EHF. Skattar!

Það er loksins kominn tími að einkahlutafélögin skili einhverju til baka þá er ég að meina þau sem að greiða arð til sinna hluthafa sem að svo borga sem fjármagnstekjuskatt 10% Þetta er ekki rétt að fá arðgreiðslu úr einkahlutafélagi upp á segjum eina milljón og borga bara eitt hundrað þúsund krónur á meðan að almúginn borgar hversu mikið af sömu milljón? Ekki minna en 375þúsund krónur! Svo bætast á þetta ýmis gjöld og þá fer nú restin kannski í eitthvað útsvar og kannski aukaútsvar og svo framvegis! Almúginn er búinn að blæða nóg fyrir þessa EHF kalla og líka þessa sem að stofnuðu EHF og skiptu svo um kennitölu þegar að allt var komið í þrot með hjálp gömlu bankana því þar á bæ var það ekki sama hvort að það var Jón eða séra jón! Hafið þetta bara hugfast Íslendingar!

Það er komið að skuldadögum hjá þeim  sem að kollvörpuðu Íslandi vegna sölu á bönkum til einkavina! Þá er ég að meina sjálfstæðisflokkinn og framsókn og enn þann dag í dag er spurt út af hverju var alþjóð ekki spurð? Nú það sýndi sig bara þegar að þessir blessaðir menn komu Íslandi á lista með elsku vini sínum Bush sem fékk þá til að segja já við Innrás í Írak! Nú ekki fékk alþjóð að kjósa og eða vita um þetta fyrr en seint og síðarmeir! Nei helv... leynimakkið hjá þessum flokkum í gegnum áratugina er ógeðslegt og svo er ennþá gjallandi formaður sjálfstæðisflokksins  sem að þolir ekki að það skuli vera að skerða kjörin hans blessuðum hátekjumanninum og líka einn af hluthöfum í N1! Það er ekki verið að segja frá því hvað er verið að vernda en hann blessaður formaðurinn skal minnast þess að oft gellur í Tómri tunnu!!! 

Örninn


mbl.is Hluti arðgreiðslna skattlagður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Björn Þórisson

Það er viss sannleikur í þessu en ég ætla samt að minna á að flestir sem reka EHF gera það á heiðarlegan hátt og skv. lögum ber að greiða laun líka sem skattleggjast eins og önnur laun. Sumir taka aðeins minnihluta "tekna" út sem arðgreiðslur. Ekki gott að dæma alla fyrir nokkra sauði!

Davíð Björn Þórisson, 28.11.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Örn Ingólfsson
Örn Ingólfsson

Er í mjög góðri vinnu. En get verið með ýmsar hressilegar skoðanir sem öðrum finnst stangast á við þeirra skoðanir og ég virði skoðanir annara þrátt fyrir bölv og ragn!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 9824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband