum þjóðfélagsins ekki nógu mikið lækkuð, nú ekki eru þessaðir menn í almennum LÍFEYRISSJÓÐUM þar sem að LÍFEYRIRINN var skertur um nokkuð mörg prósentin og hið háa ALÞINGI sagði ekki neitt og ef að einhver sagði eitthvað þá var bara skipt um umræðuefni vegna þess að Alþingismannalífeyririnn var tryggður!!!!! En NÚ ER KOMIÐ NÓG. Burtu með vanhæfa bitlinga og þurfalinga og ég spyr bara sem Íslendingur eru ekki UPPSAGNIR Í GANGI HJÁ ALÞINGI? HVAÐ MEÐ ALLA AÐSTOÐARMENN ÞINGMANNA? Þar eru peningar til að setja í ATVINNULEYSISTRYGGINGARSJÓÐ!!! Kannski 450 milljónir? Bara spyr sem Íslendingur! Get ég fengið vinnu með aðstoðarmannalaun upp á kannski eina milljón og verið samt í fullri vinnu annarsstaðar? Skattfrjálst? Nú það eru kannski bara tíu prósent í skatt!
ALÞINGISMENN ATH.
ÞAÐ VIRÐIST EKKI VERA KREPPA HJÁ YKKUR EN SJÁIÐ SÓMA YKKAR MEÐ ÞVÍ AÐ SEGJA UPP YKKAR AÐSTOÐARMÖNNUM OG FARIÐ AÐ VINNA SJÁLFIR ÞINGMENN OG SPARIÐ Í KREPPUNNI SEM AÐ EINKAVÆÐINGARKLÍKAN KOM Á FÓT Á ÁRUM ÁÐUR OG SVO BABLAR OG RUGLAR ÞETTA FÓLK OG KENNIR!! OKKUR ALMÚGANUM UM! NÚ EKKI ER ÉG SKORTSÖLUMAÐUR EN ÞÁ BRENNUR EIN SPURNING Á MÉR OG FLEYRUM! HVAR VAR FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ OG SEÐLABANKINN MEÐ SITT EFTIRLIT? NÚ ÞAÐ HLÝTUR AÐ HAFA VERIÐ Í GARDENPARTY HJÁ AUÐJÖFRUNUM OG FJÁRGLÆFRAMÖNNUNUM SEM AÐ ÁTTU PENINGANA OG STUDDU MEÐ RÁÐ OG DÁÐ VISSA FLOKKA Á ÞEIM TÍMA. NÚ ÞAÐ SANNAST BARA AÐ EFTIRLITIÐ OG VANHÆFNIN VAR TIL STAÐAR Á ÖLLUM VÍGSTÖÐVUM ÞETTA VAR BARA ALLSHERJAR ÍSLENSKT FJÁRMÁLAPARTÝ MEÐ AÐSTOÐ RÍKISINS SAMANBER SAMEIGN ALLRA ÍSLENDINGA FISKURINN! NÚ ÉG Á EKKI KÍLÓ AF FISKI Í SJÓ EN SUMIR EIGA ÞÚSUNDIR TONNA SEM AÐ FÉKKST FYRIR LÍTIÐ BARA TIL AÐ KOMA SJÁVARÞORPUM ÚTI Á LANDI Á VONARVÖL!
EN Á VESTFJÖRÐUM ERU EIN UMMÆLI FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA OG NÚVERANDI SEÐLABANKASTJÓRA EKKI GLEYMD. ÞAÐ Á BARA AÐ FLYTJA ALLT FÓLKIÐ SUÐUR OG SETJA Í EINA BLOKK SVO AÐ EKKI ÞYRFTI AÐ BORA GÖNG! ENDA URÐU MARGIR VESTFIRÐINGAR HISSA Á ÞESSU VEGNA ÞESS AÐ EINA STÓRA BLOKKIN VAR EKKI EINU SINNI LAUS TIL AÐ TAKA Á MÓTI ÖLLUM ÞESSUM MANNFJÖLDA VEGNA ÞESS AÐ Í DRAUMÓRUM ÞESSA MANNS VAR AÐ SPARA TIL AÐ HAFA NÓG Í SIG OG Á OG LÍKA VINI OG VANDAMENN OG HINA BITLINGANA SEM AÐ ERU ENNÞÁ AÐ! EN ÞAÐ MÁTTI VÍST EKKI MINNAST Á MISTÖKIN HANS PERLUNA OG RÁÐHÚSIÐ! NÚ ENNÞANN DAG Í DAG ER VERIÐ AÐ BORGA FYRIR ÞAU MISTÖK! NÚ ORKUVEITAN ER AÐ BORGA MEÐ VEITINGAREKSTRINUM Í PERLUNNI ÞAÐ MÆTTI KANNSKI SETJA ÞANN REIKNING Á? EN BURTU MEÐ BITLINGANA OG SELJA PERLUNA ÞAÐ MÁ ÞÁ KANNSKI NOTA PERLUNA FYRIR TRÚARHÓPA TIL TRÚARIÐKANA! ÞETTA VAR BARA TILLAGA FRÁ MÉR!!
ÖRNINN
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar