12.11.2022 | 10:44
Almenningur að borga aftur
Jæja bankahrunið hafði af Íslenskum almenningi 2500 milljarða, og því miður þá komu bara ? milljarðar í ríkiskassann eftir einkavinavæðingu bankanna þá! Íbúðalánasjóður er aðal sökudólgur eftir hrunið að koma fólki á götuna með ákvörðunum og atbeina sýslumanna og braskara sem keyptu eignir á spottprís á nauðungaruppboðum! Og margir braskaranna eru stóreignamenn í dag, og fela auðinn í steypu og uppkaupum á ýmsum eignum til að halda fjármagninu gangandi. Því miður þá er ekki til mannskapur eftir niðurskurð til Skattrannsóknarstjóra, því það má víst ekki rannsaka vildarvini og KENNITÖLUFLAKKARA vini fjármálaráðherra! En svona vilja Íslendingar hafa þetta að halda kjafti og láta troða á sér endalaust! Og það er ágætt að fá vildarvin sem er löggiltur? fasteignasali að meta fasteign niður um 50% ! En það gekk ekki því sá fasteignasali fékk á baukinn í sambandi við það mat!
Bara hver er ábyrgur? Enginn sem ræður, en ef að manneskja stelur 4500 krónum og tekin og fær svo dóm upp á 30 daga skilorð í 2 ár þá hefði sá sami sloppið við allt, ef að flokkurinn hefði verið réttur! Nei Íslenska dómskerfið er rotið, steldu sem mestu og þú færð klapp á kinnina (Svíktu sem mest undan skatti fáðu gjafagjörning á veiðiheimildum og farðu svo á hausinn ) Og byrjaðu upp á nýtt með nýrri kennitölu!
Þetta er hægt og ekkert mál almenningur borgar allt saman fyrir þurfalingana ( arðgreiðslur upp á tuga eða hundruð milljóna og eða milljarða ) sem tíma ekki að borga mannsæmandi laun fyrir sína erlendu starfsmenn í vinnunni og lifa mjög hátt og tala nú ekki um einhver efni?
PS: Hvernig væri nú að taka af verðtryggingu launa, lífeyris ofl hjá Ríkisstarfsmönnum og setja á krónutöluhækkanir til að viðhalda stöðugleika í lífeyrismálum! Ríkið skuldar LSR (Lífeyrissjóður starfsmanna Ríkisins) lífeyrisgreiðslur í dag 22 milljarða, voru 45 milljarðar fyrir einhverjum árum þanniga að almenningur borgar ennþá undir lúxusinn hjá þurfalingunum sem líta niður á almenning!
Örninn
![]() |
Lífeyrissjóðirnir í samstarf vegna stöðu ÍL-sjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2022 | 00:02
Sjálfstæðisflokkurinn klofinn?
Gæti það verið að minkandi fylgi flokksins sé út af ákvörðunum sem að hafa verið teknar undanfarin 9 ár? Því miður þá eru báðir sem eru til framaboðs Sjálfstæðisflokksin til formanns ekki hæfir! Einn getur skrifað upp á skjöl í Sjóvá í den sem að pabbi bað hann um að skrifa undir og hann vissi víst ekkert hvað hann skrifaði undir ( Eins og margir hafa sagt um : Vellygna Bjarna á samfélagsmiðum )og hvað varð um þau skjöl? Olíufélag ofl svo til hvarf? Nú tala ekki um jarðarkaup hins frambjóðandans, GÞÞ? Mikið má vera til af peningum hjá GÞÞ! En Vellygni Bjarni á skítnóg af peningum sem kannski koma 20% í ljós fyrir utan aflandsreikninga og 80 prósent eru falin í bönkum um víða veröld, líka á Íslandi, því Íslandsbanki þar sem seldur var hlutur okkar Íslendinga er þvottamiðstöð peninga, því þeir kunna þetta og lærðu eftir HRUNIÐ og ég segi bara GUÐ HJÁLPI MILLISTÉTTINNI OG LÁGTEJUFÓLKINU eftir áramótin 2022-2023 því þá byrjar hrunið aftur því sjávarauðlindin okkar stendur ekki undir skattekjum því 290 milljarðar voru greiddar út í arð til eigenda 2018-2022 og svokölluð veiðigjöld voru um 35 milljarðar!! Hátekjuskatturinn sem að þyrfti að hækka á tekjur yfir milljón á mánuði upp í 51% eins og Norðurlöndin gera þar eru tekjurnar, en það má ekki það gæti komið sér illa fyrir kjósendur flokksins! Og allt með lækkun veiðigjalda til að hygla vildarvinum og berja á almenningi svo burgeisarnir gætu farið í góða reisu um heimsins höf ofl!
Örninn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar